Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 8
8 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009
Heimir ÖrnÁrnason og
Ingvar Árnason
tóku út leikbann í
liði Vals í leiknum
gegn Haukum á
Ásvöllum. Þá gat
Sigfús Sigurðs-
son ekki leikið
með Valsmönnum
þar sem hann er tognaður aftan í
læri. Óvíst er hvort hann verður bú-
inn að ná sér fyrir bikarúrslitaleikinn
gegn Gróttu sem fram fer um næstu
helgi. Haukarnir léku án Gísla Jóns
Þórissonar sem er á sjúkralistanum.
Gísli Kristjánsson skoraði 4 mörkfyrir lið sitt, Nordsjælland sem
vann sigur á Viborg, 28:21 í dönsku
úrvalsdeildinni í handknattleik. Nor-
dsjælland er í 7. sæti af 14 liðum í
deildinni og á góða möguleika á að
komast í átta liða úrslitin um danska
meistaratitilinn. Liðið er fjórum stig-
um á undan Fredericia sem er í ní-
unda sætinu.
Rut Jónsdóttir skoraði 2 mörkfyrir lið sitt, Tvis Holstebro,
sem gjörsigraði Brabrand, 35:21 í 1.
deild kvenna í Danmörku. Lið Rutar
er í efsta sæti deildarinnar með 38
stig.
Systir hennar, Auður Jónsdóttir,var markahæst í sínu liði, Ring-
köbing, með 6 mörk þegar það bar
sigurorð á Nordköbenhavn, 25:22 í
dönsku 1. deildinni, þeirri næstefstu.
Hefur liðið 26 stig í 6. sæti deild-
arinnar.
Þórir Ólafssonvar í stóru
hlutverki hjá N-
Lübbecke og var
markahæstur
með 7 mörk þegar
lið hans lagði Wil-
helmshavener að
velli, 26:23, í norð-
urriðli þýsku 2.
deildarinnar í
handknattleik á laugardaginn. N-
Lübbecke er efst með 40 stig af 42
mögulegum og stefnir hraðbyri á
efstu deildina á ný. Hamm er í öðru
sæti með 36 stig og Burgdorf er í
þriðja sætinu með 33 stig.
Burgdorf vann líka á laugardag-inn, lagði Altenholz á útivelli,
29:25, og er því enn með í baráttunni
um að fara upp. Liðin í öðru sæti riðl-
anna komast í umspil. Hannes Jón
Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Burg-
dorf og Heiðmar Felixson 3 en það
var fyrrverandi KA-maðurinn And-
rius Stelmokas sem var markahæst-
ur í liði þeirra með 9 mörk. Heiðmar
hefur sem kunnugt er þegar samið
við N-Lübbecke og fer til liðsins í
sumar.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
SEGJA má að tapið gegn erkifjend-
unum í FH í byrjun nóvember hafi
verið ákveðinn vendipunktur hjá
leikmönnum Hauka. Eftir þann leik
settust þeir niður ásamt þjálfurum
þar sem málin voru krufin til mergj-
ar og frá ósigrinum í Kaplakrika
hafa Haukarnir unnið átta leiki í röð
í deildinni og greinilega náð vopnum
sínum.
Leikur toppliðanna á Ásvöllum
reyndist ekki sá spennuleikur sem
flestir reiknuðu með að yrði. Hauk-
arnir voru einfaldlega sterkari á
flestum sviðum og uppskáru afar
sannfærandi sigur. Eftir jafnar
fyrstu tíu mínútur leiksins náðu
meistararnir undirtökunum sem
þeir létu ekki af hendi. Öflugur
varnarleikur, þar sem Eyjamenn-
irnir Gunnar Berg Viktorsson, Arn-
ar Pétursson og Kári Kristján
Kristjánsson mynduðu hálfgerðan
Heimaklett, og jöfn og góð mark-
varsla Birkis Ívars Guðmundssonar
lögðu öðru fremur grunninn að sigri
Haukanna. Valsmenn áttu engin
svör við sterkri vörn heimamanna.
Leikur þeirra var ómarkviss og óag-
aður en Haukarnir léku af festu og
ákveðni. Haukarnir sigu hægt og
bítandi fram úr og voru búnir að
tryggja sér sigur löngu áður en leik-
tíminn var búinn.
Sigurbergur Sveinsson, Kári
Kristjánsson og Birkir Ívar voru
fremstir á meðal jafningja í sterku
liði Hauka en Fannar Þór Frið-
geirsson lék best í stemningslausu
liði Vals.
„Við erum á fínu róli og höfum svo
sannarlega tekið okkur á frá því fyrr
á tímabilinu. Þá voru miklar sveiflur
í leik okkar og við áttum erfitt með
að einbeita okkur í deildinni á milli
Evrópuleikjanna. Við náðum að
rétta okkur af fyrir jólin og notuðum
janúar til að æfa mjög vel og það
hefur svo sannarlega skilað sér.
Efsta sætið er okkar og verður
það,“ sagði Haukamaðurinn Einar
Örn Jónsson við Morgunblaðið.
„Haukarnir voru bara betri á öll-
um sviðum. Ég var sáttur að vera
ekki nema tveimur mörkum undir í
hálfleik en ég vonaðist eftir því að
við myndum taka okkur á í þeim
seinni. Því miður gerðist það ekki.
Sóknarleikurinn gekk engan veginn
og þessi leikur var mjög svipaður og
þegar við mættum þeim hér fyrir
mánuði. Haukarnir voru bara
grimmari í þessum hálfgerða úr-
slitaleik og það verður erfitt fyrir
önnur lið að ná þeim úr þessu,“
sagði Óskar B. Óskarsson, þjálfari
Vals.
Haukar stigu stórt skref
í átt að sigri í deildinni
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka stigu
stórt skref í átt að deildarmeist-
aratitlinum eftir öruggan og sann-
gjarnan sigur á Val, 25:22, í toppslag
N1-deildar karla í handknattleik en
systraliðin áttust við á Ásvöllum. Sig-
urinn var öruggari en lokatölur gefa
til kynna því Valsmenn skoruðu þrjú
síðustu mörk leiksins. Með sigrinum
náðu Haukar eins stigs forskoti á Val
í efsta sætinu og eiga leik til góða
gegn botnliði Víkings.
Morgunblaðið/hag
Sterkur Sigurbergur Sveinsson ógnar marki Valsara einu sinni sem oftar en hann skoraði sjö mörk í leiknum.
Unnu toppslaginn gegn Valsmönnum, 25:22. Áttundi sigur Haukanna í röð
DAGUR Sigurðsson, landsliðsþjálfari Aust-
urríkismanna og verðandi þjálfari þýska
liðsins Füchse Berlin, lék sinn fyrsta leik á
Íslandsmótinu í 13 ár þegar hann kom inn
á í liði Vals þegar um 13 mínútur voru eftir
af leik Hauka og Vals. ,,Ég hefði viljað vera
í betra formi en ég hef nánast ekkert
hreyft mig. Þar sem það vantaði menn í
hópinn átti ég að sitja á bekknum en það
var skandall hjá leikmönnum Vals að ég
skyldi vera sendur inn á. Það voru gríð-
arleg vonbrigði að sjá til liðsins og sumir
leikmenn gerðu ekkert annað en að skokka með. Menn
spiluðu afar illa í sókn og vörn, markvarslan lítil og liðið kar-
akterlaust. Ef liðið spilar svona á móti Gróttu í bikarúrslita-
leiknum vinnur Grótta,“ sagði Dagur við Morgunblaðið en
sóknarleikur liðsins skánaði til muna þegar þessi fyrrverandi
leikstjórnandi og fyrirliði íslenska landsliðsins kom inn á.
gummih@mbl.is
Fyrsti leikur Dags á
Íslandsmóti í 13 ár
Dagur
Sigurðsson
„ÞAÐ er mikill heiður fyrir mig að hafa fengið að stjórna Degi
Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni. Þetta eru tveir af mínum
bestu félögum. Það er gott að Dagur endar sinn feril í Valsbún-
ingnum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari bikarmeistara
Vals, við Morgunblaðið en Óskar, sem er einnig aðstoðarþjálf-
ari íslenska landsliðsins, ákvað að skella gamla reynslubolt-
anum Degi Sigurðssyni inná í toppslagnum gegn Haukum á Ás-
völlum á laugardaginn. Dagur kom inná þegar 13 mínútur voru
eftir en Valsmenn voru þá undir, 22:16, og töpuðu leiknum með
þriggja marka mun, 25:22.
Spurður hvort Dagur ætti eftir að koma meira við sögu á
tímabilinu sagði Óskar: „Mér fannst gott fyrir strákana að hafa
hann með okkur. Hann hefur staðið sig vel á æfingunum og
hann kann þessa hluti. Við tjöldum okkar besta liði hverju sinni
og aldurinn er afstæður í þessum bransa ef menn eru í formi.
Nú verðum við bara að taka okkur saman og koma okkur í góð-
an gír fyrir stærsta leik ársins sem er bikarúrslitaleikurinn,“
sagði Óskar Bjarni en Valur og Grótta bítast um bikarinn um
næstu helgi. gummih@mbl.is
Mikill heiður að fá að
stjórna Degi og Ólafi
SIGURBERGUR Sveinsson, stórskytta
Haukanna, átti frábæran leik gegn Vals-
mönnum þegar toppliðin áttust við á Ásvöll-
um. Sigurbergur skoraði sjö mörk með
þrumufleygum og það er næsta víst að hann
kemur til með að yfirgefa meistaraliðið úr
Hafnarfirði í sumar og reyna fyrir sér í at-
vinnumennsku enda efni í frábæran hand-
boltamann. „Þetta var góður sigur hjá okkur
og framhald af því sem við höfum gert eftir
áramótin. Við tókum okkur saman hug-
arfarslega og vélin er bara komin í gang hjá
okkur. Við verðum ekki stöðvaðir úr þessu,“ sagði Sigurbergur.
Spurður út í atvinnskumennskuna sagði hann sposkur á svip:
„Ég hef sett stefnuna á að fara út og það eru þreifingar í gangi
bæði í Þýskalandi og Danmörku. Ég er í viðræðum við félög en
ég get ekki gefið upp hver þau eru á þessu stigi,“ sagði ,,gorm-
urinn“ Sigurbergur.
gummih@mbl.is
Sigurbergur á leið í
atvinnumennskuna
Sigurbergur
Sveinsson
Haukar – Valur 25:22
Ásvellir, úrvalsdeild karla í handknattleik,
N1-deildin, sunnudag 22. febrúar 2009.
Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:5, 9:7, 13:9,
14:12, 18:13, 22:16, 25:19, 25:22.
Mörk Hauka: Kári Kristján Kristjánsson 8,
Sigurbergur Sveinsson 7/1, Freyr Brynj-
arsson 4, Andri Stefan 2, Einar Örn Jóns-
son 2, Elías Már Halldórsson 2.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18
(þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson 8,
Sigurður Eggertsson 5, Arnór Þór Gunn-
arsson 5/4, Hjalti Gylfason 2, Elvar Frið-
riksson 1, Hjalti Þór Pálmason 1.
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 9 (þar af 2 til
mótherja), Ingvar Guðmundsson 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli
Jóhannsson, stóðu sig prýðilega.
Áhorfendur: Um 600.