Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Blaðsíða 16
12
NYTT KVENNABLAÐ
„Vertu þolmmóður, Job litli, eins og hún móðir
þín segir að hann nafni þinn hafi verið.“
*
Ung stúlka fyigdi Páli Ólafssyni skáldi til skips;
var það á Kópaskeri. Var hann þá háaldraður að
fara alfarinn úr sveitinni til Reykjavíkur, og orðinn
kulvís, með yfirsæng um herðar sér. Var honum þó
enn létt um að kasta fram stöku. Kvaddi hann
stúlkuna með þessari vísu:
i
Bið ég guð að gefa þér
góðar æfistundir.
— Pó hann taki þær frá mér
það velkomið honum er.
Ein af síðustu vísum hans til Ragnhildar konu
sinnar mun vera þessi:
Nauðugur sérhvert íer ég fet
fram að grafarbarminum,
sjötugur ekki séð ég get
af sextugum konugarminum.
★
Um hárþvott.
Það er mjög misjafnt hvað stúlkur þvo sér oft
um hárið. Surnar þvo sér í hverri viku og aðrar á
hálfsmánaöar- og sumar á 3—5 vikna fresti. Allt
hár er bezt að þvo úr vel heitu vatni. Hárið þarf ao
blotna vel áður en sápulúturinn er settur í það, síðan
er hársvörðurinn nuddaður vel og svo hárið á eftir;
þá er það skolað, en sápað aítur og nuddað, skolað
svo þangað til vatnið, sem af því rennur, er alveg
hreint. Lútinn er bezt að sjóða úr grænsápu eða
stangasápu, 100 gr. í lítra af vatni. (íeyma má hann
í fleiri vikur, á köldurn stað, á flöskum eða krúsum.
Feitt hár má ekki þvo oft. Eftir því sem það er
oftar þvegið, því feitara verður það. Hefur ]oví
reynzt vel, nokkur skipti, að hafa viku lengra en
áður milli hárþvottsins; minnkar þá fitan. Tjöru-
sápa er góð í lútinn fyrir dökkt og feitt hár.
Sé hárið þurrt, er gott að setja eina matskeið af
olíu saman við sápulútinn (salatolíu eða bómolíu).
Olían mýkir hárið. iSé um mjög þurrt hár að ræða,
er gott að bera oliuna í kvöldið áöur en það er
þvegið, vefja klút um hárið, og' þvo það svo á venu-
legan hátt úr vel heitu vatni daginn eftir.
í skolvatn á Ijóst hár er gott að setja sítrónusafa.
í hár, sem á vanda íyrir að flókna, er gott að
setja edik í skolvatnið.
í skolvatn á hærur er gott að setja ofurlitla blánku.
Hárburstun er öllu hári holl.
Með þessu blaði hefst 5. árg. Nýs kvennablaðs.
Kveðjur og árnaðaróskir sendir það öllum lesend-
um sínum. Útbreiðslu- og útsölukonum í kauptún-
um og út um sveitir landsins færir það beztu þakkir,
um leið og það mælist til þess, að þær á þessu ári
sendi því góða mynd af sér. — í árslok, eða um
næstu áramót áformar blaðið að birta myndir af
þeim, sem drýgstan þátt hafa átt í útbreiðslu þess.
4—15. Púði í einskeftu, saumað með forn-íslenzk-
um saum. Litir aðallega brúnir og grænir. Sem
stendur er hægt að fá áteiknað i dökkbrúnt, lj.ós grá-
blátt, mórautt, svart og gulhvítt. Einnig er hægt að
fá veggrefil með þessum uppdrætti, þá með þrem
(i6oX75 cm.) eða fjórum (200X75) hringjum.
Verð á púða: Eitthvað um 40 kr.
Verð á veggrefli i6oX75 65—70 kr.
Verð á veggrefli 200X75 —&5 kr-
Ath.: Ekki er hægt að segja nákvæmlega um verð,
vegna þess hve breytilegt verð er á garninu. Ekki er
hægt að fá dúkana ábyrjaöa, en pappírsmunstur,
með litunum ámáluðum. — Sendist gegn póstkröfu.
Verzlun Augustu Svendsen, Reykjavík.
Steikt rauðspretta.
3 kg. rauðspretta, salt, pipar, 2—3 eggjahvitur
eða hveitijafningur, brauðmylsna, feiti til að steikja
Rauðspretturnar eru verkaðar og flakaðar. Salti
og pipar stráð á flökin. Dyfið i þeyttar eggjahvítur
eða hveitijafning. Stráð á þau brauðmylsnu og steikt
í feiti. Gæfið þess, að pannan sé vel heit, þegar
fiskurinn er settur á hana.
Góðgrautur.
1—2 egg, 6 msk. púðursykur, 6 msk. kartöflu-
eða maisna-mjöl, 2 1. mjólk, 1 msk. smjörl. Vanillu-
sykur eða strásykur og vanilludropar.
Egg og sykur þeytt vel saman, kartöflumjöli og
mjólk blandað saman við. Þeytt stöðugt í og suöau
aðeins látin koma upp. Bland þá smjöral. og vanillu-
sykrinum saman við. Saftblanda borin með, og kan-
ell og sykur.
NÝTT KVENNABLAÐ
Kenuir út niánaðarlega frá október—mai, —
Gjalddagi í júní ár hvert. Verð árg. kr. 8.50.
8 sinnúm á ári, — fellur niður sumarmánuðina.
41'greiðsla:
Fyrir Reykjavík: Framnesveg 38.
Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7.
Utanáskrift: Nýtt kvennablað.
Pósthólf 013, Reykjavík.
Ritstjórar
og
útgefendur
Guðrún Stefánsdóttir,
Fjölnisveg 7. Simi 2740.
María ,1. Knudsen,
Franmesveg 38. Sími 5510.
Prentað í Félagsprentpsniiðjunni h.f.