Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
✝ Steinn HlöðverGunnarsson
fæddist í Reykjavík
19. nóvember 1953.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi mánudag-
inn 25. maí 2009.
Foreldrar hans eru
Bergþóra
Skarphéðinsdóttir, f.
17. september 1931,
og Gunnar Hlöðver
Steinsson, f. 15. októ-
ber 1933, d. 16. maí
2004. Systkini Steins
eru Jóhanna, f. 6. janúar 1951,
Birgir Héðinn, f. 17. ágúst 1956,
og Sigríður, f. 4. maí 1962.
Steinn Hlöðver kvæntist hinn
12. júlí 1975 Björk Níelsdóttur, f.
f. 25. nóvember 1979, í sambúð
með Margréti Silju Þorkelsdóttur
verkfræðingi, f. 25. desember
1985, sonur þeirra er Dagur Vil-
helm, f. 12. júní 2008. 3) Guð-
mundur Steinn nemi, f. 21. maí
1988.
Steinn ólst upp á Lokastíg í
Reykjavík. Hann hóf nám í raf-
virkjun árið 1970, við Iðnskólann í
Reykjavík. Steinn starfaði sem
rafvirki í Reykjavík og síðar sem
rafvirkjameistari med föður sín-
um, Gunnari Hlöðveri. Steinn
kynntist eiginkonu sinni Björk á
unglingsárum og fluttu þau í sína
fyrstu íbúð í Hamraborg í Kópa-
vogi árið 1975. Þau bjuggu flest
sín hjúskaparár í Kópavoginum,
lengstum á Helgubrautinni. Aðal-
áhugamál Steins snerust í kring-
um hestamennskuna og sumarbú-
staðinn í Kjósinni. Þar hefur
fjölskyldan ávallt eytt miklum
tíma saman.
Útför Steins fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 5. júní, og hefst
athöfnin kl. 15.
3. apríl 1955. For-
eldrar hennar eru
Guðrún Jóna Árna-
dóttir, f. 10.8. 1931,
og Níels Karlsson, f.
10.12. 1928, d. 19.10.
1997. Synir Steins og
Bjarkar eru: 1)
Gunnar Hlöðver við-
skiptafræðingur, f.
27. mars 1976,
kvæntur Sissel Espe-
dal hjúkrunarfræð-
ingi, f. 4. júlí 1976,
dætur þeirra eru
Ella Bríet, f. 22.
mars 2006 og Tinna Marie, f. 14.
ágúst 2008. Dóttir Gunnars og
Sunnevu Guðmundsdóttur er
Klara Ósk, f. 19. maí 2000. 2)
Ragnar Níels viðskiptafræðingur,
Elsku Steini minn:
Ég varðveiti minninguna um
elsku þína
eins og lítinn stein í lófa mínum.
Í laumi sting ég hendinni í vasann
og finn ávala mýkt steinsins.
Fingurnir snerta steininn,
hann liggur í lófa mér.
Minningin um elsku þína
gerir mig sterkari og harðari af mér,
ég ætla ekki að detta.
(Caroline Krook.)
Þín eiginkona,
Björk.
Kæri pabbi.
Hugur okkar sonanna fyllist
þakklæti og aðdáun þegar við lítum
um öxl og hugsum um þann tíma
sem við áttum saman. Því eldri og
reynslumeiri sem við drengirnir
verðum, því þakklátari erum við fyr-
ir það veganesti og uppeldi sem við
höfum fengið frá þér og mömmu.
Okkar uppeldi einkenndist af svo há-
tíðlegum orðum eins og „virðing“ og
„heiðarleiki“ en líka grunnleggjandi
lífsgildum sem „réttlæti“ og „hrein-
skilni“.
Við höfum átt margar góðar og
skemmtilegar stundir saman, hvort
sem það var í sambandi við hesta-
mennskuna, sveitina eða ferðalög.
Því miður var þessi tími of stuttur.
Nú þegar barnabörnin eru að vaxa
úr grasi, bíður okkar stórt verkefni
að miðla sömu gildum eins og okkur
voru kennd. Hvort vel tekst til verð-
ur tíminn að leiða í ljós. Það eru því
þessi lífsgildi sem þú hefur miðlað til
okkar sem við munum varðveita í
hjarta okkar og geyma ásamt öllum
góðu minningunum.
Í Hávamálum stendur:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
Eftirmæli góðra manna deyja
aldrei. „Minningarnar lifa að eilífu“,
stendur á mörgum samúðarkveðjum
og skeytum sem okkur hafa borist.
Pabbi, þú ert dáinn, þessi missir er
gífurlegur fyrir þau okkur sem
stóðu þér næst, en samtímis lifir þú í
okkur, okkar minningum og þínum
gildum sem við reynum að miðla
áfram til næstu kynslóðar. Það er
okkar huggun. Þar munum við
sækja okkar styrk.
Takk pabbi!
Þínir synir,
Gunnar, Ragnar og
Guðmundur.
Það er sárt að horfa upp á fólk á
besta aldri hrifið á brott og gefast
ekki kostur á því að berjast á móti.
Ég vil minnast tengdaföður míns,
Steina, sem var einstakur maður
með glettið hjarta gert úr gulli. Ég
er svo heppin að búa með einu af
þremur, nánast afrituðum eintökum
af Steina, því eplin féllu ekki langt
frá eikinni í hans tilviki.
Margs er að minnast og margs er
að sakna. Elsta barnabarnið hans,
hún Klara Ósk, var svo lánsöm að fá
að kynnast honum best af barna-
börnunum. Ég er fullviss um að hún
á eftir að segja systrum sínum og
frændsystkinum óteljandi sögur af
afa þeirra, en Steini var sérstaklega
barngóður. Honum tókst alltaf að
gera börnin örmagna af fjöri. Það
var einkennandi fyrir stríðnina í
honum þegar hann bað Klöru að
kalla sig bara pabba í stað afa þegar
ókunnugir heyrðu til, enda átti mað-
urinn að heita á besta aldri.
Steini var harðduglegur þúsund-
þjalasmiður og ber sumarbústaður-
inn í Kjósinni merki um þann dugn-
að. Þær örfáu þjalir sem enn eru
ónegldar munu verða reistar með
þungum handtökum því skarð
Steina verður aldrei fyllt. Þrátt fyrir
að síðustu mánuðirnir hafi verið erf-
iðir og æ meira hafi borið á veik-
indum Steina þá mun minning mín
um hann vera um hraustan, stríðinn
og sérstaklega skemmtilegan mann í
blóma lífsins. Ég óska þess innilega
að hrakföllunum fari nú að ljúka hjá
fjölskyldu hans því þau eiga svo
sannarlega betra skilið.
Margrét Silja Þorkelsdóttir.
Sumarið er tíminn, tíminn til að
sinna áhugamálum og bregða á leik.
Ég á eftir að sakna þess að njóta
þess ekki með þér.
Ég á eftir að sakna þess að heyra
ekki smiðshöggin frá Steinahlíð sem
minntu mig á að ég ætti kannski að
vera jafn dugleg og iðin og þú.
Ég á eftir að sakna umræðu um
hesta og hestamennsku, þú varst
stóri bróðir minn með meiri reynslu
og þekkingu en ég, og því var það ég
sem naut.
Ég á eftir að sakna einlægu
stríðninnar sem einkenndi þig alla
tíð, sem börnin í fjölskyldunni okkar
elskuðu en við hin fullorðnu kviðum.
En ég á umfram allt eftir að sakna
góðs drengs og bróður.
Hvíl í friði, bróðir.
Þín systir,
Sigríður (Sirrý).
Nokkur orð um genginn vin og
mág Stein Gunnarsson. Fundum
okkar Steina eins og hann var kall-
aður í daglegu tali bar saman fyrir
tæpum 30 árum og bar ekki skugga
á þau góðu samskipti, hvort sem var
í leik eða starfi. Heilli og betri
drengur dreg ég í efa að rati á
manns lífsbraut nema gæfu beri til.
Hans einstaka ljúfa lund ásamt
góðri kímnigáfu endurspegluðu
samskipti hans við meðreiðarsveina
í lífinu ásamt dugnaði og heiðarleika
sem einkenndi hans lífsstarf.
Kímni og góðlátleg stríðni var eitt
af persónueinkennum Steina og var
þeim viðbrugðið alveg undir það síð-
asta og báru gott dæmi um æðru-
leysi og hreysti við að mæta örlögum
sínum. Fjölskyldan var Steina það
mikilvægasta í lífinu og betri faðir
vandfundinn en því bera vel gerðir
drengir hans vitni og heimili þeirra
hjóna sem var einstaklega ástríkt og
fallegt.
Það er ekki hægt að fjalla um lífs-
hlaup Steina án þess að koma að
áhuga hans á hestamennsku sem
hann tók inn með móðurmjólkinni
og var honum í raun í blóð borin. Í
kringum hestana var Steini í essinu
sínu og sér í lagi ef hann var kominn
í Steinahlíð í Kjósinni þar sem hann
tók við kyndli föður síns (Gunnars
Steinssonar) í því að gera aðbúnað
hesta og manna sem bestan.
Steini skilur eftir stórt skarð í
vinahópi mínum og það ber að þakka
fyrir þann tíma sem leiðir okkar
lágu saman og er ég viss um að ég
tali fyrir munn allra sem þekktu
Steina að hans tími hefði þó mátt
vera miklu miklu lengri. Mín eig-
ingirni er þó léttvæg miðað við þann
missi sem hans nánustu þurfa að
bera og veit ég að söknuðurinn verð-
ur sveipaður ljúfum minningum um
Steina sem auðveldar að einhverju
leyti missinn.
Björk og strákunum þeirra sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur og líka
öllum þeim sem þekktu Steina.
Kveðja,
Einar Gylfi Haraldsson.
Við spyrjum drottin særð, hvers
vegna hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal
á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
Þetta ljóð Jóhanns Hannessonar,
sem hann orti um vin er lést fyrir
aldur fram, kemur upp í huga mér
við lát bróðursonar míns, Steins
Hlöðvers Gunnarssonar. Það getur
verið erfitt að sætta sig við gjörðir
almættisins.
Þegar ég hverf aftur í tímann og
minnist haustsins 1953 höfðu for-
eldrar Steina, Begga og Gunnar,
ruglað saman reytum sínum og hafið
búskap í húsi foreldra minna á
Lokastíg. Þá var mikið um að vera á
heimilinu, Steini fæddist, fyrsta
barnabarn foreldra minna, og Begga
og Gunnar gengu í hjónaband. Ég
hafði herbergi við hliðina á íbúð litlu
fjölskyldunnar og þaðan barst lág-
vær ómur af barnagælum í bland við
vinsælustu lögin í Kanaútvarpinu
sem leikin voru oft á dag þetta
haust, Sugarbush með Doris Day og
Frankie Laine og Glow Worm með
Millsbræðrum. Þetta var öllum
ánægjulegur tími.
Börnunum fjölgaði. Begga hafði
komið með Jóhönnu litlu dóttur sína
inn á heimilið, síðan fæddist Biggi
og að lokum rak Sirrý lestina. Húsið
fylltist af barnsgráti og -hlátri sem
ómaði eins og fuglasöngur að vori,
öllum til mikillar ánægju og gleði.
Nokkrum árum seinna fluttist
fjölskyldan í Breiðholtið og Steini
hóf nám í rafvirkjun við Iðnskólann
og sem lærlingur hjá föður sínum.
Hann varð meistari og verktaki í
þeirri grein og mjög eftirsóttur og
farsæll starfsmaður.
Steini kvæntist Björk sinni og þau
hófu búskap í Kópavogi. Þau eign-
uðust þrjá syni. Allir eru þeir hinir
mestu efnispiltar sem ýmist hafa
lokið háskólanámi eða eru við það að
ljúka því, sá yngsti lauk stúdents-
prófi í vor.
Steini var ljúfur piltur, hægur og
stilltur vel, greiðvikinn og hjálpsam-
ur þeim sem til hans leituðu.
Við fjölskyldan sendum Björk,
sonum og Beggu og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Steina.
Erlingur Steinsson.
Það var haustið 1963 sem undir-
ritaður var á leið yfir Skólavörðu-
holtið á leið í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar og þá nýfluttur í hverfið.
Þegar ég var staddur ekki langt frá
styttunni af Leifi heppna fékk ég
snjóbolta á mig. Ég leit til baka og
sá að þar stóðu tveir strákar á horni
Lokastígs og Njarðargötu og að
sjálfsögðu varð ég að svara fyrir
mig, gekk til þeirra og hnoðaði mér
væna kúlu og harða á leiðinni. Eftir
að hafa komist að því hvor þeirra
það var sem skaut þrumaði ég snjó-
boltanum í rassinn á honum og dró
alveg örugglega ekki úr kraftinum.
Þarna „hittum“ við hvor annan í
fyrsta skipti ég og öðlingurinn hann
Steinn Gunnarsson rafvirkjameist-
ari eða Steini raf eins og við köll-
uðum hann oftast. Mér er það
reyndar ennþá hulin ráðgáta hvað
fékk þetta ljúfmenni til að henda
boltanum, en það er kannski skrítið
að segja það en mér hefur alltaf þótt
vænt um þennan snjóbolta og vildi
að ég ætti hann enn.
Mér er það heiður að hafa átt
Steina að vini öll þessi ár, og á þess-
um árum varð til vinahópur sem hef-
ur haldið saman alla tíð síðan.
Ferð okkar hjóna til Kanaríeyja
1986 með þeim Steina og Björk situr
mjög hátt í minningunni. Það var
sko ekki mjög leiðinlegt hjá okkur í
þeirri ferð og svo ferð til Írlands
ásamt fleiri vinum þar sem við nut-
um okkar vel. Margar innanlands-
ferðir, í sumarbústaði og útilegur
með og án barnanna og alltaf líf og
fjör. Alltaf glens og gaman. Hesta-
mennska átti hug hans allan og fjöl-
skyldan búin að koma sér vel fyrir
að Sandi í Kjós og það leyndi sér
ekki stoltið hjá Steina þegar við
Gígja heimsóttum hann og Björk í
bústaðinn þeirra nú í apríl. Það kom
reyndar í ljós að það var hans sein-
asta ferð að Sandi. Þá var Steini orð-
inn fárveikur og þau voru að sýna
okkur hjónum hvað var búið að gera
og ekki síður hvað átti að gera, hann
ætlaði og vildi, en því miður, tíminn
var liðinn.
Undanfarnir mánuðir hafa eðli-
lega verið fjölskyldu Steina mjög
erfiðir og vonbrigði að sjálfsögðu
mjög mikil og mest þegar Steini og
Björk voru úti í New York. Í ljós
kom að ekki var hægt að gera þá að-
gerð á Steina sem til stóð, en þá
flaug Guðmundur strax daginn eftir
til að vera þeim til halds og trausts.
Fjölskyldan öll, Björk og synirnir
Gunnar, Ragnar og Guðmundur eru
búin að standa sig eins og hetjur í
þessari baráttu og það er huggun
harmi gegn að Steini skyldi ná að
lifa það að yngsti sonurinn yrði stúd-
ent þótt tæpt væri, aðeins nokkrar
klukkustundir. Það er ekki hægt
annað en dást að því að Guðmundur
skuli hafa getað klárað sín próf und-
ir því mikla álagi sem hann var und-
an-farnar vikur og við vitum að
pabbi þinn dó stoltari fyrir vikið.
Kæra fjölskylda, Björk, Gunnar,
Ragnar, Guðmundur, tengdadætur
og barnabörn og Bergþóra, sem nú
aðeins fimm árum eftir að hafa misst
sinn mann Gunnar sér á eftir syni
sínum, systkini og aðrir ættingjar.
Við viljum votta ykkur samúð okkar
um leið og við vonum og vitum að
minning um góðan mann, Stein
Gunnarsson, vin okkar allra, lifir.
Stefán Vagnsson.
Guðveig Búadóttir.
Hvað segir maður og hvað hugsar
maður þegar góður vinur og félagi
um langa tíð er burt kallaður á góð-
um aldri? Mig greip máttleysi og
deyfð. Við vorum nokkrir félagar
sem keyptum jörðina Sand í Kjós ár-
ið 1979. Hvatamaður að því var faðir
Steina, Gunnar Steinsson, sem
þekkti sig vel á þessum slóðum og
gerðist foringi hópsins. Allir höfðu
hesta og mikið var um útreiðar,
bæði stuttar og langar, og mikill fé-
lagsskapur. Verður þessi tími áreið-
anlega ómetanlegur öllum í minn-
ingunni í lífi hvers og eins. Gunnar
féll frá fyrir um fimm árum úr svip-
uðum sjúkdómi og sonurinn nú. Þá
kom það eins og af sjálfu sér, að
Steini varð forystumaðurinn. Stöð-
ugt þarf að huga að viðhaldi og ekki
minnst girðingum og stóð hann fyrir
að leggja rafmagnsgirðingu um
mestallt landið og hefur nær einn
séð um viðhald þess. Þegar einhvers
þurfti við var Steini alltaf til reiðu.
Alltaf sama ljúfmennskan og greið-
viknin. Aldrei neitt mál, bara bros-
að. Algjör öðlingur í öllu viðmóti. Oft
var ég að reyna að vera með honum
við sitthvað og hann þá að telja mér
trú um að gagn væri að, þótt ekki
væri mikið. Alltaf með sínum með-
fæddu elskulegheitum. Fyrir mig og
okkur hér á Sandi er mikill missir og
ljóst, að andinn þar verður mikið
breyttur. Steini var bara svo óvenju
alúðleg manneskja. Nú fylgjast þeir
feðgar með okkur og verðum við að
reyna að valda þeim ekki vonbrigð-
um, því þeim er báðum staðurinn
kær.
Áfallið er mjög mikið fyrir fjöl-
skylduna, einkum vegna þess, að
það er ekki sama hver maðurinn er
sem fer. En huggun er harmi gegn,
að nú líður Steini ekki meiri þján-
ingu, enda sannarlega nóg komið.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar Björk mín, Guðmundar, Ragnars
og Gunnars. Guð geymi þig kæri
vinur. Takk fyrir allt og allt.
Haraldur Lýðsson.
Þegar ég minnist Steina lítur égtil
baka. Við hittumst fyrst sem ungir
menn uppúr 1970 í Vesturbergi hjá
byggingarfélaginu Einhamri. Við
vorum hvor að læra sína iðngrein-
ina, Steini rafvirkjun hjá föður sín-
um og ég húsasmíði. Síðan eru bráð-
um liðin 40 ár.
Þegar hann hóf rekstur sem raf-
virkjameistari tók hann að sér raf-
lagnir á þeim verkum sem ég var
með.
Steinn var ótrúlega góður maður
og frábær fagmaður, bæði fljótur og
útsjónarsamur. Hann var mjög
hjálplegur fólki með smærri viðvik
og vildi helst ekki taka neitt fyrir
vinnu sína.
Fyrir 13 árum, þegar ég tók að
mér að sjá um húseignir og nýbygg-
ingar Styrktarfélags vangefinna, nú
Ás styrktarfélag, fékk ég Steina til
að sjá um rafvirkjavinnu á sambýl-
um okkar og íbúðum. Eitt af síðustu
verkum Steina var nýbygging íbúð-
arsambýlisins í Langagerði 122, en á
meðan á því verki stóð greindust
veikindi hans. Hann kláraði samt
það hús þótt hann væri samhliða í
veikindameðferð.
Nú þegar ég kveð Steina, þennan
góða mann, með mikilli eftirsjá, vil
ég koma fram þakklæti fyrir hönd
Áss styrktarfélags og fjölskyldu
minnar fyrir allt sem hann gerði fyr-
ir okkur. Samúð mín er nú hjá eig-
inkonu og fjölskyldu hans. Megi guð
styrkja ykkur.
Magnús Stefánsson.
Steinn Hlöðver
Gunnarsson
Elsku bróðir
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman, vinur,
syrgt og glaðst í kveld.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Hvíl í friði.
Þín systir
Jóhanna.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Stein
Hlöðver Gunnarsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.