Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 46

Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Elsku amma mín var alveg einstök. Ég hef verið inni á gafli hjá henni og afa alla tíð og hvergi verið betra að vera. Kærleikur og kímni- gáfa eru orð sem lýsa ömmu best og ef hægt er að vera úr hófi óeig- ingjarn þá var hún það svo sann- arlega. Líf hennar snerist um að hlúa að öðrum með umhyggju og heimatilbúnum veisluföngum alla daga, líka mánudaga, og var engum hleypt út nema maginn væri mettur af fyrsta flokks bakkelsi sem hún reyndar kallaði alltaf ómerkilegt rusl. Heimilið var líka einatt „úr hófi“ hreint og snyrtilegt, svo mjög að Margrét í „Allt í drasli“ hefði bliknað við samanburðinn. Það er ekki algengt að fullorðið fólk leyfi barninu í sér að blómstra, en það hreinlega ískraði í ömmu af kæti er börn og málleysingjar komu í heimsókn. Þegar við Tara mín hringdum bjöllunni á Bugðulækn- um heilsaði hún oft gegnum bréfa- lúguna með grettum og gríni svo ekki var hægt annað en að hlæja. Helga Jóhannesdóttir ✝ Helga Jóhann-esdóttir fæddist í Lækjarbæ í Miðfirði í V-Hún. 5. júlí 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 23. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 30. janúar. Rómeó, hundur Töru minnar, var í sérlegu uppáhaldi síð- ustu árin og bar amma hann um gólf eins og ungbarn og útskýrði fyrir honum allt sem fyrir augu bar. Slíkt hið sama gerði hún ætíð við börnin mín tvö er þau voru lítil og notfærði ég mér það óspart, sérstaklega er þau voru óvær því um leið og barnið var lagt í fang ömmu færðist dásamleg ró yfir það og þá um leið yfir mig móð- urina sem var oft á síðustu metr- unum. Já, þá var sko gott að eiga ömmu að. Þrátt fyrir að amma væri sérlega lítil og grönn var hún óhagganleg sem klettur með allt er viðkom henni sjálfri og stundum þrjóskari en henni var hollt. Að leita sér að- stoðar var ekki hennar háttur, neit- aði alla tíð að fá sér heyrnartæki þó að ástæða væri til og eitt sinn þurfti að bera hana lærbeinsbrotna á móti hennar vilja á „slysó“ … sagði að meiðslin myndu bara lagast. Henn- ar eina innlögn á sjúkrastofnun var í síðustu viku, þá orðin 88 ára göm- ul. Ég er ekki alveg viss um að ég vilji erfa þessa þrjósku hetjulund en að öllu öðru leyti var amma full- komin frá mínum bæjardyrum séð. Já, blessunin hún amma svo ynd- isleg, falleg og góð. Ég mun sakna hennar sárt og verð lengi að fylla upp í tómarúmið sem ég finn fyrir nú. Ég er þó óendanlega þakklát fyrir að hafa átt með henni góða tíma allt þar til hún kvaddi þennan heim og fá að upplifa þá fegurð og frið sem yfir ásjónu hennar færðist eftir stutta en strembna sjúkrahús- legu. Elsku afi, það var yndislegt að sjá hversu ástfangin og góð þið vor- uð hvort við annað og hversu vel þú hlúðir að henni er hún þurfti á þér að halda. Ég veit að Guð tekur á móti ömmu með bros á vör og trakter- ingum að hennar hætti og mun hugga okkur hin sem syrgjum sárt. Elsku amma mín, takk fyrir allt, ljúf og brosandi muntu alltaf lifa með mér. Helga Birgisdóttir. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Í örfáum orðum viljum við minn- ast ömmu Helgu og þakka henni þá hjartahlýju sem hún ætíð sýndi okkur. Amma var fíngerð og falleg kona sem átti fallegt heimili sem var henni kært. Hún var barngóð kona sem hafði einstakt lag á okkur börnunum. Heimsóknirnar til ömmu eru okkur mjög minnisstæð- ar. Alltaf var vel tekið á móti okkur, amma spurði okkur frétta og gaf okkur kleinur og kökur. Einnig mátti finna eitthvað gott að drekka í ísskápnum. Þegar amma var full- viss um að allir væru orðnir saddir og sælir var gjarnan tekið í spil, spilaður marías, eða við hjálpuð- umst að við að púsla. Amma var líka handlagin kona, saumaði gjarn- an út eða prjónaði peysur sem hafa enst mann fram af manni. Það var ætíð fastur liður að þegar við vorum búin að þakka fyrir okkur og kveðja, þá stóð amma út við borð- stofugluggann og vinkaði okkur bless. Nú vinkum við ömmu Helgu í hinsta sinn, en minningar um ein- staka ömmu lifa með okkur áfram. Sólveig, Svavar og Íris Dögg. Elsku amma mín. Núna ertu farin til englanna. Það er ekkert óeðlilegt við það og þetta er gangur lífsins. Samt er sárt að kveðja. Það er sárt að kveðja þann sem maður saknar svo mikið. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér; svo hjartahlý, góð og skemmtileg; alveg einstök. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar afa á Bugðulæk, slíkar voru móttökurnar. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar æskuminningar þaðan. Þú varst ætíð boðin og búin að gefa okkur sem komu í heimsókn allan þinn tíma, og þú lékst við okkur, spjall- aðir og spilaðir við okkur ólsen- ólsen eða rommí. Dótakassarnir voru dregnir fram og í þeim kenndi margra grasa. Þú varst líka dugleg að geyma ýmis konar umbúðir sem þér datt í hug að hægt væri að föndra og leika með. Skyrdósirnar voru einna vinsælastar, enda voru heilu borgirnar byggðar úr þeim. Ég man líka eftir því þegar við byggðum hús úr skókassa og inn- réttuðum það, bjuggum til dýrindis húsgögn úr eldspýtustokkum sem voru síðan klædd fallegum pappír. Það fannst mér spennandi. Ekki má heldur gleyma öllum kræsingunum sem bornar voru á borð með kaffinu, sérstaklega voru kleinurnar þínar góðar. Þú hafðir samt alltaf áhyggjur af að gestirnir fengju ekki nóg, sama hversu marg- ar ljúffengar sortir voru í boði. „Fáðu þér nú meira, þér veitir ekk- ert af því, það er nóg til“. Aldrei fór maður af Bugðulæknum án þess að fá sér að minnsta kosti þrjá köku- skammta. Hún amma mín var ein af þeim sem gerðu heiminn að betri stað að búa í. Þeir sem voru í návist hennar urðu betri manneskjur eftir en áð- ur. Ég held að þessa dagana sár- vanti heiminn fleiri slíkar ömmur. Orð fá ekki lýst því hversu ynd- isleg manneskja þú varst; hvað þú brostir alltaf fallega til manns með blik í augum og góðlega tóninum í röddinni þinni. Elsku amma mín, ég á svo margar fallegar minningar um þig sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Megi Guð styrkja elsku afa á þessum erfiðu tímum. Þín Berglind. Elsku langamma mín. Fallegi engill. Þú varst einstök perla og það er vissulega sárt að þú sért farin. Sorgin við að missa þig dregur úr mér mikla orku en ég veit með vissu að sál þín yfirgefur mig aldrei og fyllir mig lífsþrótti því nú ertu stór og fallegur engill sem umvefur mig áfram ást og kærleik. Elsku langamma, þú hefur gefið mér óendanlega mikla visku og ást allt frá því ég var lítil stelpa og þar til þú kvaddir, það er það dýrmætasta sem nokkur getur fengið. Ég er bú- in að vera svo heppin að þekkja þig í næstum 19 ár og þú hefur ekki að- eins verið langamma mín heldur einnig besta vinkona. Við náðum einstaklega vel saman og stundum fannst mér líkt og við værum tvær einar í heiminum við skildum hvor aðra svo vel. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Minning- arnar með þér eru ómetanlegar og það fyllir mig gleði að hugsa um þær. Þegar ég kom oft til þín eftir skóla tókstu alltaf svo vel á móti mér með opnum örmum það var svo gott að finna hlýjuna og umhyggj- una og ekki sakaði að fá kræsingar með kaffinu eins og var alltaf. Mað- ur kom alltaf útbelgdur frá þér af alls kyns góðgæti. Það var mjög sárt að sjá þig liggja veika á spítalanum og fékk mig oft til að gráta mig máttlausa en það var eins og þú vildir ekki bara sjá tár og gafst frá þér ein- staka kærleiksorku sem fékk mig til að horfa til þín, hugsa um fallegu stundirnar sem við höfum átt og brosa. Kærleiksorka þín var svo sterk að þó að þú ættir erfitt með að tala á spítalanum fann ég hverja fallega hugsun sem þú gafst frá þér. Með þér gerði ég hluti sem voru sérstakir og eftirminnilegir. Við bökuðum saman kleinur og skúffu- kökur, við spiluðum, leystum saman krossgátur og gáfum fuglunum brauð. Við dönsuðum og hlustuðum á tónlist og fórum með vísur. Þegar við gerðum eitthvað saman gleymdi ég öllum áhyggjum og sveif inn í einskonar ævintýraheim. Snotra og Rómeo elskuðu þig og stundum sendirðu mig út í búð að kaupa lifr- arpylsu svo þú ættir það besta til að gefa. Húmorinn í þér og hnyttnin heillaði mig alltaf og ég man þegar ég var lítil og skrifaði miða til þín sem á stóð: „Elsku langamma, þú ert svo skemmtileg af því að þú ert með svo góðan húmor.“ Ég man hvað við hlógum mikið eftir þetta. Það lýsir þér svo vel. Alla tíð hef ég skynjað frá þér léttleikann og æðruleysið. Þú kunnir ekki að rífast heldur tókst öllu með stakri ró og einstakri þolinmæði, sama hvað það var. Alltaf þakklát fyrir allt sem þér var fært og ekki bara veraldlega hluti heldur fyrst og fremst fyrir það sem ekki var metið í peningum. Sögur úr lífi þínu sagðirðu mér í mikilli einlægni. Þú varst einstök fyrirmynd. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég á eftir að sakna þín mikið, perlan mín. Við munum aldr- ei yfirgefa hvor aðra. Við munum halda áfram saman í blíðu og stríðu. Styrkur og kærleikur frá þér mun drífa mig áfram í daglegu lífi. Við munum hittast aftur síðar meir, megi Guð geyma þig í örmum sín- um, elsku langamma, og passa þig hvern þann dag sem líður. Takk fyrir allar gullnu stundirnar sem við höfum átt saman. Tara Sverrisdóttir. Elsku langamma, nú þegar þú hefur yfirgefið þessa tilveru þá langar mig til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þú varst yndislegasta kona sem ég þekki og það var svo mikil góðsemd sem fylgdi þér alltaf. Þú baðst aldrei um neitt en varst alltaf til í að gefa öðrum. Þú kvart- aðir aldrei undan neinu og lést aldr- ei á því bera ef eitthvað var að. Þú tókst öllum opnum örmum sem komu í heimsókn og ég man ekki eftir því að hafa komið til þín og langafa þegar ekkert var á boð- stólnum. Þér fannst alltaf gaman að fá fólk í heimsókn og leiddist ekki að bjóða upp á veitingar enda voru þær alltaf af bestu gerð. Skúffukak- an, sandkakan, pönnukökurnar, brauðsúpan og kleinurnar munu þá seint líða mér úr minni, því þetta var það besta sem hægt var að fá. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fékk stundum að baka með þér kleinur og ég man hvað mér fannst það alltaf skemmtilegt. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég minnist þess þegar við spiluðum svo oft saman og hvað mér fannst skemmtilegt að horfa á þig reyna við krossgáturnar. Ég man einnig þegar þú baðst mig um að fara að versla fyrir þig í búðinni og komst svo fram á gang þegar ég var að fara og réttir mér klink og sagðir svo: „kauptu þér eitthvað gott“. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku langamma, og ég veit að þú ert allt- af hjá mér. Þín Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Edda „litla“. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS G. GUÐJÓNSSONAR, Háaleitisbraut 14, og heiðruðu þannig minningu hans. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- hlynningar líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir, Ragnar Óskarsson, Jóhanna Njálsdóttir, Guðjón Grétar Óskarsson, Inga Grímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, MARÍU JÓHANNSDÓTTUR frá Háagerði, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða og hlýja umönnun. Benedikt Jóhannsson, Aðalsteinn Jóhannsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Freygerður Geirsdóttir, Örn Hansen. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, ÓLAFS EIÐS ÓLAFSSONAR, Ásbúð 23, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11 B og heima- hlynningar Landspítalans fyrir frábæra umönnun, aðstoð og hlýju. Líney Björk Ívarsdóttir, Bjarki Ólafsson, Eva Hrund Ólafsdóttir, Valgerður Dröfn Ólafsdóttir, Valgerður Eiðsdóttir, Ólafur Þorgrímsson, Hulda Ólafsdóttir, Þorgrímur Ólafsson, Birgir Ólafsson, Davíð Kristjánsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGURJÓNU STEINGRÍMSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hagamel 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Gylfi Guðmundsson, Marta Sigurðardóttir, Guðný Steingrímsdóttir, Sveinn Steingrímsson, Edda J. Gylfadóttir, Guðlaugur Viktorsson, Þórunn H. Gylfadóttir, Þorsteinn S. Guðmundsson, Guðmundur Gylfason, Valgerður Erlingsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.