Morgunblaðið - 27.04.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GUÐMUNDUR Örn Jensson er
stofnandi og framkvæmdastjóri
Atals í Mosfellsbæ, og hefur hann-
að nýja tölvustýrða hakkavél, eða
öllu heldur fræsara, sem er gríð-
arlega öflug. Vélin er ætluð til að
farga beinum og kjöti og öllum öðr-
um lífrænum úrgangi frá mat-
vinnslufyrirtækjum, sláturhúsum,
frystihúsum og hjá endurvinnslu-
fyrirtækjum. Vélin tekur við öllu
sem að kjafti kemur, ekki bara
kjöti og beinum, heldur einnig gær-
um og húðum, nokkuð sem sam-
bærileg tæki á markaðnum hafa átt
í vandræðum með.
Nýjasta útgáfan hjá Atal er sú
stærsta og öflugasta til þessa og er
á góðri leið með að seljast úr landi
til fyrirtækisins Daka í Danmörku,
með atbeina alþjóðlega fyrirtæk-
isins Alfa Laval. Lokaprófanir eiga
eftir að fara fram hjá Daka og að
þeim loknum gerir Atall sér vonir
um að kaupin nái fram að ganga.
Afköst vélarinnar eru um 30 tonn
á klukkustund af forhökkuðum úr-
gangi, í litlum teningum á við fing-
urbjörg. Þó að vélin láti ekki mikið
yfir sér er hún um sjö tonn að
þyngd. Fyrir hafði Atall látið fram-
leiða níu fræsara og hakkavélar
sem allar eru í notkun hér á landi.
Innanlandsmarkaðurinn er mett-
aður og fyrirtækið hyggur á mark-
aðssókn erlendis með aðstoð Alfa
Laval í Kaupmannahöfn og fleiri
aðila austan hafs og vestan.
Galdurinn á bakvið hönnunina
hjá Guðmundi er að vélin sker úr-
ganginn hárfínt með hringlaga
sigðarhnífum eða tönnum, hreyf-
anlegum og kyrrstæðum, sem
ganga á tveimur tromlum. Alls eru
um 240 tennur í hverri vél. Fer úr-
gangurinn niður á milli tromlanna
þar sem tennurnar taka við honum,
hvort sem það eru kjötleifar eða
heilu beinagrindurnar af stórum
skepnum. Er vélin tölvustýrð og
notar mun minna rafmagn en sam-
bærilegir fræsarar.
Er Morgunblaðið heimsótti þá
Guðmund og Pálmar Ólafsson
stjórnarformann var ekki búið að
ljúka samsetningu vélarinnar en
blaðamaður fékk að sjá myndband
af því hvernig ein eldri útgáfan
japlar á nautshaus eins og ekkert
sé. Ekkert sérlega lystaukandi sjón
en sést vel að græjan virkar eins
og hún á að gera!
Einkaleyfi á hönnuninni
Væntanlegur kaupandi í Dan-
mörku sér mikið hagræði í nýju
vélinni frá Atal. Fyrirtækið hefur
verið að nota tvær hakkavélar þar
sem aðeins hefur verið hægt að
nota aðra í einu, á meðan verið er
að gera við slit í hinni. Fræsarinn
sem Guðmundur hannaði þarf mun
minna viðhald og getur gengið
mánuðum saman. Einkaleyfi hefur
fengist á framleiðsluna á heimsvísu
en íslenskar vélsmiðjur og fyr-
irtæki hafa framleitt hluti í vélina,
einkum Martak í Grindavík og Baa-
der á Íslandi. Einnig hefur verið
leitað ráðgjafar hjá fyrirtækjum
eins og Mannviti.
Þeir Guðmundur og Pálmar telja
mikil tækifæri fyrir markaðs-
setningu á svona vélbúnaði í Evr-
ópu. Á því svæði eru um tvö þús-
und sláturleyfishafar, svo dæmi sé
tekið, og enn fleiri fyrirtæki sem
notast við vélar af þessu tagi. Atall
er smátt fyrirtæki og ætlar sér
ekki stóran hluta af markaðnum.
Getur vel annað 2-3 vélum á ári.
Vélbúnaðurinn er dýr en fram-
leiðslan á honum skapar engu að
síður fjölmörg störf hér innanlands.
Þeir óttast hins vegar að skortur á
fjármagni geti orðið til þess að
sambærileg fyrirtæki erlendis til-
einki sér þessa tækni sem Atall
hefur þróað og verði á undan í
samkeppninni.
„Því lengur sem við erum að
koma okkur af stað út á markaðinn
því líklegra er að við hittum sam-
keppnina fyrir,“ segir Pálmar.
Sprotafyrirtæki þurfa
sterk bein og fjármagn
Það er nefnilega meira en að
segja það að koma sprotafyrirtæki
á legg hér á landi, til þess þarf
sterk bein og einnig fjárhagslega
aðstoð. Pálmar segir Atal vera að
breytast úr litlu sprotafyrirtæki í
fullþroska fyrirtæki með bjarta
framtíð. En erfiðlega gengur að fá
fjármögnun til frekari vaxtar. Guð-
mundur segir Nýsköpunarsjóð hafa
stutt fyrirtækið með ráðum og dáð
og allir hafi tröllatrú á búnaðinum.
„Þetta hefði ekki verið hægt án
Nýsköpunarsjóðs og Impru,“ segir
Pálmar en telur að aðgengi sprota-
fyrirtækja að fjármagni og stuðn-
ingi mætti engu að síður vera að-
gengilegra. Undir það tekur
Guðmundur og bendir á að frum-
kvöðlar endi oft á tíðum sem litlir
hluthafar í sínum fyrirtækjum og
sem slíkir fái þeir litla sem enga
fyrirgreiðslu í bönkunum í dag.
„Sprotafyrirtæki eins og Atall, sem
er langt komið í sinni þróun, fær
ekki fjármögnun í bönkunum þar
sem verið er að selja afurðina úr
landi. Á sama tíma er ekkert mál
að fá fjármagn til kaupa á vinnu-
vélum,“ segir Guðmundur og von-
ast þeir félagar til að stjórnvöld
standi við gefin loforð um að hlúð
verði enn frekar að nýsköpunar- og
sprotafyrirtækjum, stórum sem
smáum.
Hakkari sem étur allt
Tölvustýrð hakkavél Atals fargar lífrænum úrgangi og hefur vakið athygli erlendis
Nýjasta vélin á leið til Danmerkur og frekari markaðssókn fyrirhuguð
Morgunblaðið/RAX
Nýsköpun Guðmundur Örn Jensson, framkvæmdastjóri Atals í Mosfellsbæ, við nýja fræsarann sem er á góðri leið með
að vera seldur úr landi, til fyrirtækisins Daka í Danmörku. Fyrst munu lokaprófanir fara fram áður en það klárast.
Atall er lítið sprotafyrirtæki sem
Guðmundur Örn stofnaði í Mos-
fellsbæ fyrir fimm árum, hét áð-
ur GÖJ hönnun & ráðgjöf. Ný-
sköpunarsjóður kom inn í
fyrirtækið fyrir um tveimur árum
og er ásamt Guðmundi orðinn
stærsti eigandi Atals. Alls eru
eigendur 10 talsins, m.a. nokkrir
einstaklingar og Pálmar er
þeirra á meðal. Atall er að koma
sér fyrir í nýjum húsakynnum að
Flugumýri 32 í Mosfellsbæ.
Að sögn Pálmars Ólafssonar,
stjórnarformanns Atals, hefur
eftirspurn aukist eftir endur-
unnum lífrænum úrgangi til
vinnslu á þurrefni, fóðri, fituefn-
um og lífdísel. Því fínni sem úr-
gangurinn er því betur hentar
hann til áframhaldandi úr-
vinnslu.
„Það er æ meira farið að líta á
sláturúrgang sem nýtanlega af-
urð, sem hægt er að endurvinna
til manneldis,“ segir Pálmar og
nefnir sem dæmi beinaúrgang
sem notaður er til að framleiða
gelatín og fitu sem notuð er í
matvælaframleiðslu. Víða er svo
farið að nota úrganginnn í fram-
leiðslu á lífdíselolíu.
Úrgangurinn æ eftirsóttari