Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 14
10
NÝTT KVENNABLAÍ)
Hann var laglegur maöur, og nokkrum árum yngri
en hún. I fyrstu haföi sambúðin veriö góö, en breytt-
ist er frá leiö, einkum vegna þess, aö vínhneigö
mannsins fór þá aö koma betur í ljós. Þau eignuöust
einn son; |taö var þessi Steingrímur.'1 Hún leit á
myndina, bros leiö yfir veöurtekiö andlitiö og leiftri
brá fyrir í döprum augunum. „Hann var á líkum
aldri og viö jafnöldrurnar. Eftir fárra ára sambúö
skildu hjónin. Þá var Helgi oröinn þaö vaxinn, aö
hann gat hjálpaö móöur sinni viö störfin. Stein-
grímur ólst upp hjá móöur sinni viö mikla dáleika,
en minna aöhald. Hann leit snemma út fyrir aö veröa
fríöur maöur, eins og faöir hans, og aö mörgu leyti
vel gefinn, en nokkuö laus á kostunum. Hann vand-
ist því, aö líta á Helga bróöur sinn sem þann, er allt
ætti aö vinna, en sjálfur vildi hann njóta ávaxtanna
af verkunum. Eftir ferminguna kont móöir hans hon-
um til náms hjá kunningjafólki sinu; henni þótti
aldrei ofgert fyrir liann. Að sumrinu átti hann aö
vinna fyrir sér. Svo kom hann heim aftur, þegar
hann var seytján ára. Laglegur var hann þegar hann
fór, en ltvaö var það ltjá þvi, sem nú var. Hann var
óvenju glæsilegur maður. Allt, sem áður mótaði
fyrir í svipnum, var nú fast mótað. Og við þrjár vor-
um átján ára. Þaö getur enginn hugsað sér þetta
tímabil, þaö var óviðjafnanlegt, eins og lifiö hefði
fært okkur eitthvert goð, sem viö ættum að trúa á.
Þvílíkir skyndil^lossar geta ekki varað lengi, það
er ekki í samræmi viö heilbrigða skynsemi, enda er
hún sjaldan hæstráðandi á þessum tíma ævinnar. Þaö
var eins og öll sveitin breyttist viö komu Steingríms,
allt varð glaöara, bjartara, lilýrra. Þrjú ár liðu, og
ekker markvert geröist. Unga fólkið hittist í kirkju-
ferðum og oftar, engin trúlofun fréttist, en allir
vissu, aö Steingrimur sóttist eftir kunningsskap
kvenna, en enginn vissi hverja hann ætlaöi sér, ef til
vill ekki hann sjálfur. Mörgum þótti líklegt, að jtaö
yröi Guörún á Grund ; þar var auðurinn, og svo haföi
hann oft verið þar gestkomandi, stundum næturgest-
ur. En faðir Gunnu var nú ekki á því. Þá kom í ljós,
að hann liefði löngu verið búinn aö hugsa sér aö
hún Gunna sín fengi hann Helga á Vindheimuni,
þaö væri maður að sínu skapi, en ekki Steingrímur;
hann væri lausgeröur eins og faðir hans. Grundar-
auöinn færi hann ekki að láta í hendurnar á hon-
um. En Gunna var á ööru máli í þessum efnurn, en
faðir hennar. Hún var hrifin af Steingrími, eins og
fleiri, en Helgi var líka álitlegur maður, þótt hann
væri ekki friður.
Svo var þaö eitt haust, að við Steingrimur uröum
samferöa úr kaupstaö. Ég var orðin ein eftir af fólk-
inu, sem ég hafði fylgst með, og hann Ijauö mér að
veröa sér samferða, — og hver myndi hafa neitað
slíkri fylgd? Ég var ung þá, og næm íyrir áhrifum;
þaö var heldur ekki svo oft, sem gleöin harst mér
sjálfkrafa upp i hendurnar. Og ölvuð af sæluvímu
réöist ég í það þá, sem seinna varö mér nærri ofur-
efli, og til Jtyngstu sorgar. I ferðalokin höföum viö
heitiö hvort öðru ævarandi trú og tryggö. Þá var
heimurinn bjartur og fagur. Þegar viö skildum, dró
hann þessa mynd upp úr vasa sínum og gaf mér
hana." Enn á ný leit hún á myndina, og augun leiftr-
uöu, þrátt fyrir ellimörkin, Hún færöi sig til í stóln-
um, lagði hendur i kjöltu sér og horfið á myndina
á veggnum, eins og hún væri að spyrja hana hvað
ætti að segja. „llvað á að segja, þegar hver sól-
skinsdagurinn er öðrum bjartari ? Samt var eins
og hula í lofti, en ég sá þaö ekki, ofurlítil skýjadrög
viö yztu drög sjóndeildarhringsins, en ég vildi ekki
sjá þau, ekkert nema mína eigin sælu. Það fór aö
berast manna á milli, að við Steingrímur værum að
draga okkur saman, og misjafnt var lagt til mál-
anna. Sumir sögöu: Þaö var þá ekki nema vinnu-
kona, sem hann hafði up]t úr leitinni. Og fleira var
um þetta talaö, eins og gengur. Mér þótti leiöinlegt
að þær Gunna og Lauga lögðu hálfgerða fæö á mig.
Ekki vissi ég til að ég hefði tekiö Steingrím frá
þeini, þaö hlaut að vera öfund. Þegar viö Steingrím-
ur vorum saman, gleymdi ég öllu mótdrægu. Ég vildi
aö við settum up hringa; hann eyddi því tali, sagöi
að ekkert lægi á, og hann réði. Einu sinni var ég
nokkra daga hjá móður þinni aö fá tilsögn í sauma-
skap. Hún lét sér mjög annt um mig, eins og hún
vildi vara mig við hættu. Hún sagði eitt sinn viö
mig: Ég hekl aö þú sért að leggja út á óheillabraut,
Margrét mín, þú ert sjálf svo góö, að þú ætlar eng-
um illt og gefur ekki gætur aö því, sem fram fer í
kringum þig; þú fórnar of miklu. En ef að vonir
þínar Itregðast, þá minnstu jtess, aö hiö bezta áttu
í sjálfri þér, það þarft þú ekki að sækja til annara."
Síðan hefi ég oít hugsaö um þessi orö, þau urðu mér
til góðs.
Stundum heyrði ég kunningjana varpa ]rví fram,
að Steingrímur væri að hugsa um aðrar stúlkur
en mig. Þvi trúöi ég ekki. Sumir höföu séð hann meö
þeim Gunnu og Laugu til skiftis, og fleirum, Ég þótt-
ist ekki heyra þetta, en samt var sæla mín farin aö
veröa blandin. Aö tala um þetta viö Steingrím gat ég
ekki; það var vantraust. Og tíminn leiö. Svo fór
hann aö hætta aö koma þangað, sem ég var, en kont
því oftar að Grund, og þar var hann nokkrar vikur
í kaupavinnu. Um haustið hittumst við. Þá fann
ég aö hann var orðinn breyttur. Náköld héla lagðist
um huga minn, eins og hausthjúpurinn um jörðina.
Síöla dags kvöddumst viö fyrir fullt og allt. Hann
tók allt meö sér, sem hann haföi áður gefiö : gleðina,
vonina og ástina, allt, nema þessa mynd." Hún leit
enn leiftrandi augum á myndina, eins og sá, sem átt
hefir í hörðu stríöi, og sigrað. „Sú var tíðin, aö erfitt
var aö tala um þetta, en nú er það allt yfirstígið.
Um næstu jól opinberuðu þau trúlofun sína, Stein-
grímur og Lauga. Hún komst lengra en ég, hann dró
hring á hönd hennar. Lauga var óumræðilega sæl.
Hún vissi ekki, að hennar lif var annarar dauöi.
Hann hafði sjálfur sagt henni, að okkar á rnilli hefði
aöeins verið kunningsskapur, ekkert annaö. Ég sá
þau stundum saman, og allt sýndist vera gott. Hann
mátti líka vera ánægöur. Lauga var góö og falleg
stúlka, og honum fremri að mörgu leyti. Hann dáðist
mikið að hári hennai', ef til vill meira en öðru. Stund-
urn, þegar hún sat á kné hans, lagði hann hárflétt-
urnar um háls sér og breiddi þær yfir brjóstið, svo
það var eins og hann væri i gullskikkju; þá sýndist
Framh.