Morgunblaðið - 27.04.2009, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
BALDUR JÓNSSON
frá Fjósatungu,
búsettur á Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 16. apríl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
28. apríl kl. 13.30.
Systkini hins látna og fjölskyldur.
✝ Halldór Her-mannsson tækni-
fræðingur fæddist í
Vík í Mýrdal 14. 1.
1931. Hann lést í Sví-
þjóð 3. apríl síðastlið-
inn.
Halldór var eldra
barn hjónanna Her-
manns Einarssonar
bílsjóra, f. 27. 1. 1903
að Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð, d. 6. 3.
1941, og konu hans
Ágústu Tómasdóttur
saumakennara, f. 3. 8.
1906 í Vík, d. 3. 4. 2001. Systir Hall-
dórs er Guðlaug Hermannsdóttir
sagnfræðingur, f. 15. 2. 1936.
Hennar maður er Brynjar Skarp-
héðinsson, f. 18. 11. 1931. Börn
þeirra eru: a) Harpa, leikskóla-
kennari, f. 5. 11. 1957, börn hennar
Foreldrar Ingveldar voru: Hall-
fríður Pálsdóttir, f. 25. 3. 1907, d.
15. 1. 1987 og Höskuldur Björnsson
listmálari, f. 26. 7. 1907, d. 2. 11.
1963. Halldór eignaðist góða og
samhenta fjölskyldu með Ingu og
afkomendum hennar. Börn hennar
eru: a) Hallfríður, f. 17. 9. 1957.
Maki: Veigar Óskarsson, f. 7. 5.
1948. Börn þeirra: Margrét Inga,
Berglind og Kristjana Ósk. Fyrir
átti Veigar eina dóttur Brynhildi.
Barnab. Benedikt Gylfi og Margrét
Lilja . b) Gunnar Þór, f. 18. 2. 1959.
Maki; Guðný Jensdóttir, f. 26. 1.
1963. Börn þeirra: Lovísa Þóra og
Eyþór Jens. Barnab. Sævar Þór. c)
Ástvaldur, f. 25. 10. 1962. Maki:
Martha Jónasdóttir, f. 7. 10. 1963.
Þeirra börn: Óskar, Margrét Björg
og Ingvi, fyrir átti Ástvaldur einn
son, Svavar Frey. d) Helga, f. 20.
12. 1963 , d. 25. 3. 1967. e) Helgi, f.
9. 5. 1869. Inga og Halldór bjuggu
síðustu 20 ár á Skáni í Suður-
Svíþjóð. Þar lést Halldór 3. apríl
síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ mánudaginn
27. apríl og hefst athöfnin kl. 13.00.
eru Brynjar Már,
Tinna Dögg, Elsa
Lind og Kolfinna
Mist. Barnab. Alex-
ander Máni, Dagur
Dan og óskírður
drengur b) Hermann
Ágúst viðskiptafræð-
ingur, f. 15. 6. 1960.
Maki: Ragna Gerður
Jóelsdóttir, f. 25. 3.
1984. Dóttir Her-
manns af fyrra hjóna-
bandi er Guðlaug. c)
Sigrún María lög-
fræðingur, f. 27. 8.
1973. Maki: Jason Brickner f. 26. 4.
1975. Fyrri kona Halldórs var
Birna Þórðardóttir, dóttir hennar
er Ellen. Þau slitu samvistum.
Seinni kona Halldórs er Ingveldur
Höskuldsdóttir, f. 10. 10. 1937. Þau
gengu í hjónaband 21. 12. 1985.
Elsku bróðir minn, – svo hún
mamma kom að sækja drenginn
sinn á dánardaginn sinn 3. apríl, en
hún lést þennan mánaðardag fyrir 8
árum.
Halldór bróðir minn ólst upp í
Vík í Mýrdal í skjóli foreldra sinna
til 10 ára aldurs, en þá drukknaði
ástkær faðir og fyrirvinna heimilis-
ins og alvara lífsins tók við. Halldór
gekk í barnaskóla og unglingaskóla
í Vík og var þá mikið hjá Tómasi
afa og Margréti ömmu, því mamma
hélt saumanámskeið víða um Suð-
urland og ég, litla systir, fylgdi
henni. Haustið 1945 innritaðist
Halldór í annan bekk Gagnfræða-
skólans í Vestmannaeyjum og við
bjuggum í Eyjum þennan vetur.
Þetta var góður og gjöfull tími og
ræddi fjölskyldan um að flytja
þangað búferlum og hefði það án
efa létt lífsbaráttuna mikið, þar sem
nóga atvinnu var að fá í Eyjum. Af
þessu varð nú ekki, þar sem fjöl-
skyldan varð fyrir öðru áfalli. Við
mæðgurnar fengum lömunarveiki
haustið 1946, sem hafði þær afleið-
ingar að fjölskyldan tvístraðist al-
veg um tíma.Veikindi mömmu voru
mjög alvarleg og að áliðnum vetri
1947 var hún flutt á Farsóttarhúsið
í Reykjavík og þar dvaldi hún
næstu árin.
Þetta var erfiður tími fyrir okkur
öll og fjárhagsgrundvöllur fjöl-
skyldunnar hruninn. Fyrir Halldór
var þetta afar alvarlegt og mennta-
skólanám var úr sögunni. Þennan
vetur vann Halldór fyrir sér í fiski í
Eyjum og tók landspróf með ágæt-
iseinkunn vorið 1947. Næstu árin
stundaði Halldór ýmis störf, t.d.
verslunarstörf, byggingarvinnu o.fl.
Halldór flutti til Svíþjóðar 1962
og vann hjá byggingafyrirtæki og
lauk þar prófi í tæknifræði með
mjög góðum vitnisburði, enda hafði
hann alltaf verið afburða námsmað-
ur og jafnvígur á raungreinar og
tungumál. Seinna fór hann í há-
skóla og bætti við sig því sem þurfti
í verkfræðinginn. Svíþjóð varð að-
alstarfsvettvangur hans til fjölda
ára og þar eyddi hann síðustu 20
árunum með Ingveldi konu sinni á
fallegu og ástríku heimili þeirra á
Skáni. Það var yndislegt að dvelja
hjá þeim þar og voru þau ákaflega
samhent og gestagangur var því
mikill hjá þeim allt sumarið, en þá
voru þau alltaf heima að annast fal-
lega garðinn sinn og fjölmarga góða
vini og skyldmenni sem komu til að
njóta gestrisni þeirra og vináttu.
Elsku bróðir minn, margar ljúfar
minningar á ég frá æsku okkar í
Vík, þú að lesa fyrir mig um dverg-
inn vonda Rauðgrana og Dísu
ljósálf, jólin sem þú gafst mér fal-
lega dúkkurúmið, sem þú smíðaðir
og mamma saumaði sængurfatnað
í, þú bókaormurinn að lesa og ekki í
kallfæri, kvöldin þegar við söfnuð-
umst í kringum útvarpið, sem pabbi
kom með rétt áður en hann dó, og
borðuðum síðbúinn kvöldmat og
hlustuðum á Helga Hjörvar lesa um
kotbýlið og kornsléttuna. Okkur
leið þá vel, þrátt fyrir lítil efni, því
við áttum góða og ástríka móður.
Nú er komið að leiðarlokum í bili
og lýk ég þessum fátæklegu orðum
í þeirri fullvissu að við eigum öll
eftir að sameinast á ný.
Elsku Inga, það var mikið lán
fyrir bróður minn og okkur öll að
þú komst inn í fjölskylduna. Guð
veri með þér og þínu góða fólki.
Guðlaug Hermannsdóttir.
Þegar ég kveð frænda minn og
jafnaldra Halldór Hermannsson er
margs að minnast. Hann var uppal-
inn í litlu gulu húsi í Vík í Mýrdal
ásamt Guðlaugu systur sinni.
Ágústa móðursystir mín bjó þar
með manni sínum Hermanni, rétt
hjá afa okkar og ömmu, Tómasi og
Margréti. Umhverfið var ævintýri
líkast. Svartur sandur rétt fyrir
sunnan húsin, Reynisfjall og Reyn-
isdrangar, Mýrdalsjökull skýldi fyr-
ir norðanáttinni og Heiðarvatn í
dalnum þar á milli, þar sem við
fengum lánaðan bát hjá Margréti
móðursystur okkar til að veiða sil-
ung í vatninu. Frændgarðurinn var
stór, allt frá Sólheimum, þar sem
Lilja móðursystir okkar bjó, að
Breiðabólstað á Síðu, þar sem for-
eldrar mínir bjuggu. Veturinn 1930-
31 fæddust 6 drengir systrasynir.
Erlingur á Sólheimum sonur Lilju,
Sigurður í Framnesi sonur Krist-
ínar, Kjartan á Heiði sonur Mar-
grétar, Halldór í Vík, Björn í Mör-
tungu sonur Sigríðar og
undirritaður á Breiðabólstað sonur
Guðbjargar. Nú eru 4 látnir, en við
Erlingur eftirlifandi. Náttúrufegurð
er mikil á svæðinu og andstæður
miklar, Sólheimasandur og Mýr-
dalssandur voru þá svartir, Mýr-
dalsjökull og Öræfajökull hvítir og
Skaftáreldahraun úfið og niðurgraf-
inn vegur hlykkjaðist í gegnum
hraunið. Árnar á Síðunni voru
óbrúaðar og hestar aðalsamgöngu-
tækið. Við Dóri undum okkur við að
veiða silung á stöng í nálægð
Breiðabólstaðar, klifra í klettunum í
Hvamminum, fara í heimsókn til
Siggu frænku í Mörtungu. Eftir að
við vorum fluttir til Reykjavíkur
fórum við stundum í heimsókn til
Sigurðar Einarssonar föðurbróður
hans á Hverfisgötuna, en hann var
þá dósent við guðfræðideildina, síð-
ar prestur í Holti og skáld. Halldór
frændi hefur búið meir en hálfa æv-
ina erlendis, mest í Svíþjóð, en
komið reglulega í heimsókn og
einnig höfum við Bryndís farið í
heimsóknir út. Frændi var svo lán-
samur að kynnast góðri konu, Ingu
Höskuldsdóttir, og hefur átt með
henni mörg farsæl ár. Hann var
góðum gáfum gæddur og hafði ljúft
skap og góða nærveru og þakka ég
honum fyrir áralanga vináttu. Ég
bið góðan Guð að blessa og styrkja
Ingu og Guðlaugu og fjölskyldur
þeirra.
Guðmundur Snorrason og
fjölskylda.
Ég ætla að skrifa nokkur orð um
móðurbróður minn sem féll frá 3.
apríl síðastliðinn. Hann bjó mestan
hluta ævi minnar í Svíþjóð, þannig
að það voru fjölmargar ferðirnar
sem farnar voru yfir hafið til að
heimsækja Dóra frænda. Margar
góðar minningarnar eigum við
börnin mín fjögur frá heimsóknum
okkar til hans. Margt kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til baka, en
ein minning er mér afar hugleikin.
Þegar ég var 17 ára og var í skóla í
Svíþjóð um tíma, fór ég oft til Dóra
og man ég vel þegar við sátum á
kvöldin og borðuðum kvöldsnarl
fyrir framan sjónvarpið. Kvöldsnar-
lið hans frænda var engu líkt. Það
var alltaf gott að heimsækja hann
og Ingu konuna hans á Skáni þar
sem þau bjuggu síðustu æviár hans
og minnast stelpurnar mínar oft at-
vika frá heimsóknum okkar til Dóra
og Ingu. Ég og börnin mín komum
alltaf til með að minnast frænda
sem góðs og greiðvikins manns.
Megi hann hvíla í friði.
Harpa og börn.
Halldór
Hermannsson
Fleiri minningargreinar um Hall-
dór Hermannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Hafsteinn Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 25. febr-
úar 1923. Hann lést
á Líknardeild
Landakotsspítala 7.
apríl sl.
Foreldrar hans
voru Vilborg Magn-
úsdóttir frá Innri-
Ásláksstöðum á
Vatnsleysuströnd, f.
2. apríl 1892, d. 21.
nóvember 1983, og
Ólafur Kristinn
Teitsson frá Hlöð-
versnesi á Vatnsleysuströnd, f.
15. ágúst 1891, d. 27. júlí 1974.
Systkini Hafsteins: Ingibjörg, f.
1915, d. 2006; Gróa, f. 1916, d.
2007; Ólafur Kristinn, f. 1918, d.
1938; Vilborg, f. 1919, d. 2006,
Valdimar Hlöðver, f. 1921, d.
1944 og Eggert, f. 1926, d. 1969.
Börn Hafsteins eru Ægir, f. 1943,
Helga Sólveig, f. 1945, d. 1968;
Ólafur, f. 1948, Hafdís, f. 1959;
Vilborg, f. 1962; Hanna Gróa, f.
1965 og Hafsteinn, f. 1970, d.
1988. Barnabörnin
eru orðin 11 og
langafabörnin 17.
Fyrri eiginkona Haf-
steins var Gíslína
Vilhjálmsdóttir, f.
1922, d. 1995. Fyrr-
um sambýliskona
Hafsteins var Elín
Haraldsdóttir, f.
1935 , d. 2005. Eft-
irlifandi eiginkona
Hafsteins er Dís
Guðbjörg Ósk-
arsdóttir, fædd 1943.
Hafsteinn stundaði
sjómennsku og bifreiðaakstur,
hann sá um veitingarekstur í
Fornahvammi á 8. áratugnum og
var vitavörður í Garðskagavita á
þeim níunda. Hann stundaði lax-
veiði og hestamennsku, og var
virkur í félagsstörfum, sat m.a.
um skeið í fulltrúaráði Sjálfstæð-
isflokksins á 6. áratugnum.
Hafsteinn verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju mánudaginn
27. janúar og hefst athöfnin kl.
15.
Elsku Hafsteinn, ég vil trúa því að
þú sért kominn á betri stað. Það var
sárt að sjá þig svona veikan. Veistu,
þú hefur alltaf verið afi minn. Ég á
eftir að sakna létta skapsins og allra
þinna fyndnu kommenta, það hefur
alltaf verið stutt í grínið hjá þér. Þú
munt alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Hvíldu í friði afi.
Þín
Eydís.
Elsku Hafsteinn, við munum alltaf
vera þakklát fyrir tímann okkar
saman og góðar minningar eins og
þegar við fengum að trélita skeggið
þitt blátt og augabrúnirnar rauðar.
Það var líka gaman að horfa á bíó-
myndir með þér, þú lifðir þig svo inn
í þær. Þú hefur alltaf verið afi okkar.
Hvíldu í friði,
Svandís, Heiða, Brynjar og
Bjarki.
Hafsteinn Ólafsson
✝ Anna Dóra Harð-ardóttir fæddist á
Akureyri 15. janúar
1940. Hún andaðist á
heimili sínu í Aust-
urbergi 6 19. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Marta Jóns-
dóttir, f. 20. janúar
1920, og Hörður Har-
aldsson húsasmiður,
f. 28. febrúar 1916, d.
29 júlí 2007. Þau
skildu er Anna var
fjögurra ára. Alsystir
Önnu er Kristín
Huld, f. 1. nóvember 1941. Anna
átti tvö hálfsystkini sammæðra:
Egil Eðvarðsson, f. 1947, og Elsu
Friðriku, f. 1954. Anna átti einnig
fjögur hálfsystkini samfeðra: Ólöfu
Kolbrúnu, f. 1949, Harald, f. 1950,
Björk Lind, f. 1954, og Hörpu, f.
1960. Anna ólst upp á Akureyri
með móður sinni og stjúpföður Eð-
varð Sigurgeirssyni, sem reyndist
henni sem besti faðir.
Árið 1963 kynntist Anna eftirlif-
andi maka sínum Hjörleifi Ein-
arssyni sjómanni, f. 4. maí 1943.
Þau giftu sig 14.
ágúst 1965 og eign-
uðust tvær dætur;
Mörtu Ríkeyju, f. 23.
apríl 1965, og Sig-
urveigu, f. 31. maí
1967. Þau stofnuðu
heimili í Reykjavík
og þar bjuggu þau að
mestu leyti. Samtímis
heimilis- og uppeld-
isstörfum vann hún
ýmis störf og lengst
af á Landspítalanum
í Fossvogi. Anna
eignaðist sjö barna-
börn sem syrgja ömmu sína sárt.
Marta Ríkey giftist Braga Jóns-
syni, f. 1962, og eignuðust þau þrjú
börn. Þau eru Hjörleifur, f. 1992,
Nanna Dóra, f. 1995, og Hrafnhild-
ur, f. 2000. Sigurveig giftist Rafael
Q. Sillero, f. 1962, og eru börn
þeirra fjögur: María Araceli, f.
1990, Francisco Ari, f. 1993, Rafael
Þór, f. 1997, og Gabríel Freyr, f.
2000.
Útför Önnu Dóru fer fram
mánudaginn 27. apríl frá Fella- og
Hólakirkju kl. 13.00.
Elsku mamma, við Veiga sendum
þér nokkrar línur. Við þökkum þér
fyrir öll árin saman.
Hún móðir okkar naut sín best
þegar báðar fjölskyldurnar komu
saman í kaffi eða mat til þeirra. Þeg-
ar heilsa leyfði hjá henni söng hún
oft og spilaði á gítar með barnabörn-
unum sínum.
Mamma við þökkum þér fyrir allt,
þó að við trúum varla að þú sért farin
frá okkur.
Kveðja,
Marta Ríkey og Sigurveig.
Á fenjamýrum gróa strá og stör,
sem stormar kaldir næða um og
sveigja,
uns rosar haustsins rætur þeirra
feyja,
og regnið lamar þrá og æskufjör.
En yngri gróður erfir sömu kjör,
og allir verða sama stríð að heyja,
því öllum var það áskapað að deyja,
svo allt er lífið sífelld jarðarför.
Við storminn mega stofnar háir glíma,
þó stráin falli. Allt hefur sinn tíma.
(Davíð Stefánsson skáld frá Fagra-
skógi).
Sértu kært kvödd, elsku systir,
Egill Eðvarðsson.
Elsku Anna Dóra mín.
Það var sjokk þegar ég fékk hring-
ingu frá Veigu minni og hún sagði
mér að þú værir látin.
Það er margt hægt að segja en ég
vil bara segja, það var yndislegt að
þekkja þig í öll þessi ár. Ég vil þakka
þér.
Til Önnu: Þú átt hug, þú átt
hjörtu. Hugur minn vermi þig. Vind-
ur hvíslar í eyrum mínum, Anna mín,
þú færð frið.
Við vottum Veigu, Mörtu, Hjör-
leifi og barnabörnum samúð okkar.
Margrét Esther og börn.
Anna Dóra
Harðardóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin
lengdarmörk eru á greinum sem
birtast á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar