Endajaxl - 03.11.1924, Page 7

Endajaxl - 03.11.1924, Page 7
H. DAJAIL 7 verið nú sælir hr. framkvæmdarstjóri. En maður getur svona rétt séð á því livað skóhlífarnar eru lágar, hverjir það eru sem rista grynst“. En Ólafur var á stórum gráum skóhlífum. I næsta blaði Harðjaxls kemur mynd af ritstjóranum á folaldsmerinni í berja mó og sumarfríi. Ekki lengur rauður, heldur rauðskjótt- ur. pað er alment kallað að hafa hama- skifti, þegar menn skifta um skoðun, t. d. pólitískar, en með því að nútxðar- 'pólitík er alment kend við liti, saman- ber blóðrauða bolsivika, þá virðist eðli- legra að segja, að þeir hafi litaskifti. Einn alþektur pólitíkus þessa bæjar hefir nýskeð haft litaskifti, en þó ekki hrein, því áður var hann blóðrauður, en er nú rauðskjóttur. Hann er glaseygur á báðum augum, eins og oft vill henda þá, sem skjóttir eru, og væri því hrein- asta uppnefni að nefna hann hinn fag- ureyga. Ekki er ólíklegt að hann kom- ist það langt, að hann verði með tíman- um alhvítur axaskaftus. Grallarinn komst út með hörmung- urn síðastliðinn laugardag. Óburðugur 'feftir ástæðum. Ástæðan var að ábyrgð- •armaðurinn gleymdi að sækja besta liandritið, sem í blaðinu átti að koma, til ritstjórans, en ritstjórinn var með hand xitið í vasanum niður í Austurstræti. — Vonandi slettist ekki upp á vinskapinn þeirra í millum, þó þetta kæmi fyrir, enda ekki þægilegt að segja, hverjum þeirra er að kenna, að blaðið er svona illa úr garði gert. Nokkrar afsakanleg- ar prentvillur hafa prýtt blaðið og kenn- ir ábyrgðarmaðurinn þær Guðjóni, þó er hann líklega einn af meðlimum Grall- araflokksins, eins og maðurinn í Hjóð- lausahúsinu og Lokatilli. Maður var í góðri stöðu. Hann setti einhverju sinni „stauparétt". Fyrir það misti hann stöðuna. Hann var jafn- framt í annari stöðu. En hann elskaði flöskuna og staupin of heitt. par fyrir misti haxm þá stöðu líka. J>á setti hann sér nýtt rnark. Hann vildi setja flöskuna í hásæti, falla fram og tilbiðja hana. Canon HavergaL Ástandið er ekki gott á henni Jósefínu, hásetamir hala tott hátt á aðra línu. Rósi: Nú líður mér illa. Lási: Hvað er að þér? Rósi: Eg þarf að fara á sjó í nótt, en helvítis áramar em á fundi í Hafnar- firði. Heyrst hcfir, að ábyrgðarmaður Grallarans geymi handritin fyrir rit- stjórann einhversstaðar í miðbænum, giskað á Austurstræti. , Canon Havergal. j „Lognþoka íslenskrar blaðamensku‘% ritdómar um vikublöðin frá skrifborði ritstjórans, bíður næsta blaðs. Nýr lista-kabarett, er verður að nefn- ást kabaretta kvöld nr. 2., er nýstofnað- ur; er ekki ólíklegt, að hann komi til með að standa hinum jafnfætis, ef ekki framar, þvi hann er myndaður að til- hlutun miðstjórn íslenskra vökvasala. Skal vakið athygli á auglýsingu um þetta á öðrum stað hér í blaðinu. Eyrarbakkaför mín kemur í næsta blaði.

x

Endajaxl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Endajaxl
https://timarit.is/publication/764

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.