Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Qupperneq 12
8 NÝTT KVENNABLAÐ Guðbjörg Jónsdóttir, Broddanesi: Svalviðri. (Brot). Eg var búinn aS vera mánuö í sveitinni, kynnast nokkuö lifi fólksins og háttum, þekkja hestana á Grund og kýrnar, og orðinn góöur kunningi hans Spóa; þa'S var hundurinn á heimilinu, kátur og vin- gjarnlegur, eins og hundarnir eru, þar sem þeir eiga gott. Mér virtist erfiöast aS kynnast fólkinu, nema henni Disu litlu; hún var barn. Fullorðna fólkið var mér ráðgáta, einkum hún Lauga gamla. Eg vissi reyndar ekki hvort hún var gömul; háriö á henni var snjóhvítt, en svo langt, aö hún margvafði fléttingunum um höfuð sér. AndlitiS var hvorki móleitt eSa hrukkótt, þa'S var fölt og raunalegt, en ekki ófrftt. Hún var há og grannvaxin, en hún var orSin bogin í baki og nokkuö síginaxla, liklega af þungum byrSum, fremur en elli. Hún vann eld- húsverkin á Grund. fig sá hana oft með stóra eldi- viðarpoka á bakinu, og hún bar líka vatnið í bæ- inn. Þegar fólkið var á eldhúsinu sat hún á kassa bak við hurðina, þar sem minnst bar á henni; það var eins og hún vildi ekki vera til. En auðséð var þó, að lífið hafði ekki fariö framhjá henni án þess að skilja eftir spor. Fótatök daganna eru stundum þung. Einu sinni hittist svo á, að við Lauga vorum tvö ein í eldhúsinu. Þá ætlaði ég að fara að tala við hana, en í því kom húsmóðirin inn og leit svo und- arleag á okkur, eins og við værum staðin að glæp, og ekkert varð úr samtalinu. Og nú var ég ferðbúinn fram að Stað með bréf, sem ég þurfti að konia á póstinn, búinn að fá reið- hestinn hans Helga, húsbónda míns, og var i þann veginn að stiga á bak, þegar Guðrún, húsmóðir min kemur út og segir í viðfeldnari róm en venjulega: „fíg biS aS heilsa henni Margrétu á StaS, það er kona póstafgrei8slumannsins.“ Hún sagSi mér þetta óspurt, því ekki þekkti ég hjónin á StaS. Ég lofaði aS skila kveðjunni, kvaddi og reiS úr hlaSi. Hyergi er hugurinn frjálsari en í ró sveitalífsins úti á viðavangi. Þar getur ótaminn hugur flögraS um og spurt, þó engin fáist svör. Frá Grund og fram að Stað er klukkutíma reið, en ég var víst lengur en þaS; ég liafði svo margt aS hugsa. ÞaS var einkum ein spurning, sem ég hafði svo oft velt fyrir mér, eftir aS ég fór aS kynnast á Grund : Hvernig var variS sambandinu milli hjófianna og Laugu gömlu? — fig kallaði hana þessu nafni eins og hitt fólkiS, annars hét hún Sigurlaug. — ÞaS var oft eins og Helgi vildi hlífa henni við mestu erfiðisverkunum, eldiviðarburSi og fleiru, og út á túniS fór hún þeg- ar þerrir var, En þá tók Guðrún svo harkalega í strenginn, og hélt hún væri ekki ofgóð til að vinna fyrir sér eins og aðrir. Helgi hætti þá aS tala um þetta og gekk þegjandi í burtu. ÁSur en nokkrum af mínum torráðnu spurningum var svaraS, var ég kominn heim aS túngarði á StaS. Ég spretti af hest- inunt og skildi hann eftir viS túngarðinn, gekk svo heim á hlaðiS. Þar var stálpaður drengur aS leika sér að kindahornum. Ég heilsaSi honum og ætlaSi a'S fara aS tala viS hann, en í því kemur kona út í dyrnar, nokkuð við aldur, fríð sýnum og glaSleg. en athugul augu mundu hafa séS, aS á bak viS glaðværðina bjó dimm og þung alvara, sem sjakl- an hafði fengiS leyfi til aS sýna sig, af því að lífinu er glaðværðin nauðsynlegri. Þegar við höfðum heils- ast, segir hún : „Þetta er þó líklega ekki stúdentinn, sumargesturinn á Grund?“ Hún sagði þetta blátt áfram og brosandi. Jú, ég kvaS þaS vera rétt, ,,eða þekkiS þér fólkið mitt?" spurði ég. „Hvort ég þekki hana móSur y'Sar; einu sinni þekkti hún okkur Guðrúnu á Grund, og fleiri," bætti hún við í lægri róm. „En við skulum ekki tala um það úti á hlaði, gjöriS svo vel að ganga i bæinn; þér eruð okkur hjartanlega velkominn.“ Ég þakkaði innlega þessar hlýju viStökur, sem mér virtust nærri móðurlegar.. I skyndi lagði ég þær GuSrúnu á Grund og Margréti á metaskálarnar, en þar var enginn jöfnuður. Hún íylgdi mér inn að stofudyrum, opnar þær og býð- ur mér að g'anga innfyrir og taka sæti, en segir um leið, aS nú ætli hún aS fara fram í eldhús og segja þar fyrir, svo hún niegi vera í næSi hjá gestinum. Stofan var laglegt hús, vel um gengiS, meS borði stólum og legubekk. ÞaS sem verulega vakti at- hygli mína þar inn var mynd af ungum rnanni; hann sat við borð- og studdi hönd undir kinn. Myndin var á veggnum yfir legubekknum, svo að ef ég settist í bekkinn, gat ég ekki séS hana; ég tók mér því sæti á stól viS endann á borSinu. Ég var of ungur til að geta lesiS úr svip manns það, sem aðrir reynd- ari og hyggnari geta séð, aS veriS hafi ráSandi afl í lífi hans á liðnum árum. Myndin var af óvenju frið- um manni, en þó var eins og einhver skuggi, jafn- vel yfir frí'Sleikanum. eins og allt hefði verið mótað af list, en ekki láni. Einstaka drætti i andlitinu virt- ist mér ég kannast við, en hvaðan mundi ég ekki. Ég var svo niSursokkinn i aS horfa á myndina, aS ég tók varla eftir því, að Margrét kom inn i stofuna. Ég spurSi þvi fljótlega og luigsunarlaust: ,,Af hverj- um er þessi mynd ?“ Margrét svaraði ekki strax, eins og hún þyrfti aS átta sig, og mér heyrðist hún segja viS sjálfa sig: „Þetta mátti ég vita.“ En svo segir hún rólega og án viSkvæmni: „MaSurinn, sem myndin er af hét Steingrímur, hann var bróðir Helga, sem nú er húsbóndi yðar.‘ „Og er hann ekki lifandi ?“ spurSi ég. Mér fannst svona fallegur maS- ur ekki mega missast, heimurinn þá verða fátæk- ari. „Hann er löngu dáinn,“ sagSi Margrét hægt og stillt. „Þeir hafa ekki veriS líkir, bræSurnir,“ sagSi ég. „Nei, þeir voru ekki líkir, sem betur fór; þeir voru heldur ekki nema hálfbræður," sagSi hún. „Mig furðar á, aS Helgi skuli ekki eiga svona mynd af bróður sínum,“ sagði ég. „Hann á hana víst, en hún er ekki höfS til sýnis,“ sagði Margrét og gekk að myndinni, strauk með hendinni eftir glerinu, eins og hún væri að þurka af henni ryk, sem þó ekkert var, eða var hún að reyna aS afmá einhverjar ntis-

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.