Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 13
NÝTT KVENNABLAÐ 9 Þau eru send á þýzkar uppeldisstofnanir, en móðirin i fangelsi. Á þennan hátt er reynt að fækka barnsfæðingum. Múgmorð — hungur — ægilegar Gyðingaofsóknir. Sé takmarkið, að gereyða heilli þjóð, þá eru liópmorð einkar hentug aðferð. Allir leiðtogar pólskra menntamanna, frjálslyndra manna og verkamanna, hafa verið teknir af lifi. Lif þýzkra manna hækkar stöðugt í verði. Fvrst voru 50 Pólverjar líflátnir fyrir hvern þýzkan mann, sem drepinn var, nú er sú tala komin upp í 350. Jafnvel skólabörn eru dregin út úr skólunum og skotin. Öll fangelsi og fanga- búðir eru yfirfull. Er áællað að í þeim sé nú um J/o miljón manna. lÓlýsanlegum, pyndingum er l>eitt, m. a. eiturgasi lil múgmorða. Hræðileg- ust er meðferðin á Gyðingunum. I Gyðingahverfi Warsawaborgar var dánartalan í jan. 1941 900, en hefir stöðugt farið liækkandi, og nú, 1912, eru til jafnaðar 6000 dauðsföll þar á mánuði. I nokkrum þorpum og borgum hafa Gyð- ingar verið gjörsamlega þurkaðir út, — gas, vélbyssur, byssustingir, allt hefir verið notað. Hungurvopnið er notað miskunnarlaust. Þýzlc- ar skýrslur viðurkenna ,að i Mið-Póllandi einu saman deyi 100 Gyðingar daglega úr hungri. Kjarnbezta fæðan er tekin lianda þýzka liern- um og ógrynni hefir verið flutl iit til Þýzka- lands. Matarskömmlun er þrennskonar: handa Þjóðverjum, Pólverjum og Gyðingum. Árið 1941 var vikuskaminturinn: Handa Þjóðverjum: 5 lbs. 3 ozs. brauð, 1 lbs. 2ozs. kjöt, 8 ozs. sykur, 6 ozs. feitmeti. Handa Pólverjum: 3 lbs. 12 ozs. brauð, 8J/2 ozs. kjöt, 5% ozs. sykur, 2 ozs. feitmeti. Handa Gyðingum: 14% ozs. brauð, 4ozs. kjöt, 1 !4 ozs. sykur, minna en 1 ozs. feitmeti. Oft geta Pólverjar og Gyðingar ekki fengið út á skömmtunarseðlana. í maí s.l. var brauð- skammtur Pólv. 2 lbs. 5 ozs. á viku og kjöt IOV2 ozs. á mánuði. Þessar tölur tala sinu hræðilega máli. I-ausl. þýtt úr enska blaSinu ,,The Labour Woman“ bessi svör hat’a borizt yiö spurningunni: „Hvar fá unglingarnir að kynnast hinum siðferðilega mæli- kvarða, sem þeir þurfa að tileinka sér?“ o. s. frv.: 1. í tíu boöoröum guös. 2. Hver óspilltur maöur ber hann í sjálfum sér. 3. Siöferöi er óþarft orö í málinu. 4. í landslögunum. sddúsnœdísDandrædí n ámssiúik na~ Dauft útlit er fyrir að nokkur skriður komist á byggingu Hallveigarstaða. Eins og sagl var frá í síðasta hlaði sótti fé- iagið um styrk til Alþingis, en það mál biður nú vetrarþings og afgreiðslu fjárlaga. Enginn minnsti vafi er á, að örðugra verður nú i haust heldur en nokkru sinni áður að fá húsnæði handa þeim utanbæjarstúlkum, sem ætla að dvelja hér við nám i vetur. Leiga á ein- stökum herbergjum er komin upp úr öllu valdi. Er ekkert einsdæmi að i auglýsingadálkum blað- anan sjáist boðnar 200—300 krónur á mánuði fyrir eitt herbergi. Ilorfir því til liinna mestu vandræða fyrir námsstúlkur. Stúdentagarðurinn nýi er nú kominn undir þak. Er það stórbygging, sem á að geta hýst 60—70 stúdenta. Hefir byggingin gengið svo vel, að einsdæmi eru nú á dögum, en það sýnir okkur livað hægt er að gera, jafnvel á þessum ástandstímum, þegar skortur er á byggingarefni og vinnuafli. En almenningur og yfirvöld höfðu skilning á að húsnæðisvandræði stúdenta varð að leysa. Sömu aðilar eiga að gera sér Ijóst, að bygg- ing Hallveigarstaða er líka nauðsyn, ekki sízt eins og nú slanda sakir, og er ótrúlegt að Al- þingi sjái ekki sóma sinn i að vcita hinn um- beðna styrk. Alleinkennilegt væri og ef synjað vrði um leyfi fyrir byggingarefni. Heyrst liefir að heimavist Kvennaskólans muni ekki starfa í vetur og að hússtjórnardeild skólans sé lögð niður. í heimavistinni hefir verið rúm fyrir að minnsta kosti 20—24 stúlkur. Eldhús skólans er stórt og borðstofa vistleg. Eitthvað af liessn plássi tekur skólinn til eigin afnota, cn nokkru mun óráðstafað. Það virðist óneitanlega einkennileg ráðstöf- un, að leggja niður heimavist og mötuneyti skól- ans, eins og timarnir eru nú, en ástæður fyrir þessari breytingu eru blaðinu ókunnar. Væri nú ekki hugsanleg leið, að Hallveigar- staðir gætu fengið þelta lnisnæði á leigu og hafið starfsemi sína, þó í smáum stíl væri? Væri það strax nokkur úrbót, auk þess sem það mundi færa nýtt lif í félagið. En livað segir svo Kvenstúdentafélagið hefir það gert ráðstafanir til að einhver liluti liins nýja Garðs verði ætlaðúr fyrir íbúðir handa kvenstúdentum, ef þær óskuðu eftir? M.J.K.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.