Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 S ú áróðurslist, sem var áberandi í mót- mælunum á Austurvelli, er tilfinn- ingalegs eðlis, eins og annar pólitískur áróður, að sögn Guðmundar Odds Magnússonar, lektors við Listaháskóla Íslands. Henni er ekki beint að vitsmunum fólks, heldur sálarlífi þess. „Í ferðalagi undirmeðvitund- arinnar er stutt yfir í goðsögurnar,“ segir hann. „Þá eru riddarasögur, goðsögur og helgisögur, svo sem af heilagri Jóhönnu, yfirfærðar á veru- leikann. Goðsögur eru sagðar í þeim tilgangi að upphefja dyggðir, hið göfuga og réttlætiskennd. Það er andstæðan við kjaftasögurnar, sem byggj- ast á öfund, girnd eða afbrýði. Þess vegna er goð- sögum, sem sagðar eru í pólitískum tilgangi, ætlað að búa til göfgi – að stjórnmálamaður sé frelsari og beri með sér heilagleika, sem bjargi okkur úr erf- iðleikum. Jóhanna af Örk eða mærin frá Orleans gegnir því hlutverki.“ Fáar táknmyndir Það er áberandi að 15-20 táknmyndir virðast allt- af koma upp í pólitískum átökum, sama hvar gripið er niður í heiminum, að sögn Guðmundar Odds, og andstæðar fylkingar nota iðulega sama myndmálið. „Þetta eru atriði eins og bendandi fingur, fánaber- inn, heiðurskveðjur, foringinn og barnið með hon- um, gyðjan – eins og frelsisstyttan eða fjallkonan, fórnarlambið og skrímslið – að búa til skrímsli úr andstæðingnum.“ Auðvitað var líka búinn til fáni fyrir búsáhalda- byltinguna. „Fáni hefur annað eðli en skjald- armerki – hann er tákn þjóðar en skjaldarmerkið tákn ríkisvalds,“ segir Guðmundur Oddur. „Þjóðin fylkir sér undir fána, þannig var Marianne tákn- mynd frelsisins í frönsku byltingunni, sem fór fyrir hreyfingunni með fána borgaranna. Hún var tákn- mynd lýðveldisins í baráttunni við einveldi konungs og aðals. Táknmál búsáhaldafánans er í anda kommúnismans, gul áhöld á rauðum grunni, en í kommúnismanum var lagt upp með hamar og sigð, áhöld landbúnaðarins við hliðina á verksmiðjunum. En á Austurvelli voru það búsáhöldin, hagfræði húsmóðurinnar, sem bitu á stjórnvöld, umvafin lár- viðarsveig og lit eldsins.“ Táknmálið lýtur að mörgu leyti lögmálum list- arinnar, eins og þegar Bónusfáninn var dreginn að húni á þinghúsinu. „Það er svo margt sem gerist án þess nokkur stýri því beinlínis,“ segir Guðmundur Oddur. „Eins og að það skuli vera sparigrís eða svín sem er táknmynd þess fyrirtækis, sem hefur sömu eigendur og kolfelldu hagkerfi Íslands – að það sé jöfnum höndum táknmynd kapítalista og valdsins sem þyrmir engum, „löggusvínin“. Þetta er einnig mjög algengt stef í pólitísku myndmáli, hvernig manneskjur, eins og þekktir stjórnmálamenn, eru gerðir að hálfum dýrum með því að setja á þá svíns- nef. Það var ekki aðeins áberandi á Austurvelli, heldur einnig í seinni heimsstyrjöldinni, að mála andstæðinginn sem dýr, til að auðvelda fólki að ganga í skrokk á honum eða fella hann.“ Dubi, dabi, dubi, da „Helvítis fokking fokk“ var áberandi slagorð á Austurvelli. Guðmundur Oddur segir það jaðra við konkretljóðlist. „Það gerist stundum, eins og hjá Louis Armstrong, sem söng „Dubi, dabi, dubi, da“, að menn búa til merkingarleysur eða slangur, þar sem hljómurinn í setningunni, „helvítis fokking fokk“, nær að lýsa ástandinu betur en tugir blað- síðna af skýrslum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða erlendum hagfræðingum. Þetta köllum við konkretljóðlist götunnar, þar sem sagt er með einu slagorði allt sem á býr á vörum fólks.“ – Urðu ekki kaflaskil í mótmælunum? „Það var eins og allir vissu að það þýddi ekkert að keppa við jólin eða hátíðarnar en allir höfðu grun um að mótstaðan myndi bresta og töluðu um að það gerðist með vorinu – en að það leystist úr læðingi í þriðju viku janúar, gerði enginn ráð fyrir.“ – Var það kannski orðlausi trumbutakturinn sem sameinaði fólk – það þurfti fyrir vikið ekki að gang- ast undir sömu hugmyndafræðina? „Jú, en það kom gat í þetta. Eina slagorðið sem allir gátu sæst á var: „Vanhæf ríkisstjórn“.“ Guðmundur Oddur segir mikla umbyltingu hafa orðið í meðvitund fólks og tungumálið hafi að vissu leyti breyst. „Ég bíð spenntur eftir að sjá kosn- ingaáróður stjórnmálaflokkanna í vor og býst við að hann verði vandræðalegur. Það hefur verið íhug- unarvert í kosningum síðustu áratuga á Íslandi hvað myndmálið hefur verið fátæklegt í pólitískum áróðri. Áhersla hefur verið lögð á ímynd frambjóð- enda sjálfra með klæðnaði, lýsingu og litavali – með því að krýna eins mikið skyn eða karisma í þá og mögulegt er í heimi photoshop. Myndunum er ætl- að að sýna festu og öryggi, en forvitnilegt er að sjá hvort sú aðferð verður ekki út úr korti á nýjum tím- um, hvort myndmálið breytist ekki, því það nær til tilfinninga og ímyndunarafls öðru fremur. Þessar myndir virðast vera, eins og einhver sagði, „svo 2007“!“ Blóm á Austurvelli Svo gerðist það að mótmælendur á Austurvelli færðu lögreglumönnum blóm. „Það var rosalega falleg mynd,“ segir Guðmundur Oddur. „Þar gerð- ist tvennt þegar fólki ofbauð ofbeldið, annarsvegar blómin og hinsvegar appelsínuguli borðinn. Fólk áttaði sig á því að það stóð ekki til að gera lögguna að óvini sínum. Þeir eru launamenn eins og við – og líður örugglega flestum eins og okkur sjálfum. Þarna hafði verið farið yfir ákveðin mörk með því að ráðast á eignir og fólk af öðrum hvötum en rétt- lætishvötum; það fór yfir mörk hins sammannlega – svona gerum við ekki. Þegar góðkunningjar lög- reglunnar voru komnir í fremstu víglínu og fengu útrás fyrir ófarir sínar og eigið sjálfskaparvíti.“ Og nærvera óeirðalögreglunnar var einnig tákn- ræn. „Það var merkilegt að sjá táknmálið á skjöld- um óeirðalögreglunnar, tvo krosslagða slaghamra,“ segir Guðmundur Oddur. „Það má velta því fyrir sér, hvort það hefði breytt einhverju, ef óeirða- lögreglan hefði notað krosslagðar dúfur eða önnur friðartákn, en ekki ögrandi tákn – að sjá löggu í fullum herklæðum með tvo slaghamra er ögrandi í sjálfu sér. Svo bjó lögreglan til skjaldborg, svipaða þeirri sem Ástríkur og Steinríkur voru snillingar í að brjóta upp. Og hún var brotin upp með þessu séríslenska fyrirbæri, sem byggist á arfleifð Helga Hóseassonar, um að sletta skyri – þannig er hug- stæð þessi grafíska mynd af svartklæddri óeirða- lögreglu með mynstrað skyr yfir sér allri.“ Nixon brosti Engin mótmæli á Íslandi hafa verið í líkingu við það sem gerðist á Austurvelli, að sögn Guðmundar Odds, þó að áður hafi slegið í brýnu með mótmæl- endum og lögreglu, s.s. í Gúttóslagnum og þegar táragasi var beitt á Austurvelli í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. En Guðmundur Oddur á sína sögu af mótmæl- um. „Þegar ég var á mínum gelgjuskeiðsárum í Ví- etnam-hreyfingunni norður á Akureyri ákváðum ég og félagi minn í grúppu númer sex, að fara suður í höfuðborgina til að mótmæla Richard Nixon, „þessum morðhundi hins illa“ í Víetnamstríðinu, og Georges Pompidou, sem áttu fund á Kjarvals- stöðum. Við höfðum ekki oft farið til Reykjavíkur og keyptum því egg og tómata í kaupfélaginu á Ak- ureyri, sem áttu að fara í þá kumpána Pompidou og Nixon. Við gengum síðan frá Umferðarmiðstöðunni í átt að bandaríska sendiráðinu og stóðum á götu- horni þegar bílalest með mótorhjólalögreglu mætti okkur og staðnæmdist eitt augnablik. Sú bifreið sem stoppaði metra fyrir framan okkur var forseta- bifreið Nixons, hann leit til okkar og brosti sínu breiðasta brosi. Þetta var frægt bros, því tiltölulega ómyndarlegur maður breyttist í gullfallegan mann. Og hann veifaði til okkar. Þetta var besta færi sem við gátum fengið til að nota skotfærin okkar, sem voru nánast tilbúin í bakpokanum, en það eina sem við gerðum var að veifa á móti – og brosa.“ Guðmundur Oddur brosir varfærnislega. „En þessa sögu þorði ég ekki að segja fyrr en á fullorðinsárum.“ Helvítis fokking fokk Táknmyndir Málverk Delacroix af frelsisgyðju Frakka og mótmælin á Hverfisgötu. 15. nóvember Ingvar Valgeirsson „Nú er mótmælt. Gaman að því. Söngva- skáld, pabbastelpur, rithöfundar og aðrir, sem virðast ekki alveg jafn athyglissjúkir og þeir fyrstu, taka til máls og heimta breyt- ingar. Sá að fólk var hvatt til að mæta og mótmæla Seðlabankanum, ríkisstjórninni, útrásarbankamönnunum, Fjármálaeftirlitinu og einhverju. Tekið var fram að menn þyrftu ekki að vera á móti öllu þessu, bara ein- hverju.“ 15. nóvember Einar Rafn Þórhallsson „Ég dreif mig niðrá Austurvöll ásamt örugglega 10.000 manns í dag.“ 23. nóvember Ólafur Sveinn Haraldsson „Stutt og laggott. Hvernig í ósköpunum ætlar ríkisstjórnin að humma svona stór mótmæli af sér?“ 9. desember Þórður Ingi Bjarnason „Þessi mótmæli eru kominn út í rugl.“ 23. desember Helgi Baldvinsson „Þakkir til ykkar sem hafið enn þrek í að halda baráttunni gangandi. Látum það ekki viðgangast að útrásarvíkingarnir einkavæði gróðann en ríkisvæði tapið.“ 2. janúar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir „Almenningur mun halda áfram að þróa mótmælin þangað til valdhafar meðtaka skilaboðin.“ 5. janúar Gísli Friðrik Ágústsson „Aktívistar þessa lands ættu því endilega að halda áfram sínum aðgerðum og hunsa sófamótmælendur sem fussa og sveia yfir nokkrum glerbrotum og glóðarauga.“ 11. janúar Ingvar Þórisson „Ágætis fundur á Austurvelli. Vorum með smá gjörning – settum palestínuklút á Jón Sig… 12. janúar Guðborg Eyjólfsdóttir „Ég spyr eru það friðsamleg mótmæli að skvetta málningu á Stjórnarráð Íslands??“ 13. janúar Jón Thoroddsen „Kröftug mótmæli beina ljósi fjölmiðla að þeim einstaklingum sem vona að þeirra hlut- ur í spillingunni gleymist.“ 20. janúar Vilborg Traustadóttir „Við sem ekki vorum með slagverk eða bjöllur og flautur með okkur sungum. Ég raulaði „Fram fram fylking, forðum okkur háska frá, því ræningjar oss vilja ráðast á...“ 20. janúar Ásdís Sigurðardóttir „Ég er farin að sofa og vona að ekki sjóði upp úr í nótt, hverju erum við bættari??“ Morgunblaðið/Kristinn á potta og trumbur. Áhugi er fyrir búsáhaldabylt- ingunni víða um heim. Þannig setti Patrick Stevens, safn- stjóri á háskólabókasafninu við Cornell- háskóla, Íþöku, sig í samband við blaðamann og lýsti áhuga á að afla gagna um atburða- rásina og allt sem henni tengist. „Ég hef eðlilega fylgst með framvindunni, sem hefur fengið nokkra umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég ætla ekki að eigna mér heiðurinn af þeirri hugmynd að safna minn- isverðum hlutum sem tengj- ast henni, vinur minn lagði til að ég, eins og við segjum, kýldi á það. Mér fannst það strax og finnst það enn góð hugmynd, og hún er í sam- ræmi við hlutverk deild- arinnar, sem hefur safnað fá- gætum handritum, en þar er burðarstólpi íslenska hand- ritasafnið.“ Hann segist hafa lesið greinar um hrunið á Íslandi og viðbrögð Íslendinga við því, fylgst með umræðum Íslend- inga og safnað myndskeiðum á netinu. „Ég sækist eftir ræðum, bloggfærslum og öðr- um skrifum, alveg óháð stjórnmálaskoðunum eða tengslum, bæklingum, mót- mælaspjöldum og dreifi- miðum, upptökum af mótmæl- um eða tengdum viðburðum, upplýsingum um tilvist vef- síðna eða annarra rafrænna heimilda og innsýn í líf Ís- lendinga við þessar kring- umstæður.“ Upplýsingunum yrði komið fyrir í handritasafni og að- gangur að efnisyfirliti þess aðgengilegur á netinu. „Bóka- safnið við Cornell-háskóla er einn helsti vettvangur fræði- legra rannsókna í heiminum,“ segir hann. „En áherslan á Ís- land stafar af því að Daniel Willard Fiske, fyrsti bókavörð- ur háskólans, gaf háskólanum safn sitt frá Íslandi. Kristín Bragadóttir á Landsbókasafn- inu hefur einmitt skrifað bók um Fiske, Willard Fiske: vinur Íslands og velgjörðarmaður. Jafnvel þótt Íslandssafn Fisk- es sé kunnast fyrir bækurnar, sem eru um 40 þúsund bindi, og lúta að öllum sviðum nor- rænna fræða og íslenskra bókmennta og menningar, þá er þar einnig mikilvægt safn bæklinga, þar á meðal erfi- ljóða, og bréfaskriftir margra Íslendinga til Fiskes og Hall- dórs Hermannssonar, fyrsta safnstjórans.“ BÚSÁHALDA- BYLTINGIN VESTUR UM HAF? Patrick Stevens

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.