Morgunblaðið - 15.02.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 15.02.2009, Síða 24
24 Trúarleiðtogi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Tenzin Gyatso, hinn fjórtándi Dalai Lama, flúði árið 1959 yfir til Indlands og á eftir honum um 100.000 Tíbetar. Indlandsstjórn veitti þeim hæli og á sjöunda ára- tugnum settist Dalai Lama og hluti hópsins að í bænum McLeod Ganj á Norður-Indlandi. Bærinn er hluti af Dharamsala í fylkinu Himachal Pradesh – í 2.000 metra hæð í Himalaja- fjallgarðinum. Tíbetsk menning varðveitt Í gegnum árin hef ég haft góðar aðstæður til að fylgjast með því hvernig Tíbetum í útlegð, undir forustu leiðtoga síns og með að- stoð Indlands og annarra erlendra ríkja, hefur tekist að byggja upp og varðveita hina fágætu menn- ingu sína. Á sama tíma hefur henni kerfisbundið verið útrýmt í Tíbet. Þekking og iðkun á tíbetskri læknisfræði sem eingöngu var til og stunduð í Tíbet hefur verið varðveitt í útlegð. Í dag er ekki eingöngu hægt að finna tíbetskar læknastofur alls staðar þar sem Tíbetar búa heldur einnig í Banda- ríkjunum og Evrópu. Frábærir listamenn hafa verið þjálfaðir, listamenn sem skemmta fólki sínu og ferðast um allan heim til að kynna list og menningu lands sín. Listmálun eins og hún var stunduð í Tíbet – og kallast Tanga málun – hefur varðveist og sama er að segja um aðrar handverks- greinar. Rökræðulist, sem er stunduð til að þjálfa hugann í hraðri og skarpri hugsun, sér- staklega með tilliti til þess að öðl- ast dýpri skilning á búddískri heimspeki, hefur varðveist og er notuð í klaustrum og skólum sem sérhæfa sig í búddískum fræðum. Mikilvægast af öllu – og ekki eingöngu fyrir Tíbeta heldur fyrir okkur öll – er að þeim hefur tek- ist að varðveita þá þekkingu og skilning sem var til í Tíbet, bæði í rituðu máli og í huga hinna mörgu sem tileinkuðu líf sitt námi og hugleiðslu. Í Tíbet fór námið með- al annars þannig fram að nem- endur lærðu námsefnið utan bók- ar. Margir Tíbetanna komu með eitt og eitt fræðirit með sér þegar þeir flúðu Tíbet en innihaldi margra þeirra var bjargað vegna þess að það var til í minni munk- anna sem náðu að flýja til Ind- lands. Hans Heilagleiki Dalai Lama er oft ávarpaður sem Hans Heil- agleiki. Sjálfur vill hann ekkert við heilagleikann kannast en segist hæversklega vera einfaldur búddamunkur og gerir lítið úr því að hann sé nokkuð sérstakur. Í tilfelli Dalai Lama vísar Hans Heilagleiki til innri þroska. Það er á færi fæstra okkar að sjá og meta dýpt innri þroska ein- staklings á borð við Dalai Lama – en það sem við getum séð og metið er ómæld ósérhlífni í vinnu fyrir aðra og næmi á þarfir þeirra. Einnig þann ásetning hans að vinna í þágu annarra – ekki bara á meðan aldur og kraftar endast heldur um ókomna framtíð. Núverandi Dalai Lama er sagð- ur sá fjórtándi í röðinni en end- urholdganir þessa sama huga eru sagðar ná mun lengra aftur. Ég hef oft verið viðstödd þegar Dalai Lama er spurður hvort hann muni eftir fyrri lífum sínum. Hann hefur svarað því þannig að þegar hann var ungur drengur hafi hann átt minningar frá fyrra lífi en í dag séu þær horfnar og nú muni hann ekkert. Fyrir honum þýðir endurholdgun að fæðast aftur til að ljúka verki sem áður var hafið en er ólokið. Í þeim skilningi finnst honum hann vera end- urholdgaður. Þegar hann er spurður hvort hinn fimmtándi Dalai Lama muni birtast svarar hann: „Titillinn Dalai Lama verður til vegna or- saka og aðstæðna – ef ekki verð- ur þörf á öðrum Dalai Lama verð- ur ekki Dalai Lama, en svo lengi sem tíbetska þjóðin þarfnast Dalai Lama mun verða annar Dalai Lama.“ Hann segir jafnframt: „En hvað mig varðar er það ásetn- ingur minn að fæðast aftur og aftur og hjálpa þar sem þörfin er mest.“ Það er mikilvægt að átta sig á að á bak við þennan ásetning er margra lífstíða þjálfun – þjálfun sem Dalai Lama styrkir og dýpkar dag hvern með margra klukku- tíma hugleiðslu. Dalai Lama í Laugardalshöllinni Hinn 2. júní gefst Íslendingum tækifæri að sjá og hitta Dalai Lama. Hann mun halda almennan fyrirlestur í Laugardalshöllinni um gildismat og leiðir til lífsham- ingju. Fyrirlesturinn verður þýddur jafnóðum fyrir þá sem þess óska. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.dalai- lama.is þar sem miðasala á fyr- irlesturinn fer einnig fram. Tíbetar fengu skjól á Indlandi           !            " #   $   %      sér eins og Búdda, enda spurning hvernig þeir eiga að hegða sér í mannslíkama öðruvísi en að vera manneskjulegasta manneskja sem maður getur átt von á að hitta. Persóna sem hefur hæfileika til að vera með sérhverri manneskju, hversu stutt eða lengi sem það varir, á þann hátt að hann er full- komlega „með“ henni – ekki bara í tíma og rúmi heldur einnig þar sem hún er stödd hverju sinni. Dalai Lama er með sterka út- geislun sem dregur fólk að honum – en ég er ekki í minnsta vafa um að hann sjálfur dregst einnig að fólki. Hann notar hvert tækifæri sem gefst til að staldra aðeins við og spjalla og heilsa mönnum – og lætur áhyggjufulla öryggisverði ekki stoppa sig. Þegar hann gefur sig að fólki eru viðbrögð þess oftast þannig að bros breiðist út um allt andlit, stundum er grátið en langoftast eru viðbrögðin sterk og viðmæl- andinn geymir upplifunina lengi með sér. Umhyggja hans fyrir öldruðum er einnig mjög hjartnæm, margir þeirra sem eru við dauðans dyr bíða með að deyja þar til þeir hafa hitt Dalai Lama í hinsta sinn. Þeir fara svo friðsællega þegar þessi síðasta ósk hefur verið uppfyllt. Leiðin að hamingjunni Þegar Dalai Lama er spurður hvernig hann fari að því að draga fólk svona að sér segir hann að hann upplifi hverja manneskju sem hann hitti sem vin og finni fyrir nánd með henni. Hann telur að þetta stafi af því að hann horfi allt- af á hvað hann eigi sameiginlegt með þeim sem hann er með, ekki það sem aðskilji þá. „Sérhver manneskja sem ég hitti er nákvæmlega eins og ég: Að leit- ast við að vera hamingjusöm,“ seg- ir hann. Vegna minna eigin kynna af Dalai Lama er það mér mikið gleðiefni að vita til þess að ís- lenska þjóðin fái nú að sjá og heyra í þessum einstaka manni. Heimsókn hans hefur lengi staðið til. Það er hópur áhugamanna sem stendur á bak við komu hans – fólk sem óskar eftir að gefa Ís- lendingum tækifæri til að heyra og sjá þann sem snert hefur hjörtu milljóna manna um allan heim. Heimili Þórhalla Björnsdóttir bjó í þessu litla húsi í skóginum. BÆNAVEIFUR OG BJÖLLUHLJÓÐ Hefðir Tíbetar í útlegð viðhalda þekkingu á handverki, t.d. silfursmíði. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 5155800, rannis@rannis.is www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2009. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru að jafnaði veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við gildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu Rannís, www.rannis.is fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. mars. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 515-5800 og á www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Umsóknarfrestur er til 2. mars 2009 Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.