Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Side 3
NÝTT
KVENNABLAD
8. árgangur.
6. tbl., október 19í7.
GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR:
Hrebkjalómurínn
Mesti hrekkjalómurinn af öllum krökkunum var Hildur í
Garði. Enginn strákanna tók henni fram í snarræði og hug-
vitssemi, þegar hún var að koma sér út úr vandræðunum.
Það versta var þó við strákapör Hildar, að hún kom oft sin-
um brellum yfir á aðra, og þá helzt strákana. Hún þrætti
þó aldrei, þegar hún varð uppvís að þessu, — brosti bara
við og sagði eitthvað á þessa leið: — Nú, vilja þeir ekki
játa að þeir hafi gert það?
Þessi leikur Hildar kom sér ekki alltaf vel, enda var hún
uppalin í allstóru þorpi, innan um mörg Önnur börn, Sjaldan
endaði nokkur dagur svo, að hún léki ekki einhvern krakk-
ann allhart, með stríðni eða hrekkjum. — Þér hefnist fyrir
þetta, sagði móðir Hildar eitt sinn þegar Hildur, eftir all-
langt þóf, hafði gefið í skyn að það gæti verið að hún vissi
eitthvað til þess ,arna, sem um hafði verið kvartað.
Einhvern veginn var það þó svo að ekki var gott að hegna
Hildi fyrir afbrotin. — Þrátt fyrir allt reyndist hún viðkvæm
og hjálpsöm. Hún gat, þegar því var að skipta, gefið aleigu
sína án þess að hugsa sig um. Og stundum stappaði nærri
að hún fengi ofanígjöf hjá móður sinni fyrir vanhugsað ör-
læti. — Við verðum að skilja hvað við getum, reyndi móðir
hennar að útskýra. En Hildi gleymdist oftast að velta því
fyrir sér, hvort foreldrar hennar gætu bætt þvi á sig efna-
lega, sem hún vildi veita öðrum. En hitt vissu allir krakkarnir
í þorpinu, að þau þurftu að vara sig á lirekkjalómnum.
Stundum nóði Hildur i hóp af krökkum, sem hún vissi að
mátti treysta á, og þá var skipulögö mikil hrekkjaherferð,
sem náði jafnvel til fleiri en krakkanna. Fullorðna fólkið
hristi höfuöið og fannst þessar brellur krakkanna ekki spá
neinu góðu um framtíð þeirra. Hvað mundi leiða af svona
innræti er þau yrðu fulltíöa? En það er nú einu sinni svo,
að óneitanlega reynast sumir sem eru hrekkjalómar á barns-
alri beztu manneskjur í skóla lífsins.
HiJdi fannst hver dagur heilt æfintýri. Frá morgni til kvölds
var bjart í huga hennar.
En skyndilega féll ægilegur skuggi á hennar ungu œfi.
Pabbi hennar dó.
Hildi virtist fyrst í stað, sem sinn eigin lífsþráður hefði
verið klipptur sundur. Hana langaði ekki framar að leika
sér, — að maður nefni ekki neina hrekki, það var svo víðs
fjarri. Hildi, duglega tápmikla barninu, fannst dauðinn horfa
á sig dag og nótt svörtum, ægilegum augum. — Ef hún hefði
getað leikið á þann beitta brand — það var sælufull tilhugsun
— en alveg vonlaus. Hún var í einu vetíangi orðin stóra
núllið í krakkahópnum. Hildi var sama hver tók forustuna.
Hún var líka orðin svo stór, eiginlega of stór til að vera
NÝTT KVENNABLAÐ
heima og liafa ekki neitt verksvið. Mamma hennar hafði
ekki efni á því, eins og nú var komið, að hafa þau öll heima.
Og þá komu boð frá Sínu móðursystur, sem var barnlaus, að
hún vildi endilega taka eitthvert systkinanna til sín. Það
kom ekki til mála um litlu krakkana tvo, mamma þeirra vildi
ómögulega láta þau frá sér, þau höfðu aldrei skilizt við hana.
Ekki mundu þau sætta sig við að verða tekin. Þau gátu
liðið fyrir það, alla sína æfi — mamma óttaðist það. Það
var miklu frekar Hildur eða Dóri; þau voru orðin svo stór.
Reyndar var Dóri duglegur strákur, sem vann sér oft inn
aura, hann myndi koma fljótt til með að hjálpa mömmu.
Úrslitastundin rann upp. Sína móðursystir vildi endilega fá
ákveðið svar. — Og með mestu gætni færði mamma þetta
boð í tal svo öll börnin heyrðu. Litlu börnin flúðu bak við
mömmu sína og grúfðu andlitin inn i kjólinn hennar. Þeim
fannst grýla sjálf vera á hælum þeirra, og þeim var voðinn
vís, ef mamma passaði þau ekki. — Litlu hjörtun voru full
af sorg og hræðslu. Sjálf mamma þeirra hafði minnzt á að
einhver kerling vildi fá þau. Hún hafði þó alltaf sagt þeim
að cngin grýla væri til. — En þau mundu reyndar að stundum
var togað í fæturna á þeim, undan rúminu. Það var ekki að
vita, að í rauninni hefði það verið Ilildur, eins og hefði þó
jafnvel mátt halda. Það gat eins verið þessi, sem vildi fá
þau. Annar óvitinn byrjaði að gráta, og hinn tók undir í
ennþá hærrj tón. Mömmu þeirra vöknaði um augu. Hún tók
litlu bömin sín og setti þau sitt á hvort kné. — Ég get ekki
látið ykkur, svona lítil, sagði hún.
Litlu krakkarnir fögnuðu því að vera lítil, og hjúfruðu sig
upp að mömmu sinni. Þá leit mamma á þau Hildi og Dóra
og sagði hressilega: — Það væri annaðhvort ykkar, sem gæt-
uð haft gott af því að fara. Hildur leit á Dóra þar, sem hann
sat á móti henni við borðið. Hann var svo skrítinn núna
kringum munninn. Hann var alltaf að reyna að kyngja ein-
hverju. — Voru það ekki tár, sem sóttu fram í blá augu hans?
En Dóri var duglegur drengur, sem vildi bera sig vel.
Hann saug upp í nefið og strauk hendinni í gegnum hring-
aða lokkanka, sem lágu niður á ennið. — Já, annaðhvort
okkár, hugsaði Hildur. Það vár enginn leikur. Hún þreif í
dökkar hárflétturnar og kastaði þeim aftur á bakið, hún
gat ekki vitað þær lafa svona ráðleysislega niður með vöngunum.
-— Hvað segið þið um þetta, börnin mín? sagði mamma
þeirra, án þess að líta á þau. Augu Dóra fylltust tárum, and-
lit hans var þrútið, en hann sagði ekki neitt. Það getur ekki
verið um neitt þeirra að ræða nema mig, hugsaði Hildur.
— Ég myndi ekki afbera það að þau færu, og svo veit ég
að mamma fer að ciga erifiðast með að klæða mig.
— Ætli það verði ekki helzt ég, sem reyni að fara, sagði
Hildur. Röddin brást henni ekki, hún var alltaf góður fyrir-
liði.
Mamma hennar leit hægt, og nœstum undrandi, á hana,
en Dóri lagðist fram á borðið og grét. — Ég veit ég myndi
1