Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Blaðsíða 10
NÝTT KVENNABLAÐ l Félagslegt öryggi 6 Um ekkert er meira hugsað, lalað og ritað nú meðal liinna frjálsu þjóða, lieldur en þann nýja og betri heim, sem menn ætla að skapa mannkyninu að stríðinu loknu. Jafnvel her- mönnunum á vígvöllunum og á höfunum, hefir amerískur Llaðamaður sagt, verður tíðræddara um fyrirkomulagið eftir stríð, heldur en um striðsfréttirnar, sem þeir lilusta daglega á. Eng- inn getur eða vill sætta sig við að ógnir og blóð- fórnir styrjaldarinnar séu tilgangslausar eða liðnar og færðar fyrir lífstilverunni einni. Það verður að finnast einliver skynsamlegur tilgang - ur bak við þetta allt, eitthvert heimsbetranlegt markmið. Menn vilja ekki hverfa aftur að sama óréttlætinu og rangsleitninni, ekki húa framar við eymd og skort í heimi, sem á allsnægtir, ekki þola atvinnuleysi, þegar vitað er, að með skyn- samlegu skipulagi er hægt að hafa næga vinnu handa öllum. Og ef menn eiga að deyja, þá vilja þeir láta lífið lil þess að þeir, sem eftir lifa og seinna koma, lifi í betri og hjartari ver- öld. Þetta hefir líka leiðtogum þjóðanna skilist, og að öllum likindum er það einlægur vilji þeirra, að geta orðið við kröfum fólksins. Ilvort þeir verða þess umkomnir, verður framtiðin að leiða i ljós. En hvort sem við nú trúum blint á þennan nýja heim, sem koma muni að stríðinu loknu, eða við erum ekki alveg eins bjartsýn og höldum hara að mannkynið eigi lengra ófarið til fyrir- heitna landsins, þá er það alveg víst, og við meg- um byggja á því, að iniklar og róttækar hreyt- ingar verða um gervallan heim á félagslegum háttum þjóðanna og fyrirkomulagi. Eitt af því, sem oft heyrist nefnt í þessu sambandi, er „félagslegt öryggi“. Með þvi er að meslu átt við það, sem forsætisráðherra Breta» Winston ChurchiII, talaði um i ræðu þeirri, sem ríkisstjóri vitnaði í, í nýársboðskap sinum, ]iar scm hann segir að það verði óumflýjanleg skykla eftir stríð, að sjá öllum fyrir heimili, vinnu og fæði. Þó mun huglakið enn víðtækara og fela það í sér, að öllum hörnum verði séð fyrir sómasamlegu uppeldi og að þau eigi rétt til menntunar, að ekkert gamalmenni líði skort og að öllum sjúkum verði veitt hjúkrun og lækn- ishjálp, og öryrkjum tryggður viðunanlegur hf- eyrir. Félagslegt öryggi er þvi i raun og veru það sama og felst i orðunum „frelsi frá ótta“ og „frelsi frá skorti“, sem leiðtoga annars stórveld- is, forseta Bandaíkjanna, verður Liðrætt um. Það er því nokkurnveginn áreiðanlegt, að háðar þessar stórþjóðir reyna af fremsta megni, að fengnum friði, að tryggja þegnum sínum þá Jífsafkomu og lífsmöguleika, sem er í samræmi við þær lífskröfur, sem almenningur þessara landa nú gerir. Þriðja stórveldið, ráðstjói-narríkin rússneslcu, liafa frá upphafi vega setl þetta sem markmið sitt og talið að þar með væru allir hnútar lilver- unnar leyslir. Vafalaust munu þau, að stríðinu loknu, snúa sér aftur að samskonar upphygg- ingarstarfi og frá var horfið. Hér á landi er í undirhúningi ný félagslög- gjöf, ásamt endurhætur og viðhætur á trygg- ingarlögunum, sem þá að líkindum falla inn i eitt allsherjar félagsmálalagakerfi. Það er því siður en svo ótímabært, að við konurnar förum alvarlega að hugsa um og gera okkur ljóst, hverjar umbætur við óskum að gerðar verði og hvernig lífsöryggi okkar verði betur tryggt, þvi það er nú einu sinni svo, að hver og einn veit hezt sjálfur, hvar skórinn kreppir að. Yfirleitl held eg að konur ætlu á viss- an hátt að skoða sig sem stétt, stélt, sem hefir mikilla og lífsnauðsynlegra hagsmuna að gæta. Stéttirnar eru að verða voldug öfl innan þjóð- félagsins, og vald þeirra fer sizt minnkandi. Þó afkoma og öryggi karla og kvenna sé í stærstu atriðum samtvinnað, a. m. k. innan fjölskyldu- vébandanna, þá hafa konur alltaf ýms sameigin- leg sérmál, sem karlmönnunum allt fram að þessu æðioft sést yfir. Fyrir meirihluta allra kvenna liggur það, að verða eiginkonur og mæð- ur og einmitt það skapar þeim þá sérstöðu, bæði atvinnulega og félagslega, sem livert réttlátt menningarþjóðfélag verður að taka fullt tillit til. — Öll þróun virðist hníga í þá átt, að verka- skipting sú milli kynjanna, sem átt hefir sér stað á heimilunum, og sem aðallega myndaðist eftir að horgirnar fóru að byggjast, og er greini- legust þar, sé nú að syngja síðasta lagið. Á ég þar við að maðurinn vinni einn utan heimilis- ins og afli því tekna, en konan vinni ólaunað

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.