Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 15
NÝTT XVENNABLAÐ 11 Berta: Frúin sagöi mér aS gera það. Hún sagði aS sér geðjaðist ekki að hlíf'Saráklæði á stólunum. Frk. Tesman: Ætla þau þá aS vera í þessari stofu — svona daglega? Berta: Já, þaS skildist mér á frúnni aS minnsta kosti; doktorinn sjálfur, hann sagSi ekkert um þaS. (Jörgen Tesman kemur trallandi frá hægri inn í bakherbergiS og heldur á tómri, opinni handtösku. Hann er meSalmaður á hæS, hefir unglegt útlit 33 ára manns, nokkuS feitur, meS sviphreint, kringlu- leitt og glaSlegt andlit, Ijós á hár og skegg. í hvers- dagsfötum, frekar hirSuleysislegur, meS glerauSú.) Frk. Tesman: GóSan daginn, góSan daginn. Jörgen! Tesman (í dyrunum) : Júlla frænka! Kæra Júlla frænka, (tekur í hönd hennar) komin hingaS svona snemma, ha? Frk. Tesman: Já, þú getur ímyndaS þér, ég varS þó aSeins aS líta inn til ykkar. Tesman: Og þaS þó aS þú hafir ekki haft fulla næturhvíld! Frk. Tesman: Ó, þaS gerir mér nú hreint ekkert. Tesman: Jæja, þér hefir gengiS vel heim í gær- kveldi, ha? Frk. Tesman: Já, mér gekk ágætlega. GuSi sé lof! Assessorinn var sá öSlingur aS fylgja mér heim aS dyrum. Tesman: Okkur féll illa aS geta ekki boSiS þér upp i vagninn. En þú sást þaS sjálf — Hedda hafSi svo márgar öskjur, sem viS gátum ekki skiliS eftir. Frk. Tesman: Já. þvilik ósköp, sem hún hafSi meSferöis. Berta (viS Tésman) : Ætti ég kannske aS fara inn til frúarinnar og spyrja hvort þaö væri eitthvaS. sem ég gæti gert fyrir hana ? Tesman: Nei, þakka þér fyrir, Berta — þaS er ekki vert. Hún sagSist hringja, ef hún þyrfti þin meS. Berta (snýr sér til hægri) : Jæja — gott. Tesman: En gerSu svo vel og taktu þessa feröa- tösku meö þér. Berta (tekur viö töskunni) : Ég set hana upp á loítiS (íer út gegnum anddyriS). Tesman: HugsaSu þér, frænka. Þessa ferðatösku hafSi ég troSfulla af afritum. ÞaS er ótrúlega mikiö, sem ég hef getaö safnaS saman hér og hvar á skjala- söfnum. Gömul inerkileg skjöl. sem enginn hefir vitaö neitt um. Frk. Tesman: Já, Jörgen, þú hefir sannarlega ekki sóaö tímanum í brúðkaupsferðinni. Tesman: Nei, þaS er mér óhætt aS segja. En taktu nú af þér hattinn, frænka, lof mér aö leysa slauf- una, ha? Frk. Tesman (meöan hann leysir slaufuna) : 0, guS minn góður! Þetta er alveg eins og þú værir heima hjá okkur ennþá. Tesman (skoSar hattinn) : Nei, skolli hefir þú fengiö þér skrautlegan og fallegan hatt. Frk. Tesman: Hann hefi eg keypt vegna Heddu. Tesman: Vegna Heddu, ha? Frk. Tesman: Já, svo eg verSi ekki Heddu til skammar, ef viS sæjumst saman á götunni. Tesman (klappar henni á vangann) : Þú hugsar fyrir öllu, frænka mín. (leggur hattinn á stól viS borðiS.) Og sjáðu nú til, Júlla, nú setjumst viS hérna i sóffann og röbbum saman þangaS til Hedda kemur. (Þau setjast, hún setur sólhlifina á sóffahorniö.) Frk. Tesman (tekur í báSar hendur hans og horfir á hann) : Jörgen! Dásamlegt er þaS, aS hafa þig aftur hjá sér heilan á húfi. Ó, IjlessaSur drengurinn hans Jochums heitins. Tesman: HvaS mætti ég þá segja! AS fá aS sjá þig aftur, Júlla frænka! Þú, sem hefir gengiS mér bæöi í föður og móður staS. Frk. Tesman: Já, ég veit þér heldur áfram aö þykja vænt um gömlu frænkurnar þínar. Tesman: Ekkert batnar Rínu frænku, ha? Frk. Tesman: O-nei, blessaöur, — þaS er ekki aö búast viö bata hjá henni, aumingjanum. Hún ligg- ur svona eins og hún hefir alltaf gert. En guS lofar mér a'ð haía hana ennþá um stundarsakir, því annars væri mér HfiS einskis virði, Jörgen. Sérstaklega nú, þegar ég þarf ekki aS hugsa um þig lengur. Tesman (klappar henni á bakiS) : Nú—nú—nú. Frk. Tesman (breytir um tón): Nei, en hugsa sér þaS, nú ertu giftur maður, Jörgen! Og svo varst þaö þú, sem náöir í Heddu Gabler! Hina yndislegu Heddu Gabler — sem hafSi biSla á hverjum fingri! Tesman (trallar og brosir ánægjulega) : Já, ég get búist viS aS ég eigi ýmsa góða vini í bænum, sem öfunda mig, ha? Frk. Tesman: Og svo fórstu þessa löngu brúö- kaupsferö! Já, meira en fimm — næstum sex mán- aða ferS. Tesman: Nú — fyrir ntig hefir hún líka orSiS eins- konar lærdómsferS. Öll skjalasöfnin, sem ég rann- sakaSi. — Og þvílfkur bókafjöldi, sem ég varS aö fara í gegnum! Frk. Tesman: Já, þaS má geta því nærri. (lágt i trúnaSi:) En segöu mér, Jörgen — hefirSu ekkert — ekkert svona sérstakt aS segja mér? Tesman: Úr ferSinni? Frk. Tesman: Já. Tesman: Nei, ekkert annaS en þaS, sem ég hefi skrifaS i bréfunum. Ég sagSi þér í gær, aS ég tók doktorsprófiS i feröinni. Frk. Tesman: Já, þaS — já, en ég meina — hvort þú átt ekki neitt — ekki neitt — i vændum. Tesman: í vændum? Frk. Tesman: GuS minn góöur, Jörgen, — ég er þó gamla frænka þín! Tesman: Jú, auSvitað á ég í vændum. Frk. Tesman: Nú! Tesman: Ég á í vændum atí veröa prófessor ein- hvern daginn. Frk. Tesman: Já, prófessor, já — Tesman: ESa — ég get sagt aS ég hafi vissu fvrir því, aS ég verði þaS. F.n, góöa Júlla frænka. þaS veiztu svo vel sjálf! Frk. Tesman (hlær góSlátlega) : Já, auSvitaö geri ég þaS, þú hefir rétt fyrir þér i því. (Breytir um.) En viö vorum að tala um fer'Sina. — Jörgen. hún hlýtur aS hafa orðiS kostnaSarsöm ?

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.