Morgunblaðið - 15.02.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 15.02.2009, Síða 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Katrín Jakobsdóttir er skeleggurstjórnmálamaður og efnilegur, þótt ef til vill sé hæpið að nota það orð um ráðherra. Í viðtali í Morg- unblaðinu í gær talar hún meðal annars um afstöðu Vinstri grænna til Evrópusambandsins.     Þar segir Katrín: „Vinstri græneru sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið harð- asti andstæð- ingur Evrópu- sambandsaðildar meðan Samfylk- ingin styður ein- dregið aðild.“     Hún helduráfram: „Það eru ýmsir kostir við Evrópusam- bandið en gallarnir hafa hingað til vegið þyngra í huga mínum. Fyrir utan ýmislegt sem tengist sérhags- munum Íslands, þá finnst mér helsti gallinn vera sá að minni þjóðir eru á jaðrinum í þessu batteríi, stóru þjóð- irnar hafa þar mest áhrif.“     Vissulega er það rétt hjá Katrínuað stórar þjóðir hafa meiri áhrif en litlar í Evrópusambandinu.     Það á reyndar ekki aðeins við íEvrópusambandinu, heldur hallar á jaðarríkin í samfélagi þjóð- anna almennt.     Jafnvel mætti færa rök að því að lít-il ríki ein síns liðs megi sín minna á alþjóðavettvangi, en þau geri inn- an vébanda Evrópusambandsins.     Það er hins vegar rétt hjá Katrínuað áhrif almennings á ákvarð- anir Evrópusambandsins eru ekki sérlega mikil.     Íslenskur almenningur hefur haftþað sama á tilfinningunni um áhrifaleysi sitt og efndi þess vegna til búsáhaldabyltingarinnar. Katrín Jakobsdóttir Jaðarríkin og Evrópusambandið                            ! " #$    %&'  ( )                         * (! +  ,- . / 0     + -                        12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !             :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? "          "# #" #" #" #" "  "   "                        *$BCD                        ! !    # $ %  " *! $$ B *!   $ % &'  '% '     !(  <2  <!  <2  <!  <2  $& ) '* +,'- ).   CE8- F                <        &  &'( )   *" +, " 6  2            -  .     # $/  B        !  !      " '     " # %  " /0)) ' '11  )'! '2   !'* +'3  "'   ' "'#"                                                              ! "      #$%                 &         '     (     )*+,,# )*#-,#                 !"   # $  %   &'      " '         .  ' /      (   ) * + ,-  (+%  "  -+ &* .  ,  000  FYRIR bankahrun sl. haust var það að æra óstöðugan, að reyna að fylgjast með því í viðskiptaheiminum, hver væri í liði með hverjum. Sú staða kom upp aftur og aftur að ég stoppaði við og hugsaði: Bíðum nú við! Var hann ekki í hinu liðinu? Hvers vegna hefur hann skipt um lið? Hvað ræður sinnaskiptum? Ég man glöggt hvað ég varð undr- andi þegar Jón Ásgeir rak Sigurð G. sem forstjóra Stöðvar 2 og gerði Gunnar Smára að arftaka hans. Það voru nú ekki beinlínis hlýleik- arnir á milli Sigurðar og Jóns Ás- geirs í kjölfar þessarar ákvörðunar aðaleigandans og mér bárust heil- miklar spurnir af því að starfsmenn Stöðvar 2 á þeim tíma hefðu verið mjög ósáttir við forstjóraskiptin, þar sem Sigurður hefði verið vel látinn og liðinn forstjóri af starfsmönnum Stöðvar 2. Svo varð Sigurður stjórnarmaður í Glitni í fyrra og sat fram að hruni og fór gjarnan stórum í að tala máli hluthafanna áður en Glitnir féll og raunar eftir það einnig og þar með máli Jóns Ásgeirs, fyrrverandi vinnuveitanda síns. Svo gerðist það bara á einni svipstundu að Gunnar Smári, sem hafði verið allt í öllu í kringum fjölmiðla 365, að nú ekki sé talað um í útrásinni dýru, bæði til Danmerkur og Boston í Bandaríkjunum, hvarf bara af yfirborði jarðar, allt í einu og var hvergi til, hvergi sjáanlegur eða heyranlegur, nema hann dúkk- aði jú upp í Silfri Egils einn sunnudaginn sl. haust og þá virtist því fara víðsfjarri að hann tilheyrði svonefndu Baugsliði. Eftir það fór Gunnar Smári hamförum í greinaskrifum hér á síðum Morgunblaðsins. Gott ef þær voru ekki sjö greinarnar sem hann skrifaði, dag eftir dag eftir dag. Hann hvítþó sjálfan sig og hafði raunar ekkert haft með útrásina að gera, hann bara lenti í þessu. Ég man það líka glöggt hversu mjög slettist upp á vinskap þeirra Ara Edwald og Jóns Ásgeirs, þegar Jón Ásgeir taldi Ara hafa svikið sig, hvað varðaði kaup á 10,72% hlut Straums í TM, sem óvænt var seldur Landsbankanum 1. mars 2002, þegar Jón Ásgeir taldi sig hafa gert skriflegan samning um kaup á þeim bréfum og að samningurinn væri í vörslu Ara, sem þá var stjórnarformaður Straums, en jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Jón Ásgeir taldi að samningurinn, sem að sögn var bara til í einu eintaki, hefði einfaldlega verið látinn hverfa. Þá var nú eng- in elsku mamma í samskiptum þeirra Jóns Ásgeirs og Ara. En svo varð Ari Edwald bara forstjóri 365, að sjálfsögðu vegna þess að Jón Ásgeir tók þá ákvörðun að ráða hann sem forstjóra og þeir virðast vera perluvinir í dag. Ari réð svo fyrrverandi yf- irmann sinn, frá því hann var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar, í ráðherratíð Þorsteins, sem ritstjóra Frétta- blaðsins og Þorsteinn þar með kominn í Baugsliðið títt- nefnda. Allir sem fylgst hafa með viðskiptalífinu und- anfarin ár vita svo hvern- ig Bjarni Ármannsson hefur verið í og úr Baugs- liðinu svonefnda, allt eftir því hvað hentaði hans hags- munum hverju sinni. Er það furða að mönnum þyki margt vera komið á hvolf, frá því sem áður var?! Mannskepnan er kannski ekki flóknara fyr- irbæri en svo að hún í hjarta sínu tekur þá ákvörðun að halda með, vera í liði með og styðja þann, þá, þær eða þau sem hún sækir lifibrauð sitt til. Hver gefur mér að borða er kannski sú lykilspurning sem þarf að svara, til þess að leita skýringa á sálarlífi persóna og leikenda á sviði viðskiptalífsins. Mér dettur ekki í hug eitt andartak að undanskilja sjálfa mig í þessum efnum, ef einhverjir halda að þeir hafi fundið góðan höggstað á Agnesi og Akkilesarhæl hennar. Vitanlega er það svo hjá okkur á Mogga að hjörtu okkar flestra hafa slegið með hjörtum eigenda Morgunblaðsins, hverjir svo sem þeir hafa verið hverju sinni. Auðvitað höfum við reynt að beita þá eins og aðra aðhaldi í skrifum okkar, allt annað væri á kostnað trúverðugleika fjölmiðilsins. Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en í þann aldarfjórðung sem ég hef starfað á Morgunblaðinu hef ég haft þá sannfæringu að starfsmenn ritstjórnar Morgunblaðsins væru lánsamir, gagnstætt starfsmönnum 365, því eigendur Morgunblaðsins hafi ávallt kunnað að eiga blað. Nú reynir á hvort nýir eigendur, hverjir svo sem það nú verða, kunna að eiga okkur. Ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað og vona svo sannarlega að ekkert annað eigi eftir að koma á daginn. Eftir helgi vitum við vænt- anlega hverjir þeir verða. Ég óska bara okkur og þeim góðs, ár- angursríks og trúverðugs samstarfs og að við öll í sameiningu höldum áfram að standa vörð um heilindi, gæði og trúverð- ugleika Morgunblaðsins. agnes@mbl.is Agnes segir … Vinur hvers? Ég man það glöggt, hvað ég varð undr- andi á því þegar Jón Ásgeir Jóhannesson rak Sigurð G. Guð- jónsson, sem for- stjóra Stöðvar 2 og gerði Gunnar Smára Egilsson að arftaka hans. Gunnar Smári Egilsson, Ari Edwald og Sig- urður G. Guð- jónsson. Hver er vinur hvers? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR @

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.