Morgunblaðið - 27.04.2009, Page 1
Mjög margt af okk-
ar stuðningsfólki
vildi fullvissu um að við
stæðum á okkar stefnu í
Evrópumálum. »6
Það er ekkert að
því að ræða það
mál [að gefa kost á sér í
ríkisstjórn um ESB-
aðildarviðræður] »5
»Persónulegu árásirnar sem
gengu á milli manna í
flokknum hafa þar vegið
þungt. »8
Mér sýnist nið-
urstaðan fela það í
sér að við framsókn-
armenn verðum í stjórn-
arandstöðu. »9
Hinir flokkarnir
urðu mjög sammála
um að kenna Sjálfstæð-
isflokknum um allt sem
aflaga hafði farið. »8
ið góð fyrirheit um framhald þeirra.
„Þetta var ágætur fundur. Við fór-
um vítt og breitt yfir málin og þess-
um viðræðum verður haldið áfram á
morgun,“ sagði Jóhanna.
Þingflokkar Samfylkingar og VG
funda á morgun klukkan 13:30. Þar
munu forystumenn flokkanna óska
eftir umboði til þess að leiða stjórn-
armyndunarviðræður til lykta og er
stefnt að fyrsta formlega fundinum
um eftirmiðdaginn.
Að sögn heimildarmanna Morgun-
blaðsins er mikil áhersla lögð á það
meðal þingmanna Samfylking-
arinnar að áformum um að sækja um
aðild að ESB verði haldið til streitu.
Þingmeirihluti sé fyrir því og Vinstri
grænir í engri samningsstöðu. „Eng-
inn afsláttur verður gefinn.“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
og Pétur Blöndal
LAUSLEGA var rætt um Evr-
ópumál á fundi forystumanna VG og
Samfylkingarinnar á heimili Jó-
hönnu Sigurðardóttur, formanns
Samfylkingarinnar, í gær. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var þó aðeins rætt almennt um
stefnu flokkanna og þá hvort mögu-
legt væri að sætta ólíkar áherslur
þeirra. VG er á móti aðild að Evrópu-
sambandinu en Samfylkingin vill
óska eftir aðild að ESB sem allra
fyrst.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, og Jóhanna tókust á um málið
í umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í
gær. „Þetta verður erfiðasta málið að
leysa,“ sagði Jóhanna og tók fram að
ekki væri rétt að lítið bæri í milli.
Undir það tók Steingrímur, sem
sagði Evrópumálin vera „stórt, erfitt,
óbrúað ágreiningsmál“. Eins og til að
undirstrika það áttu þau síðan hvöss
og snörp orðaskipti í þættinum.
Strax í sambandi
Strax í gær komst skriður á við-
ræður milli forystumanna Vinstri
grænna og Samfylkingar um áfram-
haldandi samstarf flokkanna, nú ekki
í minnihluta heldur fimm þingmanna
meirihluta.
Eftir að úrslit í kosningunum lágu
endanlega fyrir, upp úr klukkan 9:00
í gær, ákváðu forystumenn flokk-
anna að hefja óformlegar viðræður.
Um klukkan hálfþrjú hittust Stein-
grímur og Jóhanna, ásamt varafor-
mönnunum Katrínu Jakobsdóttur og
Degi B. Eggertssyni, á heimili Jó-
hönnu við Hjarðarhaga. Reidd voru
fram vínber og ostar. En Stein-
grímur fékk sér ekki grænt te, held-
ur kaffi. „Hann svaf svo lítið um nótt-
ina; hann þurfti að halda sér
vakandi,“ segir viðmælandi blaðsins.
Ekki kom annað til tals í gær en að
Jóhanna yrði forsætisráðherra og er
gengið út frá því af hálfu Samfylk-
ingar. Eftir um þriggja tíma fund
skildi leiðir.
Jóhanna sagði að loknum fundi að
viðræðurnar hefðu gengið vel og gef-
Ég svara ekki
„ef-spurningum“ af
því að ég er staðráðin í
að leysa þetta mál með
Vinstri grænum. »6
Óbrúuð gjá í ESB-máli
Morgunblaðið/Ómar
Tilhugalíf Steingrímur J. Sigfússon smellir kossi á Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir viðræðurnar í gær.
Þingflokkar
hafa verið
kallaðir saman
Stefnt að form-
legum viðræðum
flokkanna í dag
Þingmenn Samfylkingarinnar vilja engan afslátt gefa af kröfu um aðildarumsókn að ESB sem fyrst
Í HNOTSKURN
» Jóhanna hittir Ólaf Ragn-ar Grímsson, forseta Ís-
lands, seinna í dag og lætur
hann vita í hvaða farvegi við-
ræðurnar eru.
» Áhersla er lögð á það aðkalla fljótlega saman Al-
þingi, sem mun „óhjákvæmi-
lega“ starfa í nokkrar vikur.
Þingmeirihluti | 12
»»»»
M Á N U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
112. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«12 SÍÐNA AUKABLAÐ
ÚRSLIT2009
«DÝRASTAPLATAN
SORORICIDE-PLATA
SELDIST Á 500.000
Helstu möguleikana sem Samfylk-
ingin hefur á að mynda stjórn má
sjá á myndunum hér að ofan. Einn-
ig er inni í myndinni að framsókn-
armenn komi inn í meirihluta-
samstarf með Samfylkingu og VG.
Samfylkingin getur val-
ið úr stjórnarmynstrum
»