Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 42
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
KANADÍSKI rithöfundurinn
Margaret Atwood hefur hætt við
þátttöku í alþjóðlegri bók-
menntahátíð í
Dubai, sem
kennd er við
Emirates Airl-
ine. Tók hún
ákvörðunina eft-
ir að rithöfund-
urinn Geraldine
Bedell var sett á
svartan lista í
arabísku fursta-
dæmunum, fyrir
„mögulega móðgun“ við menningu
og siði þar.
Atwood, sem var gestur Bók-
menntahátíðar í Reykjavík árið
2005, er varaforseti Pen, hinna al-
þjóðlegu samtaka rithöfunda.
Samkvæmt The Guardian hefur
stjórn Pen ritað stjórnanda hátíð-
arinnar bréf, þar sem harmað er
hvaða afstaða hefur verið tekið
gagnvart skáldsögu Bedell, The
Gulf Between Us.
„Ég hlakkaði til hátíðarinnar og
að hitta lesendur þar, en sem
varaforseti Pen – samtaka sem
bera rétt höfunda til að tjá sig
fyrir brjósti – þá get ég ekki tekið
þátt í hátíðinni í ár,“ segir í bréfi
sem Atwood birti á heimasíðu
sinni.
Saga Bedell er rómantísk gam-
ansaga sem gerist í ímynduðu
furstadæmi við Persaflóa. Til stóð
að bókin kæmi formlega út á há-
tíðinni en stjórnendurnir báru síð-
an fyrir sig að af því gæti ekki
orðið, þar sem íslam og Persaflóa-
stríðið koma við sögu. Þá er ein
persónanna samkynhneigður
fursti.
Atwood
hættir við
Margaret
Atwood
Fer ekki til Dubai
Kvikmynda-
framleiðendur
hafa lýst yfir
áhuga á húseign-
unum við Sætún
8, þar sem Kaffi-
brennsla Ó.
Johnson & Kaab-
er og Heimili-
stæki voru áður.
Stofnun Fran-
cescu von Habs-
burg, dánarbú Dieters Roth og Ný-
listasafnið hafa einnig lýst yfir
áhuga á húsunum fyrir listamiðstöð.
Húsin eru alls á áttunda þúsund fer-
metrar.
„Við leggjum fljótlega fram til-
boð,“ segir Ari Kristinsson, einn
þeirra sem eru í forsvari fyrir kvik-
myndagerðarmenn. „Þarna eru
skemmur sem virka ágætlega fyrir
stúdíó, vel innréttað skrifstofu-
húsnæði, og allskyns geymslur. Það
virðist vera mikill áhugi hjá fólki í
þessum geira að vinna saman þarna.
Á næstunni verður samdráttur og
ef bæði fyrirtæki og frílansfólk
flytja þarna inn, geta þessir aðilar
leitað hver til annars, auk þess að
sameinast um stúdíó. Í því fælist
veruleg hagkvæmni,“ segir Ari.
„Þarna mætti fara inn og hefja
starfsemi án mikils kostnaðar.“
Gögn um húsnæðið birtast á
næstu dögum á heimasíðu Sam-
bands íslenskra kvikmynda-
framleiðenda. „Mér heyrist að við
náum alveg að fylla þetta,“ segir
Ari. „SÍK hefur forystu um þessa
samvinnu en hún ætti að vera öllum
framleiðendum til hagsbóta.“
efi@mbl.is
Vilja Sæ-
túnshúsin
Ari
Kristinsson
ÁSMUNDUR Ásmundsson
myndlistarmaður verður í sófa-
spjalli í fjölnotasal Hafnar-
hússins í kvöld kl. 20.
Í sófaspjallinu mun Ásmund-
ur bregða upp svipmyndum af
hugmynda- og vinnuferli sínu
og sýna verk sem tengjast sýn-
ingu hans, Holu, í Hafnarhús-
inu og spjalla við gesti um til-
urð verksins, en það var unnið
með hjálp skólabarna. Einnig
verður tæpt á umfjöllunarefnum Ásmundar sem
snerta listir og samfélagið úr skrifum hans fyrir
Viðskiptablaðið.
Klara Þórhallsdóttir myndlistarmaður mun
stjórna umræðum.
Myndlist
Sófaspjall í Hafnar-
húsinu
Ásmundur
Ásmundsson
GEIR Sigurðsson, lektor í kín-
verskum fræðum, heldur á
morgun, föstudag, fyrirlest-
urinn Kínversk siðfræði og
samfélagshyggja.
Fjallað verður um hug-
myndafræði konfúsískrar sið-
fræði, ádeilur á hana frá vest-
rænum og asískum
sjónarmiðum og hlutverk
hennar í samtímanum. Er
þetta sjötti fyrirlesturinn af
ellefu í fyrirlestraröðinni Siðfræði og samfélag
sem Siðfræðistofnun stendur fyrir í tilefni 20 ára
starfsafmælis stofnunarinnar.
Fyrirlesturinn hefst kl. 15.15 í fyrirlestrasal
Þjóðarbókhlöðunnar.
Siðfræði
Fyrirlestur um kín-
verska siðfræði
Geir
Sigurðsson
EFTIR jólabókaflóðið: Ynd-
islestur með Einari Kárasyni,
er heiti námskeiðs sem hefst
hjá Endurmenntun Háskóla
Íslands í kvöld. Í leshringnum
verða lesnar sex til átta bækur
frá síðasta ári. Áhersla verður
á fjölbreytni og lesnar íslensk-
ar skáldsögur, þýðingar og
ljóð. Rithöfundar heimsækja
hópinn og ræða við þátttak-
endur um verk sín. Verkin
verða sett í samhengi við samtímann, fyrri verk
höfunda og þau rædd út frá ólíkum hliðum bók-
menntafræðinnar. Fyrsta bókin í hringnum er
Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur en
hringurinn ákveður svo framhaldið í sameiningu.
Bókmenntir
Yndislestur með
Einari Kárasyni
Einar
Kárason
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
CAPUT, sem lengi hefur verið
merkisberi samtímatónlistarinnar á
Íslandi, hefur þekkst boð vestur-
þýska útvarpsins WDR um að leika
á sérstökum útvarpstónleikum í
beinni útsendingu í Köln. WDR
pantaði af tilefninu ný verk hjá einu
íslensku tónskáldi og öðru þýsku,
þeim Atla Ingólfssyni og Günter
Steinke.
Vildu kynna íslenska tónlist
Hugmynd WDR byggist á því að
flytja íslenska tónlist fyrir þýska út-
varpshlustendur ásamt því að stofna
til samstarfs þekktra þýskra tónlist-
armanna, þeirra Beate Zelinsksy,
David Smeyers og Günter Steinke
og Caput hópsins.
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
er talsmaður Caput.
„Við erum ekki þannig að við
reynum mikið að koma okkur sjálf á
framfæri erlendis. Í þetta sinn var
Caput boðið til Kölnar
Spila á tónleikum í beinni útsendingu hjá WDR Tónleikahaldarar pöntuðu
verk hjá Atla Ingólfssyni fyrir tónleikana Verk Atla hljóðritað fyrir útvarpið
Caput „Hugmynd WDR byggist á því að flytja íslenska tónlist fyrir þýska útvarpshlustendur,“ segir Kolbeinn.
hringt í Guðna Franzson, – West-
deutscher Rundfunk í Köln vildi
bjóða okkur að halda tónleika 28.
febrúar í sal útvarpsins, sem okkur
er sagt að sé einn stærsti kamm-
ermúsíksalur í Köln. Það var um
þessa dagsetningu að ræða eða
sleppa því. Við vorum hikandi til að
byrja með því það gekk illa að
manna sveitina og þeir sem spila
með Sinfó uppteknir á þessum tíma.
En okkur langaði mjög til að fara, og
á endanum tókst okkur þetta.“
Tveir Íslendingar í Þýskalandi
ganga til liðs við Caput í Köln, Ing-
ólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari
sem er við framhaldsnám í Berlín,
og Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari
sem hefur búið ytra um árabil, en
hún var einn af stofnendum Caput á
sínum tíma.
Vildu verk eftir Atla Ingólfsson
„WDR vildi að við spiluðum verk
eftir Atla Ingólfsson, og báðu líka
um að þetta yrði langt prógram,
tvisvar fjörutíu músíkmínútur í allt.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð
útvarpsins og listrænn stjórnandi
hennar, Frank Hillberg þekkti vel til
tónlistar Atla.“
Efnisskrá tónleikanna verður
viðamikil og er að sögn Kolbeins
unnin í samvinnu við Þjóðverjana.
Þrjú íslensk tónskáld eiga verk á
tónleikunum, auk Atla eru það
Haukur Tómasson og Snorri Sigfús
Birgisson. Aðrir höfundar eru góð-
kunningi Caput, danska tónskáldið
Bent Sörensen, Steinke og rúm-
enska tónskáldið Georg Balint sem
Caput vann með í Rúmeníu í desem-
ber 2007. „Rúmensku tengslin okkar
eru sterk,“ segir Kolbeinn. „Við
ímyndum okkur að við gerum Balint
greiða með því að koma verki hans á
framfæri í þýska útvarpinu og von-
um að hann fái smá pening fyrir.“
Daginn eftir tónleikana verða
nýju verkin tvö hljóðrituð, en WDR
stendur straum af kostnaði við tón-
leikana, upptökurnar og boð Caput
til Þýskalands öðrum en ferðunum
sem Caput fer með Loftbrúnni.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SIRKUSATRIÐI, er orð sem manni dettur í
hug við þær sögur sem ganga af frumflutningi
Fiðlukonserts Beethovens.
Beethoven var á síðustu stundu að semja
fiðlukonsertinn, en ein mesta vonarstjarna þess
tíma, fiðluleikarinn Franz Clement átti að frum-
flytja hann á tónleikum. Sagan segir að konsert-
inn hafi ekki verið tilbúinn fyrr en tveimur dög-
um fyrir tónleikana, og þá hafi jafnvel vantað
eilítið upp á. Clement hafði því ekki mikinn tíma
til að æfa verkið. Hann notaði því tækifærið á
tónleikunum, lýsti frati á seinaganginn í Beetho-
ven með því að hætta leik eftir fyrsta þátt kons-
ertsins og spila þá verk eftir sjálfan sig, með
fiðluna á hvolfi, áður en hann kláraði Beethoven.
Það liðu 38 ár þar til fiðlukonsertinn var spil-
aður aftur, og þá var það rómaður snillingur, Jo-
seph Joachim sem það gerði á tónleikum undir
stjórn Mendelssohns.
Það má búast við því að sirkusatriðin verði af
allt öðrum toga í kvöld, þegar Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands leikur Fiðlukonsert Beethovens,
auk verka eftir Carl Nielsen og Gerald Finzi.
Einleikari er nefnilega ein af stórstjörnum sam-
tímans í klassískri tónlist, Leila Josefowich – af-
burðafiðlari og meir að segja handhafi amer-
ískra snillingaverðlauna. Hún spilar á
Guarneri-fiðlu frá 1724. Tónleikarnir verða að
vanda í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30, en Leila
og hljómsveitarstjórinn, Rumon Gamba spjalla
við áheyrendur við sviðið að tónleikum loknum.
Leila bjargar Beethoven
Leila Josefowicz Ótvíræður snillingur.
Fiðlukonsert Beethovens á Sinfóníutónleikum í kvöld
Caput hefur átt óvenju annríkt
að undanförnu; Kolbeinn kallar
það brjálað at, og segir það
hafa verið meira en fulla vinnu
fyrir suma meðlimi Caput.
Árið hófst með fjölskyldu-
tónleikum í Ráðhúsinu. Þá lék
Caput í upptökum á óperunni
Skuggaleik eftir Karólínu Ei-
ríksdóttur og Messíönu Tóm-
asdóttur. Að því búnu tók við
æfingaskorpa fyrir Kölnartón-
leikana. Caput var að venju
með tónleika á Myrkum mús-
íkdögum og heilmikil vinna fyr-
ir þá, að sögn Kolbeins. Þar
var meðal annars flutt verk
eftir Philippe Manoury og verð-
launaverkið Nine Tensions eftir
Einar Torfa Einarsson. Strax að
loknum Myrkum músíkdögum
fór Caput í upptökustúdíó og
hljóðritaði þrjú verk eftir
Steingrím Rohloff með
„þungavigtarstjórnandanum“
Christian Eggen.
Eftir Kölnarferðina hljóðritar
Caput með Schola cantorum
Hallgrímspassíu Sigurðar Sæv-
arssonar og flytur auk þess á
tvennum tónleikum. Þá fer Ca-
put til Finnlands og spila með
Sinfóníuhljómsveitinni í Vasa
þar sem fluttir verða íslenskir
einleikskonsertar, en sér-
staklega var beðið um að
Guðni Franzson yrði hljóm-
sveitarstjóri. Þar verður frum-
fluttur Flautukonsert nr. 2 eftir
Atla Heimi Sveinsson. Caput
verður líka með eigin tónleika í
Vasa.
Brjálað at í
kreppunni
Hann er búinn að
vera í fararbroddi í
laga- og textasmíðum á Ís-
landi í 30 ár. 44
»