Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Tveir sálfræðingar starfa hjáFangelsismálastofnun. Þeirra starf er m.a. að sjá um meðferð í fangelsum landsins. Á undanförnum árum hefur aðeins verið um ein- staklingsmeðferð að ræða en það er tekið að breytast, m.a. vegna þess að tveir sálfræðingar komast ekki yfir viðtöl við alla fanga. Að undanförnu hafa því verið til- raunir með hópmeðferðir. Meðferð í reiðistjórnun hefur verið haldið þrisvar sinnum og eru árangurspróf í gangi. Fyrstu vísbendingar benda til að meðferðirnar skili góðum ár- angri. Þegar líða tekur á árið verður einnig ráðist í hópmeðferð vegna vímuefnanotkunar og vegna ADHD. Einstaklingsmeðferðir eru enn notaðar, en miða nú helst að erf- iðustu viðfangsefnunum, s.s. við kynferðisafbrotamenn, ofbeld- ismenn og þá sem haldnir eru sjálfs- vígshugsunum. Hlutfallslega eru fjörutíu prósent-um færri fangar á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, að því er Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, greindi frá á málþingi sem hald- ið var fyrir helgi í Háskólanum í Reykjavík. Erlendur skýrði það m.a. með því að meira sé um samfélags- þjónustu hér á landi, einnig að refs- ingar séu hugsanlega styttri og reynslulausn veitt fyrr. Í erindi hans kom einnig fram að árið 2007 sátu 32% fanga í fang- elsum Íslands inni vegna fíkniefna- brota, 22% vegna auðgunarbrota, 16% vegna ofbeldisbrota og 15% vegna kynferðisbrota. Helgi Gunnlaugsson hélt einnig erindi og þar kom fram að sautján prósent fanga árið 2006 afplánuðu lengur en eitt ár, og þriðjungur fanga meira en sex mánuði. Þá hafði tæplega helmingur fanganna verið áður í fangelsi. ATVINNUMÁLIN á Litla-Hrauni eruí miklum ólestri um þessar mundir. Alþekkt er ástandið á bíla- markaði en með hruni á honum stöðvaðist því sem næst framleiðsla á númeraplötum. „Við höfum verið að framleiða vörubretti og gerum okkur vonir um að geta haldið því áfram,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins. Framleiðslan hefur hins vegar verið stopp í nokkurn tíma. Allra leiða er leitað til að skapa atvinnu fyrir fangana, enda er hún stór þáttur í endurhæfing- arstarfi stofnunarinnar. Einnig eru framleidd borð og bekkir sem sett eru upp á útivist- arstöðum, og leiktæki til að hafa við leikskóla eða grunnskóla. Sendar hafa verið út upplýsingar um fram- leiðsluna til fjölmargra fyrirtækja og stofnana. Fátt er hins vegar um svör um þessar mundir. Aðbúnaður Á SAMA tíma og atvinna á Litla- Hrauni er í sögulegu lágmarki hafa fangarnir fundið sér annað við að vera. Þeir hafa í auknum mæli skráð sig í nám og aldrei hafa fleiri lokið einhverjum prófum en á síðustu önn. Á vorönninni var svo annað met bætt því í fyrsta skipti voru innritanir yfir fjörutíu talsins. Er það sérstakur árangur, því í gegn- um árin hafa oftast nær fleiri skráð sig til náms á haustönn. Fækkun starfa á Litla-Hrauni á minni þátt í fjölgun nema en ætla mætti, að mati Margrétar Frí- mannsdóttur, forstöðumanns fang- elsisins. „Stærri áhrifavaldur er náms- og starfsráðgjafi sem hóf störf hjá okkur á síðasta ári. Hún hefur skilað gríðarlega góðum ár- angri. Strákarnir leita mikið til hennar, þeir fá greiningu og áhuga- svið þeirra skoðað.“ Margrét segir fanganna frekar sníða sér stakk eftir vexti þegar kemur að náminu, horfa á eigin getu í stað þess að ofmeta hana. Þetta verður jafnframt til þess að fleiri ljúka prófum. Nýtt skólahús Árið 1990 var tekið í notkun nýtt skólahús við Litla-Hraun. Í kjölfarið varð vöxtur í skólanum og um og yf- ir tuttugu fangar skráðu sig á hverja önn. Rétt um helmingur inn- ritaðra lauk þá einhverjum prófum. Það sem af er þessum áratug hafa á bilinu 22-28 fangar innritað sig í námið. Teknir eru inn nemendur fyrstu þrjár-fjórar vikurnar á hverri önn, enda tekur refsikerfið ekki mið af lengd námsanna. Á síðustu önn var farið af stað með grunndeild rafiðna og lagt fé í það. Einnig var starfshlutfall náms- og starfsráðgjafans aukið úr 50% í 100%. Í kjölfar niðurskurðar í menntakerfinu varð bæði að minnka starfshlutfallið að nýju og hætta með rafiðnadeildina. Þykir það afar dapurlegt innan fangelsisins þegar fjármagnið vant- ar til að mæta aukinni eftirspurn í námi, og vonast er til að fjárveit- ingar verði auknar næsta haust. Aldrei hafa fleiri sótt í nám á Litla-Hrauni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skólastofan Fjölbreytt nám er í boði á Litla-Hrauni og fangar þurfa að sitja yfir heimavinnunni. Eftir Andra Karl andri@mbl.is F ANGELSI landsins eru þéttsetin. Áform um framkvæmdir, s.s. við- byggingar eða bygging nýs fangelsis, voru lögð á hilluna – líkt og flestar opinberar framkvæmdir á þessum viðsjárverðu tímum – og einstaklingum á boð- unarlista Fangelsismálastofnunnar, sem í daglegu tali er nefndur bið- listinn, hefur fjölgað gífurlega á und- anförnum árum. Ástandið á biðlistanum er keimlíkt því sem var árið 1995 þegar upp und- ir tvö hundruð manns biðu afplán- unar. Fangelsismálayfirvöldum tókst að grynnka verulega á listanum með því að taka upp úrræði samfélags- þjónustu, auk þess sem tekin var í notkun viðbygging við Litla-Hraun. Fyrst um sinn gátu þeir sem fengu þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi sótt um að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu en hámark- ið var síðar hækkað í sex mánuði. Ýmsar hugmyndir uppi Í dag eru 187 einstaklingar sem bíða afplánunar. Um áramót voru þeir 163. Páll Winkel, fangels- ismálastjóri, segir ýmsar hugmyndir uppi um hvernig megi fækka á listan- um, s.s að hækka hámarkið enn frek- ar í samfélagsþjónustunni og leyfa þeim sem brjóta skilyrði þjónust- unnar að afplána eftirstöðvarnar á áfangaheimili Verndar. Ekki neyðarástand ennþá Páll tekur skýrt fram að ekki sé um neyðarástand að ræða. Mjög margir þeirra sem eru á listanum geti sótt um samfélagsþjónustu. Einnig er viss hópur á listanum sem sótt hefur um frest til að ganga frá lausum end- um varðandi atvinnu- eða fjöl- skyldumál. Slíkar beiðnir eru metnar sérstaklega. Erfitt er að segja til um hversu lengi menn þurfa að vera á boðunarlistanum. Ekki á þó að taka lengri tíma en þrjá til fjóra mánuði frá því að dómur er kveðinn upp þar til að viðkomandi er boðaður til af- plánunar. Viss forgangsröðun fer einnig fram þannig að hættulegir menn ganga ekki lausir þó svo að listinn lengist. Alir þeir sem úrskurðaðir eru í gæsluvarðhald þar til dómur fellur fara beint til afplánunar. Og ef menn eru metnir hættulegir þá eru þeir einnig settir inn strax. Fangelsismálastjóri dregur þó ekki úr og segir þróunina vissulega slæma. „Það er alveg ljóst að fleiri úr- ræði þarf til og fleiri fangapláss á næstu árum. Ef sama þróun heldur áfram í mörg ár þá verður þetta mjög slæmt.“ Biðin er viðbótarrefsing Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hef- ur lengi fylgst með fangelsismálum. Fyrir nokkrum árum tók hann viðtöl við fanga vegna rannsóknar sem hann var að gera. Þá var meðal ann- ars komið inn á biðina eftir afplánun, sem líkt er við viðbótarrefsingu. „Það er vegna þess að menn vita raunar ekki hvenær þeir byrja að afplána. Þeir eru í vissu tómarúmi og allt er í biðstöðu varðandi fjölskylduna og at- vinnu. Þessi bið grefur undan tilveru einstaklingsins en einnig samfélag- inu. Menn eru ekki tengdir neinum föstum böndum og getur það leitt til þess að menn leiðist út í neyslu eða brotastarfsemi.“ Ökklabönd leysi hluta vandans Boðunarlistinn hefur lengst að undanförnu, helst vegna þyngingar refsidóma á undanförnum árum. Árið 2003 var þannig fjöldi óskilorðsbund- inna refsinga sem bárust til fullnustu 368 og heildarrefsitími 215 ár og fimm mánuðir. Árið 2007 voru refs- ingarnar hins vegar 402 og refsitím- inn 300 ár og einn mánuður. Ekki fengust tölur fyrir síðasta ár. Meðan ekkert fjármagn fæst til framkvæmda verður fangaklefum ekki fjölgað. Því verður að leita ann- arra úrræða. Meðal úrræða sem vafa- laust eiga eftir að nýtast eru rafræn ökklabönd. Sú lausn hefur gefist vel bæði á Norðurlöndunum og í Banda- ríkjunum. Málið er nokkuð vel á veg komið og Páll var sjálfur tilraunadýr og gekk með ökklaband til að skoða virkni þess. Fangelsismálayfirvöld skiluðu í kjölfarið tillögum sínum til dóms- málaráðherra og er málið í vinnslu í ráðuneytinu, en m.a. þarf að gera breytingu á lögum um fullnustu refs- inga. Vonast er til að hægt verði að taka þau í gagnið sem fyrst. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fleiri bíða eftir fangavist  Ástandið á boðunarlista Fangelsismálastofnunar keimlíkt því sem var árið 1995  Ýmis úrræði til skoðunar, s.s. rafræn ökklabönd og útvíkkun samfélagsþjónustunnar Uppteknir Þeir sem þurfa að bíða eftir afplánun lýsa því sem viðbótarrefsingu.                                                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.