Morgunblaðið - 15.02.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.02.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 þegar þeir fóru skyndilega að flissa yfir sam- ræðum sem höfðu ekkert með myndina að gera. Það skipti engum togum að salurinn skellti allur upp úr. „Það þorði enginn að viðurkenna að hann skildi ekki brandarann á tjaldinu.“ Fimmtugir krakkar Íslendingar hafa löngum verið mikil bíóþjóð. Sæbjörn minnist þess að allt fram á níunda ára- tuginn hafi það þótt viðburður að fara í bíó og fólk klæddi sig upp. Nú eru menn frjálslegri í fasi. Hann segir harðkjarna gesta alltaf hafa verið ungt fólk en er ekki frá því að meðalald- urinn sé að þokast niður. „Kannski er það bara vegna þess að ég er orðinn svo gamall,“ hugsar hann svo upphátt. „Í dag finnst mér fólk um fimmtugt vera óttalegir krakkar.“ Hann segir eðli myndanna hafa glettilega lít- ið breyst í áranna rás. „Uppistaðan í þessu eru draslmyndir frá Hollywood. En við megum ekki fyrirlíta þær, þetta eru myndirnar sem halda bíóunum gangandi. Þetta er bara þáttur í fæðu- keðjunni. Kvikmyndahús eru ekki listasöfn, heldur fyrirtæki sem þurfa að bera sig. Auðvit- að fáum við góðu myndirnar frá Hollywood líka en það mætti að ósekju vera meira um evr- ópskar myndir. Staðreyndin er hins vegar sú að aðsóknin á þær hefur aldrei verið nógu góð. Há- tíðir eins og Reykjavík International Film Festival bæta úr skák en Hrönn Marinósdóttir hefur haldið utan um hana af miklum mynd- arskap.“ Kamelraddir að handan Kvikmyndir njóta mismikillar lýðhylli eins og gengur og stundum hefur Sæbjörn verið eini gesturinn í salnum – eða því sem næst. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fór á ellefu-sýningu Exorcist 3 í litla salnum í Austurbæjarbíói. Ekki var myndin góð en alveg hrikalega óhugguleg. Myndin var rétt byrjuð og það var enginn fyrir framan mig í salnum en myrkfæl- inn eins og ég er fannst mér þægilegt að heyra kamelraddirnar í tveimur fyllibyttum fyrir aft- an mig. Ég var þá alla vega ekki einn þarna í myrkrinu. Ég leit ekki aftur fyrir mig meðan á myndinni stóð en þegar hún var búin stóð ég upp og ætlaði að virða kappana fyrir mér. Þá sá ég mér til skelfingar að enginn var í salnum …“ Annað eftirminnilegt augnablik var þegar Sæbjörn fór með son sinn ungan á stríðsmynd með miklum háloftabardögum. Þegar atgang- urinn var mestur spurði aumingja barnið upp úr eins manns hljóði: „Pabbi minn, heldurðu ekki að þeir fari að skjóta Guð?“ Niðurhal á netinu færist stöðugt í vöxt og Sæbjörn gerir sér grein fyrir því að bíóið muni eiga undir högg að sækja í framtíðinni. „Ég á samt ekki eftir að lifa það og raunar er ég sann- færður um að fólk á eftir að fara í bíó út þessa öld. Það er ekki sama stemningin á DVD og til- veran yrði leiðinlegri án bíósins.“ Sjálfur er hann hvergi nærri hættur að fara í bíó. „Ég fæ fráhvarfseinkenni fari ég ekki í bíó í viku og gæti ekki hugsað mér að vera án þess. Ég hlakka alltaf til þegar ljósin slokkna.“ um áratug en eftir það skrifaði hann lengi einn um kvikmyndir í Morgunblaðið. Ýmsir hafa síð- an komið við sögu þessara skrifa, má þar nefna Erlend Sveinsson, Valdimar Jörgensen, Ólaf M. Jóhannesson, Árna Þórarinsson, Hildi Lofts- dóttur og Heiðu Jóhannsdóttur. Lengst skiptu Sæbjörn og Arnaldur Indr- iðason, vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar mörg undanfarin ár, kvikmyndarýninni á milli sín og tókst með þeim góð vinátta. Arnaldur kom til leiks um miðjan níunda áratuginn og skrifaði óslitið í blaðið fram yfir aldamót. „Við Arnaldur urðum snemma þétt teymi. Við leigð- um um tíma saman skrifstofu og fórum mikið saman í bíó. Á þessu tímabili sáum við nánast allar myndir sem voru í bíó, ekki bara þær sem við skrifuðum um sjálfir.“ Þessa yfirgripsmiklu vitneskju notuðu fé- lagarnir til að skrifa bók undir því fróma nafni Myndbandabók heimilanna í kringum 1990. „Við vorum búnir að sjá allar myndir sem komnar voru á myndbandaleigur og þótti þetta upplagt. Fyrirtækið sem gaf bókina út var aftur á móti veikburða og við fengum nánast ekkert fyrir okkar snúð.“ Það er nefnilega það, Synir duftsins er sumsé ekki fyrsta bókin í höfundarverki Arnaldar Indriðasonar. Sæbjörn og Arnaldur eru báðir miklir vestra- unnendur og fyrir nokkrum árum létu þeir drauminn rætast og ferðuðust um vestraslóðir í Bandaríkjunum. „Þetta var ógleymanleg ferð. Það var mjög skemmtilegt að koma þarna en við fórum líka á slóðir Steinbecks. Við höldum báðir mikið upp á hann. Nú svo var krónan auð- vitað á mun hagstæðara verði en í dag,“ segir Sæbjörn og brosir. Þægileg sæti og nýjar myndir Fjörutíu ár eru langur tími og Sæbjörn segir allt hafa breyst til hins betra í kvikmynda- húsum landsins. „Fyrir það fyrsta eru húsin betri. Þegar ég byrjaði voru þetta einsala hús, nú eru þau öll fjölsala. Þar sem salirnir voru fáir var æ ofan í æ uppselt á vinsælustu myndirnar og oft fékk maður miða á slæmum stöðum, eink- um fremst, þar sem myndin fór meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Í annan stað er að- staðan orðin miklu betri. Áratugum saman hírð- ist maður á hörðum bekkjum og gat varla geng- ið eftir sýningu en í dag eru hægindastólar í svo til öllum sölum. Þá eru hljóð og mynd í allt öðr- um gæðaflokki. Í þriðja lagi eru myndirnar glæ- nýjar. Hér áður liðu að jafnaði tvö til fjögur ár áður en Hollywoodmyndir rötuðu hingað upp á klakann og nýjabrumið farið af þeim. Nú koma myndirnar beinustu leið hingað. Það skiptir auðvitað mestu máli.“ Sæbjörn rifjar upp að lengi vel hafi ekki verið íslenskur texti með myndunum sem hafi komið sér illa þar sem þjóðin, einkum eldra fólk, var ekki jafn vel mælt á enska tungu og í dag. „Í stað textans var gefið út prógramm sem var nauðsynlegur leiðarvísir fyrir gesti. Þannig gátu menn sett sig inn í söguþráðinn fyrirfram.“ Hann kann skemmtilega sögu þessu tengda. Hann var þá staddur í bíói ásamt félaga sínum hliðina á Herrahúsinu þar sem ég starfaði á þessum tíma,“ segir Sæbjörn. Hann var bókelskur í bernsku og þegar Sæ- björn fór á fund Matthíasar Johannessens, rit- stjóra Morgunblaðsins, í fyrsta skipti gekk hann með rithöfund í maganum. Þar stóð álengdar blaðamaður sem síðar átti eftir að hafa afgerandi áhrif á blaðið, Styrmir Gunnarsson. Stjörnur og Roy Rogers En allt byrjaði þetta á Snæfellsnesi, nánar til- tekið á Hellnum, þar sem Sæbjörn ólst upp á miklu menningarheimili. Bækurnar voru hans ær og kýr og síðar bíóið. „Systur mínar fluttu ungar til Reykjavíkur og sendu litla bróður reglulega kvikmyndablað- ið Stjörnur. Ég hafði ákaflega gaman af því. Í Reykjavík fékk ég líka fyrst að kynnast lysti- semdum bíósins, Roy Rogers og öllu því. Það varð ekki aftur snúið.“ Sæbjörn flutti ungur til Borgarness, þar sem hann bjó í tvö ár. Þar fékk hann að fara vikulega í bíó. Sýningarnar voru í löngu og mjóu húsi sem var annars vegar kvikmyndahús og félags- heimili en hins vegar verbúð. Veggur var á milli en Sæbjörn og félagar hans uppgötvuðu snemma að hægt var að horfa á myndirnar gegnum skráargat. Gerðu þeir það ósjaldan. Kvöld eitt hætti hann því. „Ég var aldrei þessu vant einn að horfa gegnum skráargatið þegar Dracula greifi mætti til leiks í öllu sínu veldi. Ég er myrkfælinn að eðlisfari enda alinn upp við draugasögur og varð satt best að segja alveg skelfingu lostinn. Eftir þá lífsreynslu hætti ég að horfa á bíó gegnum skráargat.“ Eftir að Sæbjörn flutti til Reykjavíkur á ung- lingsárum fór hann að stunda bíó reglulega og hefur verið þar meira og minna síðan, eins og hann kemst að orði. Sæbirni dugði ekki að horfa bara á bíó, hann langaði líka að miðla af áhuga sínum og þekk- ingu. Hann kveðst sveittur hafa sett saman há- menningarlegan texta sem hann sýndi þeim Matthíasi og Styrmi. Þeim hefur greinilega lit- ist sæmilega á stílinn, alltént var honum boðið að skrifa eina til tvær greinar í mánuði í blaðið árið 1968, þegar hann var 24 ára. Töf varð þó á þeim skrifum og það var ekki fyrr en föstudaginn 21. febrúar 1969 að fyrsta greinin birtist en hana skrifaði Sæbjörn í félagi við vin sinn Sigurð Sverri Pálsson kvikmynda- tökumann. „Á þessum tíma voru raunar aðrir menn að skrifa um kvikmyndir í Morgunblaðið en við ýttum þeim fljótt út,“ segir Sæbjörn sposkur á svip. Fyrsta kastið var tilgangurinn með skrifum Sæbjörns og Sigurðar Sverris að kynna kvik- myndir en fljótlega byrjuðu þeir jafnframt að skrifa umsagnir um þær myndir sem voru þá stundina í kvikmyndahúsum borgarinnar. Árið 1970 fengu þeir félagar þá hugmynd við þriðja mann, Björn Vigni Sigurpálsson, sem enn starfar á Morgunblaðinu, að skrifa allir um- sögn um sömu myndina. Sjónarhornin voru sumsé þrjú. „Þetta form sló í gegn enda bylting í rýni á þeim tíma,“ segir Sæbjörn. Hauskúpan olli fjaðrafoki Um leið var tekin upp stjörnugjöf. Hún mælt- ist vel fyrir, einkum meðal kvikmynda- húsagesta, en kvikmyndahúsaeigendur höfðu takmarkaðan húmor fyrir hauskúpunni sem til- heyrði skalanum. Hún var gefin þætti mynd fyrir neðan allar hellur. „Hauskúpan var ekki vel séð af eigendum kvikmyndahúsa enda fór ekki kjaftur á hauskúpumyndirnar. Á endanum urðum við að lúffa með hana. Hann var mikill máttur kvikmyndadómanna í þá daga.“ Sæbjörn segir kvikmyndahúsaeigendur upp til hópa sómamenn en ekki skoðanalausa. Það sé svo sem ekkert óeðlilegt enda mikið í húfi. Þótt stundum hafi blásið í þessum samskiptum, eins og gefur að skilja, segir hann þau aldrei hafa skilið eftir sig illindi. „Yfirleitt hafa sam- skiptin einkennst af gagnkvæmum skilningi og virðingu. Ég hef kynnst mörgum óborganlegum karakterum í bíóunum gegnum árin.“ Sæbjörn segir það hafa komið sér á óvart hversu margir virtust lesa umsagnir hans í Morgunblaðinu. „Ég vandist viðbrögðunum fljótt en eigum við ekki að segja að ég hafi snemma lært að kunna mér hóf í skrifum mín- um. Maður lét fleira vaða í upphafi enda bara unglingsgrey á þeim tíma,“ rifjar hann upp. „En ég hef alltaf skrifað samkvæmt minni sannfær- ingu.“ Sæbjörn hefur alltaf skrifað í Morgunblaðið sem verktaki. Aldrei gegnt þar föstu starfi. Lá yfir fagtímaritum Sæbjörn sökkti sér í blöð af ýmsu tagi til að kynna sér gagnrýni og nefnir Variety, Films & Filming og sunnudagsblað New York Times sérstaklega í því sambandi. Hann segir marga góða gagnrýnendur hafa skrifað í þessi blöð, ekki síst Vincent Canby, sem hann tók sér til fyrirmyndar. „Maður var með allar klær úti til að afla sér upplýsinga og það breyttist í raun ekki fyrr en netið kom til sögunnar fyrir rúmum tíu árum. Það var algjör bylting, nú flettir mað- ur upplýsingum upp á augabragði.“ Sigurður Sverrir starfaði við hlið Sæbjörns í ‘‘ÍSLENDINGAR HAFALÖNGUM VERIÐ MIK-IL BÍÓÞJÓÐ. SÆ-BJÖRN MINNIST ÞESS AÐ ALLT FRAM Á NÍUNDA ÁRATUG- INN HAFI ÞAÐ ÞÓTT VIÐBURÐUR AÐ FARA Í BÍÓ OG FÓLK KLÆDDI SIG UPP. NÚ ERU MENN FRJÁLS- LEGRI Í FASI. ‘‘ÉG GLEYMI ÞVÍALDREI ÞEGAR ÉGFÓR Á ELLEFU-SÝNINGU EXORCIST 3 Í LITLA SALNUM Í AUSTURBÆJARBÍÓI. EKKI VAR MYNDIN GÓÐ EN ALVEG HRIKALEGA ÓHUGGULEG. ‘‘NIÐURHAL Á NETINUFÆRIST STÖÐUGT ÍVÖXT OG SÆBJÖRNGERIR SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ BÍÓIÐ MUNI EIGA UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA Í FRAMTÍÐINNI. Sæbjörn segir ekki viðlit að segja tilum fjölda bíómynda sem hann hef- ur séð um dagana en fullyrðir að þær séu í nágrenni við tíu þúsund – og lík- lega fleiri. Þá eru myndbönd og DVD- diskar meðtaldir. „Ég er alæta á kvikmyndir en vestr- inn er alltaf í sérstöku uppáhaldi. Verst hvað það er lítið af þeim núorð- ið, varla nema einn eða tveir á ári. Vestrinn hvarf á sínum tíma inn í sjón- varpið og lognaðist þar út af. Ég hef líka glettilega gaman af hrollvekjum. Það er helst að söngvamyndir fari í taugarnar á mér. Ég þoldi til dæmis aldrei West Side Story. Hún var svo til- gerðarleg.“ Þegar Sæbjörn er beðinn að tilgreina fimm bestu kvikmyndir sögunnar andvarpar hann. „Það er engin leið,“ segir hann eft- ir nokkra umhugsun. Þó tekst að toga upp úr honum nokkra titla, sem hann skilgreinir frekar sem sínar uppáhaldsmyndir. Sideways er þarna, líka Gaukshreiðrið, Blade Runner, The Shining og Grikkinn Zorba. Þá eru Slumdog Millionaire og The Curious Case of Benjamin Button honum ofarlega í huga þessa dagana enda segir hann þær myndir staðfestingu á því að enn sé hægt að búa til gott bíó. Fór að hegða sér eins og Newman og McQueen Af leikstjórum hefur Sæbjörn mest dálæti á Federico Fellini, John Ford, John Huston, Akira Kurosawa, David Fincher, Stanl- ey Kubrick, Alexander Payne og Ridley Scott. Af yngri leik- urum nefnir hann Johnny Depp, Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Kevin Bacon, Josh Brolin og Sean Penn en af þeim eldri John Wayne, Cliff Robertson, Yves Montand Steve McQueen og Paul Newman. Að ógleymdum Jack Nichol- son. „Sem ungur maður missti ég ekki af mynd með Hetjurnar hafa ætíð verið kúasmalar Þokkagyðja Sæbjörn var bálskotinn í Ing- rid Bergman. McQueen og Newman. Þetta voru fyrirmyndir manns og maður fór að hegða sér eins og þeir.“ Af leikkonum kemur hin bráðunga Ellen Page úr Juno fyrst upp í hugann en síðan drottningar á borð við Elizabeth Taylor, Katherine Hepburn, nöfnu hennar Deneuve og svo auðvitað Ingrid Bergman. „Hún er stórglæsilegasta leikkona sem drottinn hefur skapað. Ég var bálskotinn í henni, maður.“ Hvað varðar hæfileika þykir Sæbirni leik- arar í dag alveg standa gömlu Hollywood- leikurunum á sporði. Eigi að síður er hann ekki frá því að stjörnurnar hafi skinið skærar um og upp úr miðri síð- ustu öld. „Það var einhver dýrðarljómi yf- ir þessu fólki.“ Vænn Sæbjörn hef- ur mætur á John Wayne og öðrum kúasmölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.