Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Blaðsíða 14
10
NÝTT KVENNABLAÐ
lag og ljóð, hvert listrænt handbragð, liver
vængjuð von og áður óþekkt hugsun, allt voru
þetta hlóm í kranzinn, sem hún ætlaði að flétta
og leggja fyrir fætur hans.
Hún hugsaði ekki um það þá, sem neina
hindrun, að hann var giftur og átti börn, — en
seinna.
Þrúður dró andann dýpra og fimmtíu ára
minninga-myndir lileyptu ofurlitlum roða fram
í fölva vanga hennar. Og myndirnar hreyttu
svip og lit. Fyrst eru þær skínandi bjartar, með
rauðgullinni slikju, svo leggst yfir þær dökk
móða, og að lokum renna þær út í auðngráan
hversdagsleikann.
Myndirnar koma og fara, en nokkrar þeirra
skilja sig frá öðrum.
Hásumardýrð, söngur og hljóðfærasláttur í
kirkjunni, og sólin skein á þau ein.
Langar göngur um lautir og liæðir í leit að
fáséðum blómum. Djúp kyrrð á síðsumars-
kvöldum, og loftið mettað þeirri unaðslegu ang-
an, sem áratugir fá ekki deyft. Ekki fremur en
árin fá dregið úr þunga örlagaorðanna:
— Yið verðum að skilja. —
Að skilja.
Já, sumarið okkar er liðið og við verðum að
skilja.
En hún krafðist einskis. Allt var gott eins og
verið hafði. Þá fann hún i annað sinn titrandi
liönd hans á höfði sér.
Freistaðu mín ekki, Þrúður, lcvað við undur-
blítt í eyrum hennar. — Ég er þó ekki nema
maður. Seinna, ef guð vill. Ég læt þig vita, þegar
þú mátt koma til mín. —
Biðin var orðin löng, en loksins var hún á
enda.
Þrúður gekk upp að húsinu, þar sem liann
átti lieima hjá dóttur sinni. Hún varð að sætta
sig við það, að hann var löngu fluttur burt úr
sveitinni þeirra.
Hávaðinn og umferðin á götunni virtist engin
áhrif iiafa á liana. Hún gekk eins og í draumi,
en bar þó liöfuðið hátt, og hvar sem hún fór,
sneri fólk sér við, til þess að horfa á eftir henni.
Hún hélt á gömlu grasatínunni með altarisdúkn-
um; annað hafði hún ekki meðferðis.
Þetta var vist húsið. Iljarta Þrúðar sló hraðar,
þegar hún liringdi dyrahjöilunni. Hún varð að
bíða góða stund, áður en opnað var.
— Er prófasturinn heima? spurði hún stúlk-
una, sem kom til dyra.
— Ha, prófasturinn ? tók stúlkan upp eftir
lienni, en svo var eins og liún áttaði sig. — Æ,
þér meinið auðvitað gamla manninn. Hann muu
liafa verið prófastur einhverntima, karlsauður-
inn. Skyldi liann vera lieima þó! Hann liefir
legið rúmfastur að kalla má í fleiri ár og er
alveg ruglaður með köflum. Ég skil ekki, að
það liafi mikið upp á sig að finna hann. En þér
getið reynt að tala við frúna.
Þrúður sagði ekki neitt. Hún gat eldd sett
orð stúlkunnar i samhand við hann. Það var
fjarstætt.
-— Voruð þér að spyrja eftir honum pabba?
Þrúður lirökk við. Fyrir framan hana slóð
stór og fyrirferðamikil kona, en góðleg á svip-
inn. Gat þetta verið Ilelga litla, prófastsdóttirin
með gullnu lokkana? Nú höfðu þeir misst lit
og ljóma og voru orðnir hélugráir. En augun
voru óbreytt. Það voru djúpu, bláu augun hans.
— Þekkirðu mig ekki, Helga spurði Þrúður
Kyrrlátlega. — Ég heiti Þrúður Jónsdóttir fra
Felli.
— Nei, er það virkilega Þrúður, læknisdóttirin
frá Felli? Nú er ég meira en hissa!
Og þessar tvær konur liorfðu hvor á aðra í
liljóðri undrun.
— Svo þetta er Þrúður frá Felli, sagði frú
Helga, eins og við sjálfa sig.
— Hann gerði mér boð að finna sig, sagði
Þrúður.
Nú, gerði hann það. Ég er hrædd um að hann
muni ekki mikið eftir því, blessaður gamli mað-
urinn. Ilann er dálítið utan við sig á köflum, sem
von er. Þetta er ekki lítill aldur, orðinn fullra
áttatíu og sex ára. Það má nú segja.
Þrúður lieyrði ekki livað hún sagði. Hún varð
svo undarlega máttlaus. Áður hafði liún litið
fundið til þreytu eftir þetta langa ferðalag.
— Við skulum samt reyna að koma inn til
hans, hélt frú Ilelga áfram. — Hver veit nema
hann þeldci þig.
Ilver veit nema hann þekki þig! bergmálaði
í huga Þrúðar, en hún fann ekki, að þetta kæmi
henni neitt við.
— Hún Þrúður frá Felli er komin til þess að
sjá þig, pabbi minn, sagð frú Helga svo hátt, að
Þrúður hrökk við.
Þær voru komnar inn i stofu, þar sem allt
var hreint og bjart. Kvöldsólin skein inn um
gluggann og varpaði ljóma á silfurliærur öld-
ungsins, sem livíldi þar með lokuð augun á drif-
hvítum svæfli.