Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BRESKA flugfélagið Astraeus, sem meðal ann- ars leigir Iceland Express flugvélar, var fært undan Fons til félaga tengdra Pálma Haraldssyni áður en Fons var sett í gjaldþrot. Heimildir Morgunblaðsins herma að lágmarksverð hafi ver- ið greitt fyrir. Pálmi var aðaleigandi Fons áður en félagið fór í þrot. Færði líka Iceland Express Í vikunni var sagt frá því að hlutafjáraukning í Iceland Express, sem einnig var í eigu Fons, hinn 24. nóvember 2008 væri til skoðunar hjá skipta- stjóra í þrotabúi félagsins. Þá var hlutafé aukið um 300 milljónir króna að nafnvirði. Fengur, ann- að félag í eigu Pálma, skráði sig fyrir öllu hluta- fénu og eignaðist við það um 92 prósent hlut í flugfélaginu. Nokkrum vikum síðar var Fons lýst gjaldþrota. Landsbankinn, sem átti veð í hlut Fons í Ice- land Express, vissi ekki af hlutafjáraukningunni fyrr en hún var yfirstaðin, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn heldur nú á þeim tæpu átta prósentum í Iceland Express sem ekki eru í eigu Fengs. Miklar arðgreiðslur fyrir árið 2007 Fons greiddi sér 4,4 milljarða króna í arð vegna árangurs félagsins á árinu 2007. Arð- greiðslan var greidd til Matthews Holding S.A. í Lúxemborg, eignarhaldsfélags í eigu Pálma og Jóhannesar Kristinssonar. Hagnaður Fons á árinu 2007, að teknu tilliti til óinnleysts hagnaðar og matsbreytinga hluta- bréfa, nam um 4,7 milljörðum króna og bókfært eigið fé félagsins var 39,3 milljarðar króna. Sam- kvæmt ársreikningi voru eignir félagsins 112 milljarða króna virði. Rúmu ári síðar var Fons tekið til gjaldþrota- skipta. Þá var talið að eignir félagsins næmu á bilinu tíu til tólf milljörðum króna. Íslensku bank- arnir þrír eru helstu kröfuhafar í þrotabú Fons. Fengur nú bara skráður á Pálma Fengur, sem nú er aðaleigandi Iceland Ex- press, er nú skráður í persónulegri eigu Pálma Haraldssonar. Félagið var áður í eigu Nupur Holdings sem er skráð í Lúxemborg, en það félag var í eigu Pálma og Jóhannesar. Astraeus líka fært undan Fons  Flugfélagið Astraeus var selt til félaga tengdra Pálma Haraldssyni Fons keypti 51 prósent hlut í Astraeus-flugfélaginu í októ- ber 2006. Samkvæmt frétt- um frá þeim tíma var kaup- verðið um 790 milljónir króna. Þann 16. nóvember 2007 keypti Northern Travel Hold- ing (NTH) 49 prósent í félag- inu, en hlut Fons í Astraeus hafði þá verið rennt inn í NTH. Kaupverðið var ekki gef- ið upp. Fons var á þeim tíma stærsti eigandi NTH með 44 prósent eignarhlut. Var hluti af NTH „ÞAÐ er mikill meðbyr í ýmsum verkefnum sem snúa að umhverf- ismálum og ég finn fyrir mikilli vakningu hjá borgarbúum hvað þetta varðar,“ segir Eygerður Mar- grétardóttir, framkvæmdastýra Staðardagskrár 21. Reykjavík- urborg óskaði í vor liðsinnis borg- arbúa um hvernig sporna mætti við gróðurhúsaáhrifum og hvernig auka mætti loftgæði í borginni. Vel á annað hundrað ábendinga bárust og snerust flestar þeirra, að sögn Eygerðar, um samgöngu- og skipulagsmál. Sterkur vilji var til þess að nagladekk yrðu bönnuð í borginni. Er þannig í drögum að áætlun, sem stýrihópur á vegum borgarinnar vinnur nú að og stefnt er á að leggja fram í haust, lagt til að 2012 verði 20% bifreiða á nagla- dekkjum í stað 44% veturinn 2007- 2008. Þá bárust ábendingar um gerð hjólareina meðfram umferðargötum og lagt var til að Laugavegi, Austur- stræti og Skólavörðustíg yrði al- mennt lokað fyrir bílaumferð. Einn- ig komu fram skýrar kröfur um að losun brennisteinsvetnis á svæði Orkuveitunnar á Hellisheiði yrði rannsökuð. annaei@mbl.is Samgöngur eru málið Sterkur vilji til að banna nagladekk HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir 41 árs karlmanni, Jóhanni Sigurðarsyni, sem ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði í miðborg Reykjavíkur, læddist inn í svefnherbergi fimm ára sofandi stúlku og braut gegn henni kynferðislega. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn, sem klæddi stúlkuna úr náttbuxum og sleikti kynfæri henn- ar, hefur fjórum sinnum áður gerst sekur um húsbrot, tvisvar gegn blygðunarsemi og einu sinni gerst sekur um sifskaparbrot. Hann bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Rétturinn taldi hins vegar sannað, s.s. þar sem fingrafar hans fannst innan á rúðu hússins og DNA-sýni úr hráka á tröppum þess reyndist úr honum, að maðurinn hefði brotið gegn stúlkunni. andri@mbl.is Dæmdur fyrir að brjóta gegn 5 ára stúlku FRAMHLAUP virðist hafið í Breiðamerkurjökli en lónið er nánast fullt af ís. Að sögn Odds Sig- urðssonar jarðfræðings eru slík hlaup þekkt í jöklinum. „Þegar hann gengur skarpt út í Jök- ulsárlón fyllist það af ís svo vatnsyfirborð verð- ur mjög lítið, t.d. fyrir báta. Framhlaupsjöklar gera þetta yfirleitt reglulega á nokkurra ára- tuga fresti. Það er dálítið langt síðan síðast var framhlaup í Breiðamerkurjökli, þannig að það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart að þetta Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er sneisafullt af ísjökum Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Framhlaup hafið í Breiðamerkurjökli gerist nú.“ Oddur segir slík hlaup geta varað upp undir ár en óljóst sé hvenær þetta hlaup hafi hafist. Hann telur þó að brúnni við lónið sé engin hætta búin eða hringveginum sem hún tengir. Nánari umfjöllun er á mbl.is. ben@mbl.is Ríkisendurskoðun getur ekki rann- sakað fjárreiður stjórnmálaflokka og frambjóðenda án lagabreytinga. Þetta kemur fram í svari ríkisend- urskoðanda til Kristins H. Gunn- arssonar, fv. þing- manns. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fól nýskipaðri nefnd, sem ætlað er að endurskoða lög um fjármál stjórn- málaflokka, að kanna hvernig hægt sé að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna tíu ár aftur í tímann. Í svari Sveins Arasonar ríkisend- urskoðanda við fyrirspurn Kristins kemur fram að hann getur ekki tekið verkefnið að sér að óbreyttum lög- um, né hafið sjálfstæða rannsókn. Skiptir þá engu hvort viðkomandi flokkar eða frambjóðendur sam- þykki að veita aðgang að gögnum þar að lútandi. Hægt væri, með laga- breytingum, að fá slíkan aðgang. Hins vegar tekur ríkisendurskoð- andi fram að skv. núgildandi lögum er einungis skylt að varðveita bók- haldsgögn í sjö ár. Þá séu ein- staklingar í prófkjörum ekki bók- haldsskyldir og einungis sé heimilt að rannsaka skattskil þeirra í sex ár. Þarf laga- breytingu til Kristinn H. Gunnarsson Eftir Jón Pétur Jónsson og Halldór Armand Ásgeirsson „ÞAÐ byrjaði skyndilega að koma reykur inn um lofttúður í lofti og niðri við gólf. Svona blá reykjarmóða sem þéttist býsna skarpt. Þessu fylgdi óþægileg tilfinning,“ sagði August Hakansson, einn farþega í þotu Icelandair, sem lenda varð á Gatwick-flugvelli við Lundúnir í gær vegna reyks um borð í farþegarými. Þotan var á leið frá París til Kefla- víkurflugvallar. Um leið og reyk- urinn gerði vart við sig slökkti flug- stjóri þotunnar á öðrum hreyfli hennar og sneri henni til Lundúna. Þar lenti þotan heilu og höldnu á Gatwick-flugvelli klukkan 13:20 í gærdag. August sagði að farþegarnir hefðu haldið ró sinni þó mörgum hefði eðli- lega verið brugðið. 148 farþegar voru um borð og var þeim boðið upp á áfallahjálp á Gatwick-flugvelli. Nokkrir þáðu þá aðstoð. „Það var merkilega rólegt í vélinni miðað við það sem verið hefur í frétt- um síðustu dagana. Engin örvænting greip um sig,“ sagði August og vísaði þar til flugslyssins á Atlantshafi á mánudagsmorgun. Hann sagði jafnframt að reykurinn hefði að mestu verið horfinn þegar vélin lenti á Gatwick-flugvelli. Sam- kvæmt upplýsingum frá Icelandair var áætlað var að allir farþegarnir kæmust til Íslands í gærkvöldi, ann- ars vegar með vél frá Icelandair og hins vegar með vél frá Iceland Ex- press. „Óþægileg tilfinning að sjá reykinn koma inn“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flugatvik Ein flugvéla Icelandair fylltist af reyk í gær, á leið sinni frá París til Keflavíkur. Engin örvænting greip um sig, að sögn eins farþegans. Í HNOTSKURN »Þota frá Icelandair þurftiað lenda í Lundúnum á leið sinni til Keflavíkur frá París í gær vegna reyks í farþega- rými. »148 farþegar héldu rósinni og var boðið upp á áfallahjálp á Gatwick-flug- velli. Áætlað var að þeir kæm- ust til Íslands í gærkvöldi. Þota Icelandair varð að lenda á Gatwick-flugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.