Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Gagnavarslan ehf. er eittþeirra fyrirtækja sem hafaverið að koma sér fyrir ágamla varnarliðssvæðinu á
Vallarheiði í Reykjanesbæ. Þar hóf
Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi
fyrirtækisins, störf við þriðja mann
fyrir tæpu ári en nú eru starfsmenn
orðnir 25-30 og fer starfsemin vax-
andi.
Brynja er viðskiptafræðingur af
endurskoðunarsviði og hefur unnið
við bókhald, fjármál og stjórnun fyr-
irtækja um árabil. „Þegar ég varð
fertug ákvað ég að láta gamlan
draum rætast og stofna eigið fyrir-
tækið. Ég vildi finna eitthvað sem ég
gæti starfað við til frambúðar. Lang-
aði jafnframt að fara inn á alveg nýj-
an vettvang,“ segir Brynja. Hún gaf
sér góðan tíma til að þróa viðskipta-
hugmynd sem krefst mikillar sér-
þekkingar og tókst að hrinda í fram-
kvæmd.
Hún segist hafa skoðað ýmis við-
skiptatækifæri en leitað að lokum í
eigið áhugasvið. „Ég hef safnað antik-
munum frá unga aldri. Fjöl-
skyldusafnið er heima hjá mér. Ég er
líka skjalamöppudýr, hef geymt öll
mín skjöl frá því ég fór að búa. Mér
hefur alltaf fundist þetta heillandi
heimur,“ segir Brynja. Þá segist hún
hafa fundið það í sínum fyrri störfum
hvað mikið vantaði upp á að skjala-
varsla væri í lagi. Skjalageymslur
væru gjarnan afgangsstærð, niðri í
kjallara eða uppi á lofti, og hún hefði
þurft að eyða allt of miklum tíma í að
leita.
Skjöl á varahlutalager
Starfsemi Gagnavörslunnar geng-
ur út á það að aðstoða fyrirtæki og
stofnanir við að varðveita skjöl og
muni á öruggan hátt og gera aðgengi-
leg fyrir starfsmenn fyrirtækjanna. Í
þeim tilgangi hefur verið byggð upp
sérfræðikunnátta, sérhæfður hug-
búnaður og aðstaða til að varðveita
gögn og muni. Í starfshópnum er fólk
með mikla menntun og sérhæfingu.
Gagnavarslan fékk inni til bráða-
birgða í hluta húsnæðis sem Verne
Holdings ehf. keypti á gamla varn-
arliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli
fyrir væntanlegt gagnaver. Í húsinu
var áður varahlutalager sjóhersins og
Brynja segir að hægt hafi verið að
koma starfseminni þar fyrir án mik-
illa breytinga. Vitaskuld hafi þurft að
leggja í kostnað við öflug öryggis-
kerfi. Ætlunin var að nota tímann til
að byggja nýtt sérhæft húsnæði yfir
starfsemina. Brynja segir að að-
stæður í þjóðfélaginu leyfi það ekki
nú þannig að ætlunin er að kaupa
húsnæði á Vallarheiði og laga að þörf-
um fyrirtækisins. Jafnframt segir
hún mikilvægt að eiga möguleika á að
byggja við sérhæft húsnæði, þegar
aðstæður skapist.
Ástæðuna fyrir því að fyrirtækið
var byggt upp á Vallarheiði má rekja
til umræðna sem urðu um mögu-
leikana á Keflavíkurflugvelli, eftir
brottför varnarliðsins. Brynja sendi
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í
Reykjanesbæ, fyrirspurn með tölvu-
bréfi að kvöldi dags. Það vakti eft-
irtekt hennar að Árni svaraði um hæl
og síðan gekk málið í gegn á stuttum
tíma. Samningur sem bærinn gerði
við Gagnavörsluna um varðveislu
skjalasafns bæjarins og menning-
arminja á vegum safna bæjarins
skapaði ákveðinn grundvöll. „Starfs-
fólk Reykjanesbæjar tók frábærlega
á móti okkur,“ segir Brynja.
Fljótari að finna gögnin
Brynja er ánægð með lífið á Vall-
arheiði þar sem verið er að þróa starf-
semi til að nýta aðstöðuna sem
Bandaríkjaher skildi eftir. Hún segir
að fjarlægðin frá viðskiptavinum á
höfuðborgarsvæðinu hái ekki starf-
seminni. „Við erum fljótari að finna til
gögnin og koma þeim til starfsmanna
fyrirtækjanna en ef þeir sjálfir væru
að leita með gamla laginu í sínum eig-
in geymslum,“ segir Brynja.
Gagnavarslan býður fyrirtækjum
heildarlausnir í skráningu og varð-
veislu skjala, jafnt á pappír sem raf-
rænt. Starfsmenn Gagnavörslunnar
fara í fyrirtækin og taka skjölin úr
geymslum. Síðan eru skjölin flokkuð,
skráð og þeim pakkað í viðeigandi
umbúðir í aðstöðunni á Vallarheiði og
varðveitt þar. „Við vinnum með fyr-
irtækjunum og gegnum hlutverki
skjalastjóra fyrir mörg þeirra. Við
erum í betri aðstöðu til þess að gera
kröfur á starfsmennina en starfsfólk
fyrirtækjanna sem vinnur þetta með
öðrum störfum. Og forstjóri fyrir-
tækis á aldrei að þurfa að hugsa um
skjalamál, tími hann nýtist betur í
aðra hluti,“ segir Brynja.
Hún segir að nú þurfi mörg fyr-
irtæki að hagræða í rekstri. Einn lið-
ur í því sé að útvista þjónustu eins og
skjalavörslu og bindur hún vonir við
áframhaldandi uppbyggingu fyrir-
tækisins.
Mikið atvinnuleysi er á Suður-
nesjum og Brynja segir að Gagna-
varslan geti auðveldlega bætt við sig
verkefnum sem skapað gætu 20 til 30
störf. Nefnir að mikið verk sé óunnið
við flokkun og skráningu gagna hjá
Þjóðskalasafni og fleiri stofnunum
ríkisins. Verið er að skoða það að
Gagnavarslan sjái um að koma á
laggirnar héraðsskjalasafni á Suð-
urnesjum. Það yrði nýjung, að einka-
fyrirtæki fengi slíkt hlutverk, en
Brynja segir að engin lagaákvæði
standi í vegi fyrir því.
Gagnavarslan lítur einnig til út-
landa. Segir Brynja að þar séu alls
kyns verkefni sem auðvelt sé að
sinna á Íslandi. Eitt gott safn gæti
fyllt stóra vörugeymslu á stuttum
tíma. Brynja tekur fram að þau fari
varlega í þessu efni, fylgist með
markaðnum og taki þátt útboði með
öðrum og tíminn leiði í ljós hvað út úr
þessu komi.
Á að vera úti á landi
Þótt höfuðstöðvar Gagnavörsl-
unnar séu í Reykjanesbæ er fyr-
irtækið einnig með skrifstofuaðstöðu
í Hafnarfirði. Segir Brynja að ekki
hafi verið hægt að koma forrit-
urunum sem sækja þurfti til Reykja-
víkur lengra frá miðborginni, enda
gengur aðstaðan undir nafninu 101
Reykjavík, þótt hún sé í Hafnarfirði.
Þar er líka vinnu- og fundaaðstaða
fyrir aðra starfsmenn fyrirtækisins,
þegar þeir þurfa að vera nær við-
skiptavinum á höfuðborgarsvæðinu.
Brynja hefur áhuga á að byggja
upp aðstöðu í öllum landshlutum.
Hún hefur verið að vinna með sveit-
arfélögum á Austfjörðum, Vest-
urlandi og víðar við að koma upp
starfsstöðvum. Hún segir að víða um
land sé ónotað atvinnuhúsnæði sem
hægt væri að finna nýtt hlutverk.
„Mér finnst að þessi verkefni eigi að
vera úti á landi. Það er hagkvæmt
enda lítil skynsemi í því að nota dýrt
skrifstofuhúsnæði í Reykjavík til að
geyma skjöl,“ segir Brynja.
Morgunblaðið/RAX
Önnum kafin Brynja Guðmundsdóttir sest við borðsendann hjá hópi starfsmanna. Vinstra megin borðs eru Gunn-
hildur Manfreðsdóttir og Andrea Rafnar og hægra megin Jón Tryggvi Sveinsson og Ragnhildur Gunnarsdóttir.
Þrjátíu manna fyrir-
tæki varð til á vara-
hlutalager sjóhersins
þegar Brynja Guð-
mundsdóttir ákvað að
söðla um og stofna
fyrirtæki á sínu helsta
áhugasviði.
Nýtt hlutverk Varahlutalager sjóhersins hefur fengið nýtt hlutverk. Þar
eru skjalakassar og safnmunir varðveittir á öruggan og aðgengilegan hátt.
Gagnavarslan getur auð-
veldlega bætt við sig
verkefnum sem skapað
gætu 20 til 30 störf.
Alltaf fundist þetta heillandi heimur
Brynja Guðmundsdóttir ætlaði að
verða endurskoðandi, þegar hún
lauk prófi í viðskiptafræði af end-
urskoðunarsviði. „En hvað ætlar
þú að gera við börnin?“ spurði
væntanlegur vinnuveitandi þegar
Brynja upplýsti hann um að hún
væri einstæð móðir með tvö börn.
Hún segist ekki hafa haft áhuga á
starfinu eftir að þessi orð féllu.
Hún flutti í staðinn til Blönduóss
þar sem henni var boðið að taka
við stöðu skrifstofustjóra og aðal-
bókara hjá Kaupfélagi Húnvetninga
og Sölufélagi Austur-Húnavatns-
sýslu. Hún segir að starfið hafi ver-
ið fjölbreytt og hún þurft að fást
við ótrúlega mörg viðfangsefni
enda var Kaupfélagið þá eigandi
flestra fyrirtækjanna á staðnum.
„Það var líka mikil lífsreynsla að
flytjast á stað úti á landi þar sem
maður þekkti engan fyrir,“ segir
Brynja.
Hún er frá Akureyri og hafði
kennt einn vetur á Vopnafirði,
þannig að hún var ekki alveg
ókunnug lífinu á landsbyggðinni.
Eigi að síður hefur starfsvett-
vangur hennar verið í Reykjavík,
eftir að hún flutti frá Blönduósi.
Hún hefur verið í stjórnunar-
stöðum í bókhaldi og fjármálum
hjá ýmsum fyrirtækjum, meðal
annars Stöð 2, Símanum og Skýrr.
Í öllum þessum störfum hefur
Brynja aflað sér dýrmætrar reynslu
og viðskiptasambanda sem hún
segir að nýtist sér nú, eftir að hún
ákvað að stofna eigið fyrirtæki.
Tekið úr reynslubankanum
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞAÐ STREYMIR fram endalaust efnið á net-
inu sem geymir persónulegar upplýsingar um
einstaklinga, áhugamál þeirra og hagi. Þessi
gullkista fyrir fræðimenn framtíðarinnar er hins
vegar ekki varanleg. Til eru tölvupósthólf sem
hreinsast við notkunarleysi og orðin sem eru lát-
in falla á spjallsíðum varðveitast ekki fremur en
samræður á kaffihúsum, ef frá eru talin þau
samræðubrot sem varðveitt eru í bókum.
Það er einmitt þetta eðli netsins sem gerir það
að verkum að deilan um samskiptamiðilinn Fa-
cebook er svo áhugaverð, það er grundvallar-
spurningin um hvort rekstraraðilar síðunnar
mega eiga efnið sem notendurnir birta, texta og
myndir, svo sem úr einkasamkvæmum.
Þetta er spurning sem brennur á vörum um
175 milljóna notenda Facebook um heim allan,
eftir að notendaskilmálum síðunnar var breytt á
þann veg að klásúla sem varðaði rétt rekstrar-
aðilans til að varðveita efni sem notandinn hefur
eytt var fjarlægð. Skrefið olli miklu fjaðrafoki og
túlkuðu neytendasamtökin The Consumerist
það sem yfirlýsingu um að allt efni á síðunni
væri eign fyrirtækisins.
Tugir þúsunda mótmæla breytingum
Á fimmta tug þúsunda notenda síðunnar tóku
sig saman og efndu til mótmæla á netinu vegna
breytinganna, sem hafa nú verið teknar til baka
tímabundið, að því er fram kom í bloggi Mark
Zuckerberg, stofnanda Facebook.
Geta áhugasamir komið fram hugmyndum
um breytingar á síðunni Facebook Bill of Rights
and Responsibilities, sem notendur ættu að eiga
hægt um vik að nálgast.
Ætla má að mörgum sé heitt í hamsi, enda
hafa þeir í sakleysi sínu látið persónuleg gögn á
netið í trausti þess að þau væru aðeins fyrir þá
sjálfa og vini þeirra á Facebook.
Mega aðrir eiga minningar þínar á netinu?
Í eigu hvers? Spurningin snýst hvort rekstraraðilar Facebook megi eiga efnið sem þar er birt.