Morgunblaðið - 15.02.2009, Page 8

Morgunblaðið - 15.02.2009, Page 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Talið er að í reglu Píusarbræðraséu á milli 100 og 200 þúsund manns eða um 0,2% katólikka í heiminum. Regluna stofnaði Marcel Lefebvre, franskur biskup, sem lést 1991 og aðhyllt- ist viðhorf, sem voru við lýði þegar páfi réð enn yfir her og kristnir menn sökuðu gyðinga um dauða Krists. Reglan hafnar niðurstöðum annars Vatík- anþingsins, sem haldið var í upphafi sjöunda áratugar 20. aldar og mark- aði tímamót fyrir það að þar var fall- ist á aðskilnað ríkis og kirkju, trú- frelsi og gyðingaandúð var hafnað. Fyrir þennan söfnuð er páfi tilbú- inn að fórna virðingu katólsku kirkj- unnar. Benedikt XVI. sagði 4. febr- úar að hann þjónaði „einingu“ kirkjunnar og ákvörðun sín hefði markast af „föðurlegri umhyggju“. Gagnrýnendur páfans benda hins vegar á að umhyggja hans gagnvart frjálslyndum öflum innan kirkjunnar sé mun takmarkaðri en gagnvart öflum íhaldsseminnar. Á fyrstu öld skrifaði Páll postuliÞessalónikumönnum að gyð- ingar hefðu drepið Jesú og fyrir vik- ið nytu þeir ekki náðar Guðs og væru fjendur allra manna. Á þrettándu öld skrifaði Tómas frá Aquinas að gyðingar, sem neit- uðu að taka upp kristna trú, væru jafn sekir og þeir samtímamenn Jesú, sem báru ábyrgð á dauða hans. Í aldanna rás kom iðulega til ofsókna á hendur gyðingum í Evr- ópu, meðal annars í kringum kross- ferðirnar. Mest var hættan fyrir gyð- inga á föstudaginn langa. Í lok 15. aldar var svo komið vegna morða og ofsókna að fáir gyðingar voru eftir í Vestur- og Suður-Evrópu. Því hefur verið haldið fram að án ofsókna kirkjunnar öld eftir öld hefði gyð- ingahatur nasismans ekki verið mögulegt. Píus páfi XII. bjargaði fjölda gyð- inga á laun, en katólska kirkjan brást engu að síður með þögn sinni um helförina. Píus er tákngervingur þeirrar þagnar í minnisvarðanum um helförina í Yad Vaschem í Jerú- salem. Kristnir og gyðingar Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is B enedikt páfi XVI. er maður orðsins og ritn- ingarinnar. Í hans huga er heimurinn subbuleg- ur, fullur af óeiningu og losi. Fyrir Benedikt vakir að vernda eininguna innan kirkjunnar, en í við- leitni sinni til þess hefur hann leyst úr læðingi krafta, sem erfitt gæti reynst að hemja. Ákvörðun páfans 21. janúar um að taka aftur inn í kirkjuna fjóra biskupa úr bræðralagi Píusar páfa X. (Frat- ernitas Sacerdotalis Sancti Pii X.) sem voru bannfærðir árið 1988 vakti bæði furðu og reiði. Meginástæðan fyrir fárinu var hins vegar sú að einn þeirra, Richard Williamson, var alræmdur fyrir að neita því að helför gyðinga hefði átt sér stað. Í viðtali, sem sænska sjón- varpið tók við hann á ferð um Þýska- land og birtist um það leyti sem bann- færingin var tekin til baka, sagði Williamson: „Ekki einn einasti gyð- ingur lést í gasklefa.“ Æðstu menn í Páfagarði reyndu að bera því við að þeir hefðu ekki vitað af þessum skoðunum Williamsons. Ein- föld leit á netinu hefði hins vegar dug- að til að bæta úr þeirri fáfræði. Þessi gjörn- ingur páfans kveikti samstundis spurningar um það hvort kat- ólska kirkjan hefði í raun aldrei kom- ist undan okkar herra, talaði fyrst við: varðveiti hann tryggð þeirra við sig og ást þeirra á nafni sínu þannig að þeir nái því marki, sem hann vill leiða þá að með ráði sínu.“ 2008 leyfði páfinn að textanum yrði breytt á nýjan leik: „Við skulum biðja fyrir gyðingunum, að Guð okkar og herra lýsi upp hjarta þeirra þannig að þeir beri kennsl á Jesú, bjargvætt allra manna.“ Margir gyðingar gnístu tönnum yf- ir þessari breytingu, en þögðu, enda hefur páfinn ekki sýnt þess merki að hann hafi andúð á gyðingum þótt hann hafi látið undan íhaldskröfum. Ákvörðunin um að rétta biskupunum úr Píusarreglunni sáttarhönd setti hins vegar allt á annan endann. Gyðingar mótmæltu hástöfum og margir trúarleiðtoga þeirra sögðu að engin ástæða væri til áframhaldandi samskipta við katólsku kirkjuna. Sal- omon Korn, varaforseti miðstjórnar gyðinga í Þýskalandi, sagði að ákvörðun páfans væri „afturhvarf til fyrri alda“. Það mun taka langan tíma að eyða tortryggninni. Uppnám í katólsku kirkjunni Ekki er uppnámið minna í katólsku kirkjunni. Í Der Spiegel er haft eftir embættismanni katólsku kirkjunnar í Berlín að ástandið marki tímamót. „Hið gamla kerfi kirkjunnar með hinni óheyrilegu, rómversku miðstýr- ingu hrundi á nokkrum dögum,“ segir hann og bætir við að kerfi „sem er innsiglað út á við þannig að katólskur maður getur ekki áttað sig á ákvörð- unum þess gengur ekki eftir þessa at- burði“. Í Þýskalandi er gagnrýnin sérlega hörð og meira að segja Angela Mer- kel kanslari setti ofan í við páfann. „Þegar páfinn opnaði dyr kirkj- unnar fyrir biskupunum fjórum – þótt ekki væri nema örlítið – lokaði hann þeim í raun á stærri heim nú- tímans þar sem flestir katólskir menn lifa og tilbiðja,“ skrifaði Celestine Bohlen blaðamaður í International Herald Tribune á miðvikudag. Afleiðingin af sambandsleysi páfans gæti orðið sú að Róm hætti að skipta hinn almenna kat- ólska mann máli. Býsnavetur Benedikts  Ákvörðun páfans um að afturkalla bannfæringu fjögurra biskupa vekur mótmæli innan katólsku kirkjunnar og utan  Samskipti Páfagarðs við samfélag gyðinga eru í molum REUTERS Opnum örmum? Þegar páfi hugð- ist opna faðm katólsku kirkjunnar gagnvart bókstafstrúarreglu sneri hann baki við fjölda katólskra. Á eftir páfanum er Richard William- son biskup sennilega þekktasti maðurinn innan katólsku kirkjunnar um þessar mundir. Williamson hélt því fram í sjónvarpsviðtali að eng- inn gyðingur hefði látist í gasklefa í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi um- mæli hans birtust um sama leyti og Benedikt XVI. páfi aflétti bannfær- ingu hans og þriggja annarra bisk- upa, sem tilheyra svokölluðu Píus- arbræðralagi, en vitað var um afstöðu hans til gyðinga. Páfinn lýsti yfir því á ný skýrum orðum í vikunni sem leið að helför gyðinga hefði verið „glæpur gegn Guði og mannkyni“ og afneitun hennar væri óverjandi. Hann sagði að í tvö þúsund ára sögu samskipta gyðingdóms og kristindóms væru margir sársaukafullir kaflar, en nú sé hægt að ræðast við í anda sátta. Nú hefur Páfagarður beðið Willi- amson að draga ummæli sín til baka, en hann þráast við. Í viðtali við tímaritið Der Spiegel í liðinni viku var hann spurður hvers vegna hann bæðist ekki afsökunar á um- mælum, sem hefðu valdið miklum sárindum og reiði meðal gyðinga í heiminum. „Komist ég að því að mér hafi skjátlast mun ég [biðjast afsökunar]. Ég bið alla menn að trúa mér að ég fór ekki viljandi með ósannindi.“ Í viðtalinu sagði Willi- amson að hann hefði rannsakað helförina á níunda áratugnum og væri sannfærður um réttmæti skoð- ana sinna. „Nú þarf ég að skoða allt aftur og líta á sönnungargögnin.“ Williamson kveðst ekki ætla að fara til Auschwitz í því skyni. „Ég pantaði mér bókina eftir Jean- Claude Pressac, sem á ensku heitir Auschwitz. Technique and Opera- tion of the Gas Chambers. Hún er nú á leið til mín í afriti og ég mun lesa hana og stúdera.“ Í Der Spiegel er stöðu mála lýst með háðskum tóni: „Nú bíður sem sagt katólski heimurinn eftir því að einhvers staðar í úthverfi Buenos Aires lesi 68 ára gamall biskup bók um gasklefa til enda. Og geri hann það ekki verður biðin einfaldlega eitthvað lengri fyrir rúmlega einn milljarð katólskra manna og einn páfa.“ Williamson lítur svo á að fárið vegna ummæla hans séu úr öllu samhengi við tilefnið og undrast að eitt viðtal við sænska sjónvarpið hafi þessi áhrif „Nei, ég er bara verkfæri, sem er notað gegn bræðralagi prestanna og páfanum. Þýskir vinstri-katólikkar hafa greinilega ekki enn getað fyrirgefið Ratzinger að hann varð páfi.“ Beðið eftir að biskup í Buenos Aires lesi bók Reuters Engin iðrun Williamson ætlar að lesa sér betur til um gasklefana. andúðinni í garð gyðinga. Jóhannes Páll páfi II. lagði mikið á sig til þess að skapa skilning milli trúarbragða. Hann kom til móts við múslíma, gyðinga og iðkendur ann- arra trúarbragða opnum faðmi. Hann baðst afsökunar á brotum katólsku kirkjunnar gegn gyðingum fyrstur páfa. Nú vaknaði spurningin um það hvort Benedikt XVI. ætlaði að draga kirkjuna aftur inn í skelina, sem for- veri hans hafði opnað. Óvild í garð gyðinga liggur eins og rauður þráður í gegnum tvö þúsund ára sögu kirkj- unnar og nú var ekki nóg með að páf- inn ýfði vart gróin sár að nýju, heldur átti þýskur páfi í hlut. Í afneitun gagnvart nútím- anum Gjörningur páfans 21. janúar var ekki fyrsta vísbendingin um það hvað hann á erfitt að horfast í augu við nú- tímann og að honum líður best í guðfræð- inni. Árið 2006 setti hann allt á annan endann í röðum múslíma þegar hann vitnaði í orð býs- ansks keisara um íslam: „Sýndu mér nú hvað Múhameð hefur haft nýtt fram að færa og þú munt aðeins finna illa hluti og ómannúðlega.“ Einstaklega klaufalegt þótti þegar skírn múslíma til kristinnar trúar fór fram í Péturs- kirkjunni í Róm á páskum. Í arabísku blaði sagði að vatnið, sem páfinn laug- aði með höfuð trúskiptingsins, hefði verið sem bensín á eld áreksturs sið- menninganna. Vekur tortryggni gyðinga Eftir að Joseph Ratzinger frá Bæj- aralandi varð páfi fyrir tæpum fjór- um árum hefur hann nokkrum sinn- um gefið gyðingum tilefni til tortryggni. Sérstaklega hefur verið til þess tekið að hann lét afturkalla breytinguna, sem gerð var á öðru Vatíkanþinginu í upphafi sjöunda áratugarins á bænahaldi kirkjunnar á föstudaginn langa. Í yfirlýsingu Páls páfa VI. í kjölfar þingsins árið 1956 átti endanlega að snúa baki við antí- semítisma. Þar sagði að kirkjan harmaði allar birtingarmyndir haturs á öllum tímum í garð gyðinga. Þessi yfirlýsing var fylgismönnum Lefe- brves sérstaklega á móti skapi. Frá 1570 hafði verið til siðs á föstu- daginn langa að biðja fyrir því að „trúlausir gyðingar“ frelsuðust frá „blindu“ sinni. Þessu var breytt og varð svohljóðandi: „Við skulum einn- ig biðja fyrir gyðingunum, sem Guð, Reuters Mótmæli Félagar úr gyðingasamtökunum B’nai B’rith mótmæla fyrir utan skrifstofu Páfagarðs í París. Biskupinn segir: „Gasklefar eru ekki til!“ Páfi svarar: „Á meðan hann segir það ekki á hebresku heyri ég það ekki.“ Á vegginn er letrað: „Niður með annað Vatíkanþingið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.