Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 43

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 43
TÆPUM mánuði eftir 100. afmæl- isdag Oliviers Messiaens (1908-92) hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á ártíð franska módernistans með pompi og prakt á fimmtudag fyrir þéttskipuðum áheyrendasætum. Fyrst með nýjum íslenzkum flautu- konsert tileinkuðum minningu Messiaens, en eftir hlé með Tur- angalila-sinfóníu hans. Flutter („Blakt“ eða „Flökt“) nefndist um 18 mín. langur flautu- konsert tónskáldsins og flautuleik- arans Þuríðar Jónsdóttur, er Rík- isútvarpið pantaði af þessu tilefni og tengdist franska framherjanum með ýmsu móti. Skiptust á kyrrlátir og ágengir fletir með samspili hljómsveitar og náttúruhljóða úr skordýraheimi krybbna og engi- sprettna þar sem einleiksflautan einskorðaðist að mestu við effekta. M.ö.o. frekar „hljóðverk“ en tón- verk í hefðbundnum skilningi. Þrátt fyrir nokkra hljómrænt litskrúðuga staði stóð heldur fátt eftir í mínum eyrum, enda bar efnismeðferðin keim af grúa álíka framsækinna verka síðustu þriggja til fjögurra áratuga er reyna að mynda fram- vindu úr litbrigðum og áferð. Að sama skapi gáfust fá tilefni til virtú- ósra spretta hjá ítalska einleik- aranum, er helzt vakti athygli fyrir líflega líkamstjáningu. Verkinu var þó allvel tekið, og kváðu m.a.s. við bravó og blístur úr aftari sætaröð- um. Tíþætt hljómkviða Messiaens hljómaði nú í annað sinn á okkar fjörum eftir Íslandsfrumflutning Sinfóníuhljómsveitar æskunnar 1991 undir Paul Zukofsky. „Stærstu tónleikar starfsársins“ sagði heima- síða SÍ og mátti til sanns vegar færa, hvort heldur í breidd (hátt í 100 hljóðfæraleikara) og í lengd (heilar 85 mín.) Líkt og meirihluti hlustenda kom ég ferskur að hljóm- sveitarverkinu og bjóst hálfpartinn við hinu versta – meðvitaður um að nærri átrúnaðarkennd ídóladýrkun innvígðra hefur staðið um höfund- inn á síðari áratugum er jafnast á við klettharða kaþólska sannfær- ingu hans. Samt kvað sinfónían með að- gengilegustu afurðum organistans í Þrenningarkirkju Parísar. Það stóð einnig heima í mínu tilviki, því sannast sagna kom reynslan að mestu þægilega á óvart. Þó að stak- ir þættir breiddu óþarflega mikið úr sér, var orkestrunin víðast hvar ótrúlega frumleg. Glaðvær kraftur og dulmagn tónmálsins voru næsta áþreifanleg, og oft púlsmótuð hrynj- andin iðulega eldseiðandi með að- stoð 10 manna slagverksdeildar og ríflegu pjátri. Útlistun heimasíðu SÍ um fugla- kvak (er heyrðist m.a. í hæggengum kanaríutrillum píanósins), munka- söng, indverska rytma og kaþólska guðfræði kom öll skilmerkilega fram. En þó fæstir tækju sjálfsagt eftir því á sínum tíma, mátti einnig hafa lúmskt gaman af tímahylkjum í bíó- og Broadwaystíl Vesturheims 1950, er gátu á köflum minnt á Gershwin í ofurbreiðtjaldsútfærslu. Það var enginn hægðarleikur að halda utan um þetta jörmunkraðak. En Rumon Gamba hafði greinilega þrek og yfirsýn til að láta dæmið ganga upp, og í innlifuðum flutningi SÍ, snaggaralegum sólósprettum Osbornes og skondum glissum og tístum úr fornrafhljóðfæri Marte- nots hlutu áheyrendur frásagn- arverða upplifun umfram hinar venjulegri. Tímahylkjaupplifun Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbbn Þuríður Jónsdóttir: Flutter. Messiaen: Turangalila-sinfónía. Mario Caroli flauta, Steven Osborne píanó, Cynthia Millar ondes Martenot. Sinfóníu- hljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 5. febrúar kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Kristinn Hljómsveitarstjórinn „Það var enginn hægðarleikur að halda utan um þetta jörmunkraðak. En Rumon Gamba hafði greinilega þrek og yfirsýn til að láta dæmið ganga upp,“ segir Ríkarður Örn Pálsson. Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 5 F E B Aðeins sex sýningar: 05/02 08/02 15/02 22/02 01/03 08/03 Sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðasala í síma 568 8000 og á www.id.is. Nýtt verk eftir Katrínu Hall, Peter Anderson og Cameron Corbett. Tónlist eftir Sigtrygg Baldursson, Pétur Ben og Frank Hall. Leikmynd eftir Aðalstein Stefánsson. Traustur bakhjarl Íslenska dansflokksins F ít o n / S ÍA 50% afsláttur fyrir nemendur og 25 ára og yngri Nú bjóðum við allra síðustu sætin í tveggja vikna ferð til Kanarí um páskana. Bjóðum frábært sértilboð á Parquesol sem er góð og frábærlega staðsett smáhýsagisting og fleiri gististöðum. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað um páskana á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 11. - 15. apríl frá kr. 139.990 Allra síðustu sætin í páskaferð! Verð kr. 199.990 Vikuferð með hálfu fæði**** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði á Eugenia Victoria í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Verð kr. 169.990 2 vikur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Turbo Club Apartments með allt innifalið í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Verð m.v. 2 fullorðna kr. 189.990. Verð kr. 139.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Dorotea í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frábær páskasértilboð Turbo Club, Dorotea íbúðir, og Hotel Eugenia Victoria SVARTFUGL EFTIR GUNNAR GUNNARSSON í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 8. FEBRÚAR KL. 16. í leikgerð Jóns Hjartarsonar leikara, sem annast leiklestur ásamt Valgerði Dan og Þorsteini Gunnarssyni. Orgelspuni: Hörður Áskelsson. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur flytur stutt erindi um Svartfugl og höfundinn. Að leiklestri loknum verður boðið upp á umræður um verkið og kaffiveitingar Aðgangseyrir kr. 1.500. LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 27. starfsár listvinafelag.is ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.