Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla ,,Au pair” í Kaupmannahöfn Óskum eftir áreiðanlegri stúlku til ,,au pair” starfa í Kaupmannahöfn. Tveir strákar, 11 og tæpra tveggja ára. Sendið umsókn á: christian.gormsen@yahoo.dk Spádómar               ! "#$   %&' ()*) +++,-$ ,  Ferðalög S T Y K K I S H Ó L M U R Stresslosandi gæðagisting með heit- um pottum. Helgar- og/eða vikuleiga. orlofsibudir.is gsm: 861 3123. Hljóðfæri Gamall Fender Jazzbass óskast Upplýsingar í síma 662 1112 eða net- fang: magnusarnioder@gmail.com. Húsnæði í boði Á góðum stað í Garðabæ til leigu 3ja herb. 92 fm íbúð. Uppþv.vél, ísskápur og þvottavél fylgja. Laus 15. feb. Uppl. í síma 862-8460. Spánn - Alicante Nýtt fallegt raðhús í Torrevieja til sölu eða leigu. Kaupleiga eða almenn leiga. S. 899 2940. Mosfellsbær, 2ja herbergja íbúð til leigu á jarðhæð, 65 m² í einbýlis- húsi. Allt sér. Þvottavél, ísskápur, sjónvarp, stöð 2 og netttengi fylgir. 94.000 á mánuði. Trygging 100 þús. Sími 896-0415, Páll. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Markaðslaugardagur frímerkjasafnara Stór markaður laugardag Síðumúla 17 kl. 13:00- 15:00. Kaffi í boði félagsins. Auk þess verður boðið uppá ókeypis verðmat á frímerkjasöfnum. Allir hjartanlega velkomnir. Til sölu Til sölu Tveir þýskir gæða nuddbekkir frá Schupp. Einnig Thermala- tor Whitehall vatnshitari. Uppl. í síma: 895 9404. Leður - Heildsala Húsgagnaleður verð pr. fet 200 til 600 kr. Seljum einnig leðurbúta, upplagt til listiðnaðar. Óteljandi litir, selt eftir vigt. Upplýsingar í síma 544-8181. Innlit húsgagnaverslun, Ármúla 5. Óska eftir Óskar eftir að kaupa gamla ísl. kórónumynt og minnis- peninga, erlenda mynt, gömul frímerki, póstkort og peninga- seðla, tóbaksbauka, gömul skjöl og pappíra og ýmislegt fleira. Sími 893 0878 eða arnes38@hotmail.com Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. ✝ Hulda Stef-ánsdóttir fæddist á Hofsósi 22. ágúst 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Lár- usson, f. 22.6. 1885, d. 17. 2. 1935 og Pálína Steinunn Árnadóttir, f. 11.7. 1883, d. 1.5. 1978. Hulda var næst elst af fjórum systrum, Lára, f. 1910, er látin, Bára, f. 1920, er búsett á Siglufirði og Kristín Guðrún f, 1926, andaðist á fyrsta ári. Hinn 19. júní 1937 giftist Hulda Stefáni Guðmundssyni, bifreiða- stjóra f. 5.8. 1914, d. 15.12. 2002. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 17.6. 1877, d. 2.4. 1959 og Guðrún Magnúsdóttir, f. 14.9. 1880, d. 11.6. 1956. Börn Huldu og Stefáns eru: 1) Hrafnhildur, f. 2.7. 1937, maki Birgir Björnsson, börn þeirra eru Stefán, Júlía Birna, Herdís, Inga Margrét og Hulda. 2) Álfhildur, f. 18.5. 1941, maki Marteinn Brynjólfur Haralds- son, börn þeirra eru Ólafur Helgi, Haraldur, Rúnar og Steinunn Hulda. 3) Stefán Páll, f. 16.6. 1944, maki Ingibjörg Oddsdóttir, börn þeirra eru Gunn- fríður, Hulda, Linda Björk, og Hannes Örn. 4) Guðrún, f. 25.11. 1949, maki Theodór Júlíusson, börn þeirra eru Hrafnhildur, Ásta Júlía, Sara og Vigdís. 5) Hilmar Jón, f. 15.8. 1956, maki Sigríður A. Þórarinsdóttir, dóttir þeirra er Hulda Sigríður, Hilmars börn eru Trausti Veigar, Rut og Birna Hlín, börn Sigríðar eru Þórarinn Ágúst og Sólveig. Afkomendur Huldu og Stefáns eru nú 81. Þegar Hulda var fjög- urra ára fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar og bjó Hulda þar fram til hinsta dags. Hún var í sveit á Hofsósi á sumrin fram á unglingsár en stundaði svo ýmsa vinnu á Siglu- firði s.s. síldarsöltun. Lengst af vann Hulda á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar og sinnti störfum sínum þar sem og annars staðar af trú- mennsku og dugnaði. Auk þess að sjá um stórt heimili tók Hulda þátt í félagsstarfi. Hún söng í kirkjukórn- um og var meðlimur í slysavarna- félaginu og kvenfélaginu. Útför Huldu verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Mín kæra tengdamóðir er látin á 93ja aldursári. Styrkur, umhyggja og hjartahlýja prýddu þessa góðu konu fyrir utan allan fróðleikinn sem hún gat miðlað alla tíð. Ég kom fyrst inn á heimili hennar og Stefáns þegar við Guðrún, dóttir þeirra, urðum kærustupar 16-17 ára gömul. Strax fann ég mig velkominn hjá fjölskyldunni á Hvanneyrar- brautinni, en hún passaði vel upp á sína dóttur því það kom fyrir að ég læddist með Guðrúnu inn á ókristi- legum tíma um helgar og foreldrarn- ir komnir í háttinn. Ég var yfirleitt ekki búinn að vera lengi í herbergi kærustunnar þegar heyrðist kallað úr hjónaherberginu: „Guðrún, er hann ekki að fara?“ Eftir að við trú- lofuðum okkur heyrðist aldrei neitt úr hjónaherberginu og ég orðinn eins og heimalningur hjá þessari góðu fjölskyldu. Eftir að við Guðrún giftum okkur 19 ára gömul og fórum að búa og eignast börn og síðan barnabörn hef- ur hún hvatt okkur, börnin og barna- börnin óspart og fylgst af áhuga með því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur jafnt í leik, skóla og starfi og gefið okkur mikinn styrk og stuðn- ing. Elsku Hulda, hafðu innilegar þakkir fyrir þinn kærleik og góð- mennsku. Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar allra og við vitum að sál þín mun lifa að eilífu. Sálina engin binda bönd, guð henni vængi létta léði að lyfta sér á í hryggð og gleði, dýrðlega bjó þá drottins hönd. Þeir vængir engan þekkja lúa. Það er sálunni hvíld að fljúga innan um þennan undra geim, endurminninga og vona heim. Hún getur flogið öld frá öld herrans að skoða handaverkin, himnesk vísdóms og gæsku merkin, hennar ævi á ekkert kvöld. Henni er unun og endurnæring eilíf starfsemi, sífelld hræring. Ó guð! hvað er þá öndin mín? Eilífðar stjarna, dóttir þín. (Páll Ólafsson.) Minning þín er ljós og birta í lífi okkar. Theodór Júlíusson. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma vel. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og spjalla um daginn og veginn og hlusta á þig segja sögur frá því þú varst ung. Þú hafðir gaman af því að heyra sögur af stelpunum mínum og ef þær komu ekki með mér í heimsókn til þín þá spurðir þú alltaf um þær og það þótti mér mjög vænt um. Stelpunum þótti líka gaman að heimsækja þig og fá að kíkja í nammibaukinn þinn, þar var alltaf nóg úrval. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki kíkt í heimsókn til þín um helgar eins og ég gerði svo oft. Þú varst líka svo þakklát fyrir heimsóknirnar og þakkaðir mér allt- af svo vel fyrir að koma til þín. Nú trúi ég varla að ég geti ekki heimsótt þig aftur. Elsku amma, ég mun sakna þín. Sigurlaug Ragna. Elsku amma með örfáum orðum langar okkur systurnar að kveðja þig og þakka fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur. Það voru forréttindi að eiga þig sem ömmu. Það var alltaf gott að leita til þín, þú gafst okkur tíma og hafðir oftast svar á reiðum höndum, ef ekki svar þá allavega konfektmola. Þó samverustundum fækkaði þá var alltaf gaman að heimsækja þig því þó að líkaminn væri orðinn lúinn þá var hugurinn skarpur. Elsku amma, þú varst víðsýn og hjartahlý, stundum pínu ströng og alveg ótrúlega nösk á að sjá í gegn- um öll þau trix sem við reyndum á unglingsárum, það var gersamlega ómögulegt að plata þig og væntan- lega fylgist þú enn betur með okkur að ofan. Þær eru óteljandi góðu minning- arnar tengdar ykkur afa og þegar við hugsum til ykkar þá líður manni allt- af vel. Ellý Vilhjálms, Haukur Mor- tens, ótrúlega margar bækur, út- saumaðir púðar, bingókvöld, krúttlegasta jólatré í heimi, besti jólaísinn, grýludúkkan, ruggustóll- inn, kíkirinn í eldhúsglugganum, plastávextir í körfu, svarti þungi veggsíminn, strauvélin, nammikjall- arinn, fölsku tennurnar í glasinu… Líklega er Mogginn ekki gefinn út í efra svo við munum hvísla ástar- kveðju og þökkum út í vindinn og vona að það berist þér Hrafnhildur, Ásta Júlía, Sara og Vigdís. Elsku amma Hulda, nú hefur þú kvatt og lagt í hina hinstu för til fundar við hann afa Stebba og fleiri góða sem farnir eru. Eins og þú sagðir sjálf: hvað ætli sé gaman að verða svona hundgamall þegar manns bestu og skemmtilegustu vin- ir eru löngu farnir. Ég kynntist Huldu fyrir rúmum tveimur áratugum. Frá fyrstu stundu duldist mér ekki að þar fór afar vel gerð kona sem hafði margt til brunns að bera. Hún hafði góða kímnigáfu, var víðlesin, með ein- dæmum minnug, já og alveg stór- skemmtileg kona. Hulda var komin vel á tíunda ára- tuginn, samt varð hún aldrei gömul. Það er frekar að manni dytti í hug roskin heldri dama. Hún var hávaxin og tignarleg. Jafnvel undir það síð- asta, þegar hún var mestmegnis rúmliggjandi, þá læddist alltaf að mér sama hugsunin: Þessi kona er drottning. Fyrir hönd okkar fjölskyldunnar á Suðurgötu 36 vil ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og kærleikann. Megi góður guð vaka yfir þér. Sólfagra mey! Nú seilist yfir tinda úr svölum austurstraumum roði skær. Nú líður yfir láð úr höllu vinda léttur og hreinn og þýður morgunblær. Svo var mér, Hulda, návist þín á nóttu sem nú er ljósið jörð á votri óttu. Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum falin sértu, ég alla daga minnist þín. Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn, dunandi fossinn kallar þig til sín. Hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða, bústaður þinn er svölum drifinn úða. Vertu nú sæl! Því sólin hálsa gyllir og sjónir mínar hugarmyndin flýr. Ó, Hulda kær, er fjöll og dali fyllir fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar sá, er þig aldrei leit um stundir allar. (Jónas Hallgrímsson.) Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir. Hulda Stefánsdóttir Nú ertu farin frá okkur, elsku amma, og samverustundirnar verða ekki fleiri í þessu lífi. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og þann kærleik og hlýju sem að þú gafst mér. Ég kveð þig með þessum orð- um: Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín. Sú stjarna leiðir huga minn til þín. (SH) Elsku amma Hulda, við sjáumst síðar. Þín Vigdís. HINSTA KVEÐJA Helga Jónína Gunnþórs- dóttir ✝ Helga JónínaGunnþórsdóttir fæddist á Stóra- Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá 13. júní 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi, 17. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 30. jan- úar. Meira: mbl.is/minningar Friðrik Stefánsson ✝ Friðrik Stef-ánsson fæddist á Fáskrúðsfirði 16. nóv- ember 1924. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut hinn 5. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Garða- kirkju 12. desember. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Okkur í Mýnesi langar að skrifa nokkrar línur um hana Þóru sem fór of snöggt frá okkur. Við kynntumst henni Þóru fyrir nokkrum áratugum og vorum í mikl- um tengslum alla tíð og börnin okkar voru mikið búin að koma til hennar og bræðra hennar í sumarbústaðinn sem er rétt neðan við bæinn okkar. Þóra var sérstök, en ákaflega tryggur vinur, hún bar ekki skoðanir sínar á torg en hafði engu að síður miklu að miðla. Hún fylgdist vel með öllu og ekki síst þeim sem áttu um sárt að binda, við fengum góðan skerf af því þegar við urðum fyrir miklu áfalli. Hún talaði mikið við okkur í síma, það var svo gott að heyra í Þóru ef manni leið eitthvað illa, án þess að maður væri nokkuð að segja henni frá því. Það var þessi notalegi tónn sem hún bjó yfir. Við fjölskyldan, Elli, Sigrún og barnabörnin okkar, eigum eftir að sakna Þóru mikið, við sendum Guðna bróður hennar innilegar samúðar- kveðjur og eins Stefáni Jóhannssyni og fjölskyldu. Hvíl í friði Þóra. Guðjón Einarsson og Erla Þ. Sigurðardóttir. Þóra Kristjóns- dóttir ✝ Þóra Kristjónsdóttir fæddist áDjúpavogi 2. júlí 1930. Hún lést laugardaginn 6. desember síðastlið- inn og var kvödd í Seyðisfjarð- arkirkju 15. desember. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.