Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Evrópumálin erfið
Evrópumálin voru lauslega rædd
á óformlegum fundi forystumanna
stjórnarflokkanna í gær. Ljóst er að
Samfylkingin vill að farið verði í að-
ildarviðræður að ESB sem allra
fyrst en VG vill að þjóðin kjósi um
hvort fara eigi í slíkar viðræður.
Snörp orðaskipti urðu milli for-
manna stjórnarflokkanna í umræðu-
þætti í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Við-
ræður halda áfram í dag. »Forsíða
Konur aldrei fleiri
Konur hafa aldrei verið fleiri á Al-
þingi Íslendinga eða 43% þingmanna
skv. niðurstöðum kosninganna á
laugardag. Aðeins Rúanda, Svíþjóð
og Kúba eru ofar okkur á alþjóð-
legum lista yfir hlut kvenna á þjóð-
þingum heimsins. »18
Svínaflensa vekur ugg
Ýmsar ráðstafanir voru gerðar
víða um heim í gær til þess að hefta
útbreiðslu svínaflensuveiru. Stjórn-
völd í Bandaríkjunum lýsa yfir
hættuástandi. Staðfest er að sex
manns í Kanada eru smitaðir af veir-
unni. »15
Æfir sig á strákunum
Anna Soffía Víkingsdóttir, júdó-
kappi hjá Ármanni, glímir bara við
stráka á æfingum og þarf að setja
sig í aðrar stellingar þegar hún
keppir á móti konum. Hún sigraði í
opnum flokki kvenna og -70 kg
flokknum á Íslandsmótinu í júdó um
helgina. »Íþróttir
Bjargað úr sjálfheldu
Þyrla Landhelgisgæslunnar
bjargaði 19 ára stúlku úr sjálfheldu
á Vífilsfelli í gær. Stúlkan segist hafa
verið hrædd og að dvölin á lítilli syllu
hafi verið köld en allt fór þó vel að
lokum. »2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Tækifærinu glutrað
niður?
Forystugrein: Söguleg úrslit
Pistill: Aftur á upphafsreit
Ljósvaki: Ekki veitir af
UMRÆÐAN»
Nýttu tímann
Velferð varin
Refur dró hörpu á ísi
Hræðslan við kjósendur og þriðji …
Heitast 11°C | Kaldast 1°C
Hægviðri og létt-
skýjað á Suðvest-
urlandi. Víða bjart-
viðri. Hlýjast
sunnanlands. » 8
Fallegt verk sem
býður upp á fag-
urfræðilega og skyn-
ræna upplifun ásamt
andlegri íhugun. Um
Limboland. »29
MYNDLIST»
Heilmikið
sjónarspil
FÓLK»
Hellti sér yfir útvarps-
manninn. »33
Skemmtilegur ninja-
kokteill með vatns-
bragði. Dómur um
leik þar sem reynt
er að frelsa Tókýó –
og mannkynið. »32
TÖLVULEIKIR»
Barist við
sníkjudýr
MYNDLIST»
Koma listsköpun fatlaðra
á framfæri. »27
FÓLK»
Flugan stakk sér inn hjá
Lennon og Baktusi. »28
Menning
VEÐUR»
1. Davíð eyðilagði landsfundinn
2. Ráðherra féll af þingi
3. Vopnað rán í Mávanesi
4. Ein lýtaaðgerð til og hún verður …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Ljósmynd/Helgi Torfason
Alþingismaður Ásmundur Einar Daðason, nýkjörinn þingmaður VG í Norð-
vesturkjördæmi, er hér að merkja fé í fjárhúsunum á Lambeyrum í Dölum.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞETTA verður leyst með ein-
hverjum hætti,“ sagði Ásmundur
Einar Daðason, sauðfjárbóndi á
Lambeyrum í Dalasýslu, þegar hann
var spurður hver myndi leysa hann
af í sauðburðinum í vor, en Ásmund-
ur var kjörinn alþingismaður um
helgina. Ekki eru nema 2-3 vikur í að
sauðburður hefjist af fullum krafti á
Lambeyrum, en það er annasamasti
tími ársins hjá sauðfjárbændum.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Ásmund í gær var hann ásamt föður
sínum, Daða Einarssyni, bónda á
Lambeyrum, að fara yfir hvernig
best væri að skipuleggja vinnuna við
sauðburðinn. Daði, Ásmundur og
Sunna Birna Helgadóttir, kona hans,
eru með um 1.300 fjár.
Ásmundur sagði að síðustu dagar
væru búnir að vera annasamir hjá
sér eins og öðrum frambjóðendum.
„Norðvesturkjördæmi er stórt og
mikið kjördæmi og við vorum að tala
um það undir lok kosningabarátt-
unnar að það yrði gott að komast í
sauðburðinn,“ sagði Ásmundur bros-
andi, en á stórum sauðfjárbúum þarf
að hafa sólarhringsvakt í fjárhús-
unum meðan á sauðburðinum stend-
ur. Ásmundur sagði óljóst hvernig
næstu vikur yrðu hjá sér, en hann
kvaðst vonast eftir að hann gæti tek-
ið einhvern þátt í sauðburðinum.
Sofnaði utan þings en
vaknaði sem þingmaður
Kosninganóttin var spennandi hjá
Ásmundi en hann var ýmist úti eða
inni á þingi. Hann fór að sofa um
hálffimm um nóttina og þá var hann
ekki inni á þingi. Þegar hann vaknaði
aftur einum og hálfum klukkutíma
síðar var hann hins vegar kominn
inn á þing.
Ásmundur er yngstur þeirra þing-
manna sem kosnir voru á þing, en
hann er 26 ára gamall. Hann er
sömuleiðis eini bóndinn sem náði
kjöri á þing.
Það er orðið langt síðan Dalamenn
áttu þingmann. Síðasti Dalamað-
urinn sem sat á þingi sem aðalmaður
var Friðjón Þórðarson, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, sem hætti á
þingi 1991. Ásgeir Bjarnason, bóndi í
Ásgarði í Dölum, sat einnig á þingi
áratugum saman og var um tíma for-
seti Alþingis.
Sest á þing í sauðburðinum
Ásmundur Einar Daðason, sauðfjár-
bóndi í Dölum, er yngstur þingmanna
LIZETH Figueroa frá Kólumbíu
hafði aldrei dottið í hug að koma til
Íslands fyrr en hún ákvað að sækja
um skiptinemadvöl erlendis hjá
AFS og sá að Ísland var eitt land-
anna í boði. „Ég hafði aldrei leitt
hugann að Íslandi en grunaði að
það gæti orðið gaman að koma
hingað,“ segir hún og það reyndist
rétt. Lizeth er ein 45 erlendra
skiptinema sem komu hingað til
lands síðasta sumar á vegum AFS-
skiptinemasamtakanna og fer dvöl
þeirra hér senn að ljúka. Og ekki
var hún tíðindalítil. Að sögn Lizeth
varð fjölskylda hennar í Kólumbíu
afar áhyggjufull þegar hún frétti af
bankahruninu. Sömu sögu má segja
um ættingja Thomas Lindenbergs
frá Ítalíu. „Þeir höfðu ekki miklar
áhyggjur af ástandinu og héldu að
það væri ekki eins slæmt og það
var. Núna er ástandið hins vegar
farið að versna til lengri tíma litið
og fjölskyldan mín hefur meiri
áhyggjur núna.“ | 16-17
Morgunblaðið/Heiddi
Kólumbísk Lizeth Figueroa er
ánægð með dvölina á Íslandi.
Merkilegt að upplifa ein-
stakan tíma í íslenskri sögu
„ÞETTA er bara æði, rosalega gam-
an,“ segir Stefanía Svavarsdóttir, 16
ára nemandi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, sem er nýráðin söng-
kona Stuðmanna.
Stefanía söng fyrst með hljóm-
sveitinni í desember, tveimur dögum
eftir að Stuðmaðurinn Jakob Frí-
mann hringdi í hana og sagðist vanta
söngkonu. „Hann sagði að ég þyrfti
kannski að læra einhver lög, en ég
sagði honum að ég þyrfti þess ekk-
ert af því að ég kunni þau öll.“ | 32
Alin upp við
Stuðmenn
Er Ásmundur Einar yngsti mað-
urinn til að setjast á þing?
Nei, margir hafa verið yngri þegar
þeir hafa náð kjöri. Yngstur til að
vera kjörinn á þing var Gunnar Thor-
oddsen, sem var fyrst kjörinn á þing
árið 1934 fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
23 ára og 177 daga gamall. Næst-
yngstur var Birkir Jón Jónsson, sem
var kjörinn á þing árið 2003 fyrir
Framsóknarflokkinn, 23 ára og 290
daga gamall. Birkir Jón var endur-
kjörinn um helgina, en hann verður
þrítugur í sumar.
Hvaða þingmaður er elstur?
Elsti þingmaðurinn á Alþingi er Jó-
hanna Sigurðardóttir, forsætisráð-
herra og formaður Samfylking-
arinnar. Hún er 66 ára gömul.
Næstelstur er Þráinn Bertelsson,
þingmaður Borgarahreyfingarinnar,
en hann er 64 ára.
S&S