Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 þessar góðu minningar. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þú kenndir mér að biðja bæn- irnar mínar og þessa bæn sem ég bið nú til þín: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig um alla eilífð, elsku besta amma. Stefanía Sigrún Ólafsdóttir. Sjá nóttin er á enda nú árdagsgeislar senda um löndin ljós og yl. Í nafni náðar þinnar ég nú til iðju minnar minn Guð, að nýju ganga vil. (H. Hálfd.) Í þessum anda minntist Sigrún oft látinna samferðamanna okkar í upphafi fundar í kvenfélaginu Gefn. Þannig viljum við nú einnig sýna henni látinni virðingu okkar og aðstandendum samúð með nokkrum orðum. Við undirritaðar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Sigrúnu í kvenfélaginu Gefn um áraraðir, þar af mörg ár í stjórn þess. Hún gekk í kvenfélagið Gefn árið 1948 og strax á fyrsta fundi var hún kjörin ritari. Síðan var hún kjörin formaður árið 1975 og er hún lét af formennsku árið 1997 hafði hún verið í stjórn félagsins í 49 ár. Sigrún var kvenskörungur í orðsins fyllstu merkingu og minn- umst við þess hversu stjórnunar- hæfileikar voru henni meðfæddir og hve miklu hún miðlaði til okkar, sem yngri vorum og óreyndari, bú- um við enn að því. Sigrún lagði ávallt ríka áherslu á að halda öll fundarsköp á fund- um og fylgdi því vel eftir, en jafn- framt hvatti hún konur eindregið til að tjá sig á fundum sem og við önnur tækifæri. Hún sýndi okkur, sem vorum með henni í stjórn eða nefndum, sem og öllum öðrum fé- lagskonum, fullkomið traust og hvatti okkur eindregið til dáða og ef það var eitthvert hik á okkur þá var svar hennar: „Þú getur það al- veg.“ Það vafðist heldur ekki fyrir henni að finna skemmtiefni við hin ýmsu tækifæri, því ef með þurfti þá samdi hún það sjálf og flutti hvort sem hún las, lék, söng og spilaði, þá gjarnan á munnhörpu. Einnig átti hún það til að setja ársskýrslu félagsins í bundið mál og syngja. Í ferðalögum félagsins bæði innanlands og utan naut hún sín vel, hélt uppi söng og var með gamanmál. Það sem einkenndi Sigrúnu var hversu frjó hún var í hugsun, þó hún væri fastheldin þá var hún ávallt opin fyrir öllum nýjungum. Útskálakirkja var Sigrúnu afar hjartfólgin og varði hún ómældum tíma í þágu hennar, auk fjölda annarra félagsstarfa sem hún sinnti af heilum hug. Eins og áður hefur komið fram þá var Sigrún hagmælt og sýnir þessi vísa hennar vel þann hug sem hún bar til kvenfélagsins: Gefn er vort félag, sem aldrei við gleymum, Gefn er vort félag með einvalalið. Gefn er það félag, sem allar við eigum, Gefn er oss dýrmætt og það vitum við. Gefn geymir ungar og indælar drósir, Gefn geymir aldnar og miðaldra frúr, Gefn ræktar lifandi, ilmandi rósir, Gefn hefur hugsjón og er henni trú Sigrún var heiðursfélagi kven- félagsins og var hún vel að þeim heiðri komin. Okkar einlæga ósk er að við get- um borið gæfu til að starfa áfram í hennar anda. Við minnumst Sig- rúnar með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Guð blessi minningu hennar. F.h. kvenfélagsins Gefnar, Kristín Guðmundsdóttir, Sylvía Hallsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Guðrún Ey- vindsdóttir. Látinn er heiðursborgari sveit- arfélagsins Garðs, frú Sólveig Sig- rún Oddsdóttir. Sigrún eins og hún var kölluð var merkiskona og dyggðum prýdd. Sigrún vann Garðinum mikið gagn í gegnum tíðina og eru íbúar Garðs afar þakklátir fyrir hennar óeigin- gjörnu störf í þágu samfélagsins. Ásamt því að sitja í hreppsnefnd Gerðahrepps fyrst kvenna á ár- unum 1962-1966 og 1970-1978 sinnti hún ýmsum öðrum trúnaðar- störfum með miklum sóma og dugnaði. Sigrún var formaður kvenfélagsins Gefnar í 21 ár, var gæslumaður barnastúkunnar í 30 ár og starfaði einnig ötullega að æskulýðsmálum og öðru fé- lagsstarfi svo fátt eitt sé nefnt hér af hennar góðu störfum. Sigrún varð heiðursborgari Garðs árið 2001 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2002. Það er ekki ofsögum sagt að Sigrún Oddsdóttir hafi komið við líf allra Garðbúa á einn eða annan hátt á með störfum sínum í þágu samfélagsins. Hún hafði sannar- lega áhrif á uppeldi barna og ung- menna með starfi sínu sem gæslu- maður barnastúkunnar. Á þeim tíma sóttu nær öll börn stúkufundi og báru djúpa virðingu fyrir gæslumanninum Sigrúnu. Hún hafði það góða lag að geta haldið aga en jafnframt fengið börnin til að hlæja og skemmta sér þegar við átti. Hún hvatti börn og ungmenni til að standa upp og segja skoðun sína og láta til sín taka í málefnum líðandi stundar. Þetta þekki ég af eigin raun og í æskuminningum mínum voru stúkufundirnir ákaf- lega skemmtilegir með Sigrúnu sem ljúfan en ákveðinn stjórnanda. Undir stjórn Sigrúnar sköpuðu kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Gefn aðstæður fyrir alls konar skemmtilegheit, ekki síst fyrir börnin í Garði. Störf kvennanna í þágu bágstaddra fóru ekki hátt en vitað var að það munaði um þeirra stuðning þegar að kreppti. Sem forystukona kvenfélagsins var Sig- rún aðdáunarverð og einstök fyr- irmynd, þar sem í öðrum störfum hennar. Garðbúar eiga heiðursborgara sínum Sigrúnu Oddsdóttur mikið að þakka, bæði fyrir störf hennar og þau áhrif sem hún hafði á sam- félagið í Garði en ekki síst fyrir þá góðu fyrirmynd sem hún hefur gefið ungum Garðbúum. Bæjarstjórn sendir aðstandend- um Sigrúnar innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um Sigrúnu Oddsdóttur lifir. Oddný Harðardóttir bæjarstjóri. Kær vinkona mín, Sigrún Odds- dóttir, er farin eftir langa og stranga tilveru. Okkar leið lá mest saman í gegnum félögin og það var eftir að Sigrún tók við barnastúk- unni af Þorsteini Gíslasyni. Það var mikil vinna með börnin í stúk- unni, áður höfðum við verið með- limir í I.O.G.T. Nú tóku við ferðir til Akureyrar með barnastúkuna og síðan Galtalækjarferðir, einnig fórum við til Danmerkur á Evr- ópu-barnastúkumót. Okkar Sigrúnar síðasta ferð saman var til Ítalíu með Eldeyj- arkonum. Ég þakka alla sam- veruna og börnum Sigrúnar vin- samleg samskipti í gegnum þessa áratugi. Guð blessi ykkur og gefi að þið líkist henni í drengskap og dugnaði. Innilegar samúðarkveðj- ur. Steinunn Sigurðardóttir. Á kveðjustund langar mig að minnast Sigrúnar Oddsdóttur frá Nýjalandi með nokkrum orðum. Ég kynntist Sigrúnu fyrst í barna- stúkunni Siðsemd nr. 14, þá mjög ung að árum. Sigrún og Steinunn á Brekku voru gæslumenn stúkunn- ar og héldu þær utan um stúk- ustarfið með stakri prýði. Hjá þeim lærðum við krakkarnir gildi þess að vera reglusöm, við lærðum rétt fundarsköp og umfram allt lærðum við að skemmta okkur saman á heilbrigðan og skynsam- legan hátt. Fyrir hvern fund var kosin skemmtinefnd og sá Sigrún til þess að öll stúkubörnin fengju tækifæri til að spreyta sig á svið- inu, og alltaf var hún tilbúin að að- stoða við að undirbúa skemmti- dagskrána. Ég kynntist Sigrúnu enn betur þegar ég var farin að starfa með stúkunni Framför nr. 6. Mikil og góð vinátta var milli Sigrúnar og foreldra minna þar sem stúkan Framför og bindindismálin voru þeirra sameiginlega áhugamál. Sigrún var hafsjór af fróðleik og minnug á allt sem laut að stúk- ustarfinu og gátu foreldrar mínir alltaf leitað til hennar eftir upplýs- ingum þar að lútandi. Ég dáðist að því hversu hugmyndarík Sigrún var, hún gat endalaust komið með frábærar hugmyndir varðandi stúkustarfið og raunar margt fleira, og fylgdi þeim eftir af trú- mennsku. Það var bæði gaman og fróðlegt að hlusta á mömmu og Sigrúnu sitja á rökstólum, þær áttu til að rökræða ákveðin mál fram og til baka, en að lokum kom- ust þær þó yfirleitt að sameig- inlegri lausn málsins. Sigrún var formaður kvenfélags- ins Gefnar frá árinu 1975 til ársins 1997 og allan þann tíma var hún máttarstólpi kvenfélagsins. Hún hafði raunar setið í stjórn miklu lengur því hún var ritari félagsins til margra ára. Þegar ég gekk í kvenfélagið var Sigrún orðin 85 ára gömul. Þá var heilsa hennar farin að bila og hún var ekki leng- ur virk í félaginu, en verkin henn- ar lifa enn og um ókomna tíð með kvenfélaginu. Til að mynda samdi hún ógrynnin öll af textum fyrir félagið, við þekkt lög sem allir gátu sungið. Textana hennar kyrj- um við Gefnarkonur enn í dag við ýmis tækifæri, þá sérstaklega í 19. júní-ferðum okkar. Garðurinn var í huga Sigrúnar byggða bestur og hún lét áhuga sinn á málefnum bæjarfélagsins í ljós bæði í orði og verki. Hún tók ósjaldan virkan þátt í menningar- viðburðum margskonar sem fram fóru hér í Garðinum. Sigrún var ófeimin við að klæða sig í hin ýmsu gervi og leika og syngja frum- samda texta sína okkur hinum til gleði og ánægju, spilaði jafnvel á munnhörpu ef svo bar undir. Út- skálakirkja naut einnig krafta hennar í fjöldamörg ár. Þar söng hún í kirkjukórnum m.a. og lét málefni kirkjunnar sig miklu varða. Við sem þekktum Sigrúnu Oddsdóttur megum vera þakklát fyrir að hafa átt hana að svona lengi. Ég kveð Sigrúnu með þökk og virðingu og bið góðan Guð að blessa minningu hennar og gefa ástvinum hennar öllum styrk á sorgarstundu. Jóhanna A. Kjartansdóttir. Látin er ein af merkari konum sem Garðurinn hefur fóstrað, Sig- rún Oddsdóttir frá Nýjalandi. Sigrúnu kynntist ég fyrst í starfi barnastúkunnar, þar hafði hún mikil áhrif á mig og fleiri með hvatningu til góðra verka og sið- semd í hátterni. Síðar hvatti hún mig og vinkonu mína Unni Jó- hannsdóttur til unglingastarfs sem við sóttum hjá Árvakri í Keflavík og höfðum bæði gagn og gaman af. Seinna vorum við saman í stór- stúkunni og kvenfélaginu Gefn í Garði. Um leið og ég þakka Sig- rúnu fyrir hennar þátt í uppeldi mínu sendi ég aðstendendum sam- úðarkveðjur. Elísabet Guðný Einarsdóttir.         ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSA TORFADÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hlífarsjóð SÍBS. Katrín Árnadóttir, Kjell Friberg, Hermann Árnason, Guðríður Friðfinnsdóttir, Torfi Árnason, Ingibjörg Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR S. OLSEN, Dragavegi 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Ásbjörn Æ. Ásgeirsson, Sjöfn Geirdal, Stefán Ásgeirsson, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Elín Á. Ásgeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðlaugur Þ. Ásgeirsson, Inga Mjöll Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍNU KRISTÍNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Hlíf, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Sjúkrahússins á Ísafirði og þjónustudeildar Hlífar, fyrir frábæra umönnun og alúð. Guðný D. Antonsdóttir, Gerður Antonsdóttir, Ingvar A. Antonsson, Erla Pálsdóttir, Vilhjálmur G. Antonsson, Elísabet Pálsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföður, afa, sonar, bróður, mágs, frænda og vinar, GUNNARS BJÖRGVINSSONAR, Lautasmára 3, Kópavogi. Matthildur Gunnarsdóttir, Jóhann Vignir Gunnarsson, Hekla Sóley Jóhannsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Matthildur Gestsdóttir, Kristján Björgvinsson, Hrefna Gunnarsdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, Björgvin Smári, Gunnhildur og Þorgeir Örn, Sigríður Valdimarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar og vinar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EINARÍNU EINARSDÓTTUR, Skólabraut 15, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til Hlyns Grímssonar, krabbameinslæknis og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Skafti Þórisson, Jónína Helga Skaftadóttir, Karl Heiðar Brynleifsson, Einar Þórir Skaftason, Sjöfn Þórgrímsdóttir, Margrét Ósk Heimisdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.