Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Síða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Síða 6
er hreinleikinn, sem hefur snert ykkur meS sprota sín- um. — Elsku fóstra min, ég held þú hljótir aS vera aS hughreysta mig, og þó er ég svo glaður. Hann tók um herðar fóstru sinnar og þrýsti henni aS sér. Hún strauk blítt um hendi hans. ÞaS voru ekki allar mæður jafn heppnar með börnin sín cins og hún hafði verið í sínu vali. Hún mátti vera innilega þakklát þeim, sem úthlutaSi henni lífsstarfinu. — Fóstra mín. Ég verS að tala við Hildi strax þegar hún kemur heim. Ég hef alltaf talað við hana, um allt, sem í huga minn hefur komið, nema þetta eina. Sína tók um hendi hans og horfði á hann, skyggnum, djúpum augum móðurinn- ar. Ifún ætlaði að svara einhverju, en dró það við sig þegar hún heyrði hávaða frammi í eldhúsinu. Líklega var það Ifild- ur og einhver með henni, sem hafði komið inn. Haukur strauk blítt um hár fóstru sinnar, þar sem hún sat við borðið, ýtti til stólnum sínum og gekk fram í eldhúsið. Það var óvenjulegt fát á Iiildi, en þó leit hún glettnislega til Hauks. — Augu þeirra mættust, og það var sem þau hefðu ekki sézt í óralangan tíma. Aldrei virtust þau hafa lifað aðra eins stund. — Var ekki leyndarmál þeirra að opinberast þeim í þögninni? Voru þau ekki að kanna hvors annars sál, eins og þegar þau voru börn? Haukur reif sig upp úr þessari djúpu sælu, hann leit í kringum sig eins og hann myndi það allt í einu að þau voru ekki ein. Hann skimaði í kringum sig, en sá engan. Hann leit á Hildi og ætlaði að spyrja hver hefði verið með henni, en þá mætti hann augnaráði hennar aftur. Hann gleymdi öllu í kringum sig, hún batt hann glitrandi silkimjúkum böndum. Hún lokaði allar hans tiliinningar inni í helgidómi sálar sinnar. Haukur rétti fram hendurnar, hann vildi ekki sleppa þessu helga augnabliki lífs síns.- — Hann fann mjúkar hendur hennar taka á móti, og fæturnar báru þau svo fislétt yfir eldhúsið og inn í betri stofu fóstru þeirru. — Hildur, hjartans vina mín, hvers vegna hef ég sagt þér allt, nema hversu heitt ég elska þig? — Ég þorði ckki heldur, byrjaði hún, en varð að þagna, hún gat ekki sagt neitt fyrir kossum hans. Fóstra þeirra hafði hálf blundað yfir prjónunum sinum. En allt í einu, fremur fann hún það en heyrði, að einhvers staðar var verið að banka. Hún hlustaði og greindi þá aftur þrusk, sem líktist banki. Hún opnaði eldhúshurðina, þar var ljós inni, en engan að sjá. Aftur heyróist þetta daufa hljóð. Hún kallaði: Kom inn! En enginn anzaði. — Til að vera viss um að enginn stæði úti opnaði hún bakdyra megin, en þar var engan að sjá. Jæja, þetta hafði þá verið misheyrn. En áour en hún hafði slökkt ljósið í eldhúsinu komu þau Hildur og Haukur fram, og um leið vissi Sína móðursystir, að nú myndu þau hafa talað um allt sem í huga þeirra bjó. — Fyrirgefið þið, sagði Hildur, og vatt sér að stóra eld- hússkápnum, sem stóð fram við dyrnar. Það stóð maður hérna á tröppunum, þegar ég kom heim, og hann kaus fremur að fara inn í skápinn, en fara strax út aftur, áðan þegar Hauk- ur kom fram. En ég sé, að óvart hefur skápurinn krókast aftur hjá mér; þú verður að fyrirgefa, Magnús, bætti Hildur við, um leið og hún opnaði skápinn, og birtan féll á mann þar inni, sem var háliblindaður af myrkri og saman kíttur. Sína móðursystir þagði og virti Hildi fyrir sér, svo lítið bar á. Ekki gat hún verið að leyna sjálfa sig því, að varla var um að ræða óviljaverk, að skápurinn skyldi lokast að utan- verðu. En Hildur hennar var nú alltaf Hildur, og ennþá loddu við hana meinlausar smáglettur, ef vel bar i veiði. Vesalings maðurinn var heldur fyrirferðarlítill, þar sem hann stóð frammi Hefga G, Jónsdóffir Helga G. Jóns- dóttir, lengi hús- freyja á Sveins- stöðum í Snæ- fellsnesssýslu, á áttræðisafmæli um þessar mund- ir, fædd í Reykja- vík 14. okt. 1867. Föður sinn missti hún níu ára, var elzt af fjórum systkinum og varð að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Var henni oft þröngur stakkur skorinn í uppvextinum, en meðfætt þrek og kjarkur, ásamt góðri greind, og glaðri lund, fleytti henni yfir örðugleikana. 13 ára komst hún til þeirra ágætu hjóna: Guð- rúnar og Jens Pálssonar, sem þá var prestur á Þingvöllum. Áhrif og kynni þeirra hjóna urðu henni drjúgt veganesti í lífsbaráttunni. 24 ára giftist hún merkum bónda, ættuðum úr Snæ- fellsnessýslu, Guðbirni Ó. Bjarnasyni, og reistu þau bú að Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Eftir sex ára búskap þar fluttust þau að Sveinsstöðum í sömu sýslu, og bjuggu þar yfir 40 ár, áttu 6 börn, og komu þeim öllum vel til manns, ásamt 4 fósturbörnum. Auk þess dvöldu mörg börn á heimili þeirra hjóna, af ýmsum ástæðum, um lengri eða skemmri tíma. Mun aðbúð barna þar yfirleitt vera rétt lýst í þessu ljóði frá ömmubörnunum, Höllu og Bóbó: Þú líknaðir, fórnaðir, linaðir þraut, hið leikandi smáa þíns kærleika naut, því betra var amma, þitt hjarta og hönd en hrúgur af gulli og blómskrúðug strönd. fyrir þeim, vandræðalegur og orðlaus og strauk fötin sín, í þeirri vissu, að svona skáphola hlyti að hafa einhvern ó- þverra innan sinna veggja, sem myndi loða við hann. — Ég vona þú þiggir af mér kaffisopa, Magnús, og gleymir þessari óvilja meðferð, sagði Sina móðursystir. Magnús tók þann kost að þiggja boðið, en skotraði aug- unum um leið, alltortryggnislega, til Hildar, sem setti upp mesta sakleysissvip. Haukur brosti í laumi. En hvað hann hafði annars verið mikið barn, að láta sér detta í hug að Hildur væri hrifin af þessum manni. 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.