Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 41

Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 41
Velvakandi 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ SEGIR ÞÚ UM AÐ FARA Í GÖNGUTÚR? ÞÚ VEIST AÐ ÉG ÞOLI EKKI ÞETTA AUGNARÁÐ ÞÚ VEIST AÐ ÉG ÞOLI EKKI AÐ FARA Í GÖNGUTÚR ÚFF! ÞETTA ER ÓTRÚLEGA ERFITT... EF ÉG VÆRI LAX ÞÁ ÞÆTTI MÉR NÓGU ERFITT AÐ SYNDA MEÐ STRAUMNUM! ÉG ER SJÓNVARPSSTJARNAN, KALVIN! MIG LANGAR AÐ SEGJA YKKUR FRÁ „SYKUR- HÚÐUÐUM SYKURSPRENGJUM“! ÉG ELSKA ÞÆR! ÞÆR ERU STÖKKAR AÐ UTAN OG MJÚKAR AÐ INNAN! Í ÞEIM ER EKKI EITT EINASTA VÍTAMÍN! EKKERT TIL AÐ ÞVÆLAST FYRIR SYKURSÆTU BRAGÐINU! JÁ, KRAKKAR! ÞÆR ERU SVO ÆÐISLEGAR AÐ ÞIÐ EIGIÐ EKKI EFTIR AÐ GETA SITIÐ KYRR! MUNIÐ AÐ ÉG FÆ BORGAÐ FYRIR AÐ SEGJA ÞETTA ALLT SAMAN... ÞVÍ ÉG ER FRÆGUR! HVAÐ FINNST ÞÉR? LANGAR ÞIG AÐ HERMA EFTIR MÉR OG BORÐA VÖRUNA SEM ÉG VAR AÐ KYNNA? EF EKKI ÞÁ ENDURTEK ÉG ÞETTA Á TÍU MÍNÚTNA FRESTI EKKI VOGA ÞÉR AÐ HÓTA MÉR HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ BÚA Í HOLLANDI? ÞAÐ ER ANSI FÍNT... EN MAÐUR VERÐUR AÐ FÆRA ÝMSAR FÓRNIR... TIL DÆMIS ER MJÖG ERFITT AÐ RÆKTA GRÆNMETI HÉRNA ÞETTA ER SVO SORGLEGT... HÚN VAR FYRSTA TRÉÐ SEM ÉG MERKTI MÉR NÚMER 3 ER SIGURVEGARI! 3 ÞAÐ ÞURFTI NOKKRARTILRAUNIR EN ÞÉR TÓKST ÞETTA Á ENDANUM! ERTU BÚIN MEÐ PENINGINN? VARSTU EKKI MEÐ FIMMÞÚSUNDKALL? VIÐ ERUM ÖRUGG... EN HVAR ER SHOCKER? HANN ER HÉRNA HANDAN VIÐ HORNIÐ! VIÐ ÆTTUM AÐ FARA OG NÁ MYNDUM AF HONUM ANSI GÓÐ HUGMYND ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA! VERTU EKKI SVO VISS SVANURINN sýnist dreyminn á svip þar sem hann líður áfram á vatninu í þeim eindæma vetrarstillum sem ríkt hafa á landinu að undanförnu. Morgunblaðið/Ómar Vetrarstillur Gott smyrsl við slitgigt ÉG veit að margir þjást mikið af slitliðagigt í fingrum og víðar, og því vil ég segja frá því hvað ég hef fengið góða hjálp hjá konu sem stundar grasalækn- ingar. Hún heitir Ást- hildur Einarsdóttir og býr í Garðabæ og er lærður fegrunarfræð- ingur. Ekki spillir það að hún er dóttir Ástu Erlingsdóttur grasa- læknis, sem flestir kannast við og hefur sú vísindagrein gengið í ættina mann fram af manni frá Grasa-Þórunni sem var landsfræg í þeirri grein, einkum á Austurlandi, en hún var langamma Ásthildar. Ég hef í mörg ár liðið af slitliðagigt í fingrum og hafa þeir smátt og smátt verið að bogna. Ég hef stundum fengið sprautur inn á liðina hjá lækni og lagast um tíma en jafnan sótt í sam- an farið aftur. Ég leitaði til Ásthildar og fékk hjá henni smyrsl, sem ég nudda hendurnar vel uppúr kvölds og morgna og hefur mér batnað al- veg ótrúlega, ég hef ekki lengur verki. Einnig fékk ég smyrsl við þurrkblettum á húð sem eru svolítið pirrandi, en ég finn ekki fyrir því lengur, þótt þeir hverfi ekki alveg ennþá. Ég fékk líka grasamixtúru, sem virkar mjög vel gagnvart melt- ingu og magaónotum. Fyrir nokkr- um árum leitaði maðurinn minn, sem nú er látinn, til Ásthildar, hann hafði þá gengið undir liðskipta aðgerð á mjöðm, en var svo óheppinn að fá fó- tasár á hælinn. Þetta sár greri ekki, þrátt fyrir sex vikna dvöl á heilsu- stofnun og síðan kom hjúkrunarkona daglega heim til okkar í fleiri mánuði en ekki greri sárið. Þá leituðum við til Ásthildar, fengum smyrsl, sem ég bar á 4 sinnum á dag og þremur vik- um síðar var sárið gróið og kom aldr- ei aftur. Ég veit einnig um brunasár sem hafa gróið svo vel að kraftaverki líkist. Mig langar bara að fólk fái að vita af þessari hjálp. Gangi ykkur vel og takk fyrir birtinguna. Ragna S. Gunnarsdóttir. Breytum lögunum Tíu þingmenn Samfylkingarinnar vilja breyta kosningalögunum til að meirhluti kjósenda geti knúið fram kosningar. þetta lýðræði hefur verið virkt í Hafnarfirði og að minnsta kosti einu sinni notað í bænum. Og af hverju ekki? Hvað mælir gegn þessu í landi sem alla tíð hefur viljað merkja sig við lýðræð- ishugsun. Háttvirt Al- þingi bara drífi sig í og breyti þessum lögum til að emnn geti farið af stað og safnað nægi- lega mörgum undir- skriftum. þá kemur líka í ljós hvað þjóðn vill í þesum efnum. Sjálfur hef ég engan áhuga á kosningum nú og vill gefa þessu meiri tíma í því ljósi að tím- inn vinnur með okkur og ríkisstjórnin er á réttri leið miðað við kringumstæður og ein- kennielgar aðstæður sem hún starfar í. Eithvað verður að gera sem slær á ólguna og betra er að efna til kos- nigna ef merihluti kjósenda óskar eftir þeim en að hleypa öllu í bál og brand með afleiðingum sem engin hér vill horfa upp á en gæti vel gerst haldi áfram sem horfi. Að hugsa svona er engin eftirgjöf heldur skynsamleg hugsun sem menn þurfa stundum að taka fram yfir annað, jafn brýnt og verk rík- istjórnarinar eru við núverandi að- stæður. Betra er nenfnilega að breyta lögunum að þessu leiti og leyfa fólkinu að fara í þá vinnu sem er því samfara að safna nægjanlega mörgum undirskriftum á sína lista og vera fljótur að heldur en að láta hrópin af götunum knýja fram eitthva sem svo kannski meirihluti þjóðarinnar vill ekki. Vinna sú arna mundi einfaldlega skera úr um vilja þjóðarinnar að þessu leiti. Það skildi vera að ekki næðist meirihluti. Íslendingar hafa ekki áður lent í viðlíka aðstæðum. Jafn flókið og illt viðureignar sem það er. Skoðum tillögu Samfylkingarfólks í fullri alvöru. Gerum eitthvað sem höfðar beint til fólksins. Kosningar nú eru engin heimsendir þótt að- stæður séu erfiðar í samfélaginu. Guð blessi háttvirta ríkisstjórn og allan almenning í landinu. „Þá sagði Jesús aftur við þá: Frið- ur sé með yður. Eins og faðirinn hef- ur sent mig, eins sendi ég yður.“ (Jóh 20:21) Konráð Rúnar Friðfinnsson. Óskar eftir bók Ef einhver á bókina Um sumarkvöld eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og vill losna við hana vinsamlega hafið sam- band við Helgu í s. 487 8262 eftir kl. 17.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Stangarhyl 4 kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergi | Menningar og listahátíð eldri borgara í Breiðholti verð- ur dagana 11.-15. feb. M.a. íþróttadagur, kynslóðir saman, og hátíðardagskrá í Ráðhúsinu laugard. 14. sept kl. 14.30-17. Í Menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði er málverkasýning Erlu Ásmundsóttir. Uppl. í síma 575-7720 og breidholt.is Hraunbær 105 | Þorrablót verður haldið í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ föstudag- inn 13. febrúar, húsið opnar kl 18. Ólafur B. Ólafsson leikur fyrir söng og dansi. Verð 3.600 kr., skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730 fyrir mánudaginn 9. febrúar. Hraunsel | Sparidagar á Hótel Örk verða 8.-13. mars. Skráning og nánari upplýs- ingar í síma 555-0142. Opið hús fimmtu- dag 12. febrúar, Vesturheimar ferðaskrif- stofa verður með kynningu, Jónas Þór kynnir. Sjáið vef félagsins: www.febh.is Íþróttafélagið Glóð | Ringó verður í Snælandsskóla við Víðigrund kl. 9.30- 10.30. Uppl. í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.