Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„VIÐ höfum túlkað þetta þannig
að ríkið eigi að fá greitt um leið og
lögin eru samþykkt og byrjað
þannig að innheimta strax nýtt
vörugjald,“ segir Hermann Guð-
mundsson, forstjóri N1, um hækk-
að eldsneytisverð í kjölfar hækk-
ana almenns eldsneytisgjalds.
Samkvæmt upplýsingum frá
tollstjóraembættinu greiðist gjald-
ið við tollafgreiðslu eldsneytisins.
Hermann svarar því til að elds-
neytisfarmar séu til að byrja með
tollafgreiddir til bráðabirgða og
um níutíu dögum seinna fái þeir
endanlega afgreiðslu. Ekki liggi
ljóst fyrir í lögum við hvor tíma-
mörkin skuli miða en breytist
gjaldið á dögunum níutíu hafi í
framkvæmd verið miðað við hina
endanlegu afgreiðslu tollsins.
Þannig vill Hermann meina að
hækkunin komi til fyrir toll-
afgreiðslu og eldsneytið lúti því
hinu breytta gjaldi. „Hefðin hefur
verið þessi og við höfum þar af
leiðandi ekki talið okkur heimilt
annað en að innheimta þetta nýja
vörugjald strax og standa skil á
því til ríkisins.“
Hermann segir að skera þurfi
úr þessari óvissu. Hann hafi haft
samband við fjármálaráðuneytið
og þar sé málið í skoðun í sam-
vinnu við tollayfirvöld. Ekki feng-
ust upplýsingar frá ráðuneytinu
eða tollstjóra um framgang máls-
ins.
Skapast enginn gróði
„Ef ríkið myndi harðneita að
taka við þessum nýju vörugjöld-
um, byggt á þessari túlkun [tolla-
yfirvalda], þá værum við með pen-
inga í höndunum sem við teljum
okkur vera að innheimta fyrir rík-
ið,“ segir Hermann inntur eftir því
hvort N1 eða olíufélögunum skap-
ist gróði af hinu venjubundna fyr-
irkomulagi. Kæmi til þessa segir
hann að bensínverð yrði lækkað í
samræmi við það til leiðréttingar.
Hækkun ekki án tilefnis
miðað við viðtekna venju
Lög sögð ekki nógu skýr um við hvaða tímamörk beri að miða
Í HNOTSKURN
» Skiptar skoðanir eru umvið hvaða tímamörk skuli
miða við álagningu eldsneyt-
isgjalds.
» Venja hefur verið að miðavið það þegar farmar eru
endanlega afgreiddir úr toll-
inum.
» Meðalverð 95 okt. bensínsá stöðvum N1 er nú 181,3
krónur. Dísilolía er í 171,6.
HITAVEITA Suðurnesja mun
hækka raforkuverð líkt og Lands-
virkjun og Orkuveita Reykjavíkur.
Ekki liggur þó fyrir hver hækkunin
verður. „Hækkun Landsvirkjunar
var rædd á síðasta stjórnarfundi og
við neyðumst til þess með ein-
hverjum hætti að fylgja á eftir,“ seg-
ir Albert Albertsson, aðstoðarfor-
stjóri HS.
Ákvörðun um verðhækkun lá ekki
fyrir hjá öðrum orkuveitum sem leit-
að var upplýsinga hjá. Samþykki
stjórnar er oft forsenda fyrir slíkri
hækkun. Forsvarsmenn þeirra fyr-
irtækja sem rætt var við virtust þó á
einu máli um að Landsvirkjun gæfi
tóninn með 7,5% raforkuverðshækk-
uninni nú og ekki væri ólíklegt að
fleiri fylgdu í kjölfarið.
„Raforkuverð er einn liðurinn í
neysluvísitölunni, þannig að þessi
hækkun mun klárlega hafa áhrif á
hana,“ sagði Henný Hinz, hagfræð-
ingur hjá ASÍ. annaei@mbl.is
Búast má
við frekari
hækkunum
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Kjólar
á 6.900 kr.
Margir litir - Stórar stærðir
Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls
Skráning í
Jónsmessunæturgöngu
Útivistar í síma
562 1000
Upplifðu stemninguna
25% afsláttur
af öllum skyrtum
föstudag og langan laugardag
Laugavegi 47
sími 552 9122
Laugavegi 47
sími 551 7575
Áttu stóra sæng?
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið.
Sími 533 2220 www.lindesign.is
Þá eigum við sængurverið. Bjóðum 30% afslátt af stærri
sængurverum; 140x220, 220x220 & 220x240.
Margir litir & gerðir á þessu frábæra tilboði
sem gildir fram á laugardag.
Laugavegi 54,
sími 552 5201
50%
afsl.
af völdum
kjólum og
skokkum
Gildir föstudag
og laugardag
Langur laugardagur
Opið virka daga frá 9.00-18.00
og lau. frá 10.00-16.00
Laugavegi 29 - Sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
15% afsláttur af
lásum í júní
Langur laugardagur opið til kl. 17.00
Fréttir í tölvupósti