Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Síða 5

Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Síða 5
lúlíana Sveínsdótíír, HsfmátarL Einn okkar ágætu sumargesta er iröken Júlí- ana Sveinsdóttir, listmálari. Hún kom um miðj- an júní, til nokkurra vikna dvalar, hér heima, eftir langa útivist, en öll stríðsárin var hún í Kaupmannahöfn, og ber Þjóðverjum illa söguna. Eitt sinn vaknaði hún um hánótt við það að fjórir vopnaðir, þýzkir hermenn stóðu við rúm- ið hennar. Hún sagði að sér hefði orðið hverft við, en varð að orði: ,,Hvað eruð þið að gera hér?“ Hún greip þá ósjálfrátt til móðurmálsins. Það var gaman að hitta frk. Júlíönu, á Þing- völlum í sumar. Þar var hún í síðum buxum úr Álafossdúk og prjónapeysu, innan um allar stáss- meyjarnar á sumarhótelinu, og brá sér hvergi. Frk. Júlíana er persónuleiki, en ekki brot af öðru broti, eða sá sem bíður eftir hagkvæmri tilviljun. Það var hún sem virtist þarna heima- manneskja fremur öllurn öðrum. Kongur í ríki sínu. Visstdega vildum við sem minnst tefja liana, því á Þingvöllum var luin að mála. Fór ein út í hraun að handsama hið undursamlega útsýni. Hver myndi vilja raska hugsun lista- mannsins á sköpunarstund. Frk. Júlíana Sveinsdóttir er fædd og uppalin, til fermingaraldurs, í Vestmannaeyjum. En fór eftir fermingu á kyennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Ingibjörg H. Bjarnason var þá teiknikennari skólans, sá hún strax að Júlíana bjó ylir óvenjulegum hæfileikum og hvatti hana til frekara náms. Fór hún þá til Þórarins B. Þorlákssonar og nam áfram teikningu. En 1910 sigldi hún til Listaháskólans í Kaupmannahöfn, og lagði stund á listmálningu ætíð síðan. Þó greip hún til annarra starfa, meðan efnin voru engin, því farareyrir var aldrei mikill. Hagsýni og spar- semi munu hafa hjálpað henni nokkuð. En þó lyrst og fremst hinn staðfasti vilji, sem alltaf stelndi í áttina, listhneigðin sjálf, þráin að skapa. Hún hjó stundum smátt, á sumrin í tjaldi. F.n ef hún með því gat unnið hugsjóninni gagn, var það gott. En vitanlega liggur mörg sjálfsaf- neitunin og margt erfiðið að baki listamannsins, því megum við aldrei gleyma. Nú er frk. Júlíana aftur á förunt. — Við þökk- um henni fyrir komuna. Og landið sjálft hlýtur að þakka henni fyrir samverustundirnar. Sam- bandið virtist svo náið á Þingvöllum. Engin stund of löng til að dvelja með því einu. Við óskum henni góðrar i'erðar þangað, sem ln'm fer næst (il Frakklands, Sviss, eða til Garðaríkis. Ekki er ómögulegt að blaðið geti seinna hirt myndir af einhverjum málverkum hennar. JÚLÍANA SVEINSDÓTTIK var ein þeirra fjögurra kvenna, er á síðartliðnu ári hlutu heiðurslaun úr „Tagea Brandts Legat“, kr. 10.000.00. — Sjóður þessi var stofnaöur 1905 af Morten Vilhelm Brandt, frá Odense. Hann missti konu sina, Tagea Brandt, átta mánuðum eftir brúðkaupið, en gaf sjóðinn, nafni hennar til eilífrar minningar. Og skyldi verja vöxt- um hans til heiðurslauna lil kvenna, er stunduðu vísindi og listir með heztum árangri. — Fyrst þremur árum eftir andlát gefandans, eða 1924, var veitt úr sjóðnum, en síðan árlega. — Gildir það sama um þessi heiðursverðlaun og Nóhelsvcrð- launin, fóð er skatt frítt. Þetta verður því nokkur fjárstyrkur samtimis og það er stórkostleg viðurkenning. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.