Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Side 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Side 7
Kjarkmikil og Sú kona, sem hér verður minnzt, hefur ekki haft mikið um sig í þjóðfélaginu. Ekki stjórnaði hún stóru búi. Var heldur ekki kvenréttinda- kona eða kvaddi sér hljóðs á bylgjum hlóð- nemans. En þótt hún hefði tekið virkan þátt í þessu öllu, hefði það vart orkað tvímælum, að hennar andlega atgerfi ásamt dugnaði, nægju- semi og um fram allt skyldurækni, sem hún var gædd í svo ríkum mæli, hefðu gert hennar hlut stóran. Enda þótt líf hennar væri svo kyrrlátt, sem raun bar vitni um, er mér þó nær að halda, að nútíma konan geti nokkuð af því lært. Ekki sízt hvað ábyrgðartilfinningu gagnvart afkom- endum og foreldrum við kemur. Hún hefði aldrei borið fram eða barizt fyrir, að börn hefðu engar skyldur gagnvart foreldrum og jafnvel foreldrar litlar við sín eigin börn, og það væri þjóðfélagsins að sjá þeim farborða. En til þess munu nú margar af kynsystrum hennar ætlast á vorum dögum. Guðrún Einarsdóttir hét þessi kona. Fædd var hún í Ólafsfirði 7. okt., 1852. Það eina, sem henni var kennt í barnæsku var að lesa, en er hún var af barnsaldri komin. lærði hún að skrifa af eigin rammleik og skrifaði hina læsilegustu hönd. Einnig var hún svo vel verki Fyrir fjórum árum fluttizt hún hingað til barna sinna, og dvelur nú í húsi dóttursonar síns, Spítalastíg 1, umvafin ástúð og virðingu fjölskyldu sinnar. Helga litla á Þingvöllum: Ung stúlka, „ljós- hærð og litfríð", leggjandi gott til allra mála, gleðjandi mig með hlýleik og smágjöfum af fátækt sinni. Þannig lifir þú í barnsminni mínu, kæra frændkona. Og enn finn ég hjá þér sömu hjartahlýjuna, tryggðina og skapfestuna. þrátt fyrir margbreytt, erfitt ævistarf, og raunir, sem ekki verða raktar hér. Finn líka að kjölfestan í fari þínu er öruggt, barnslegt guðstraust reyndr- ar konu. Það mun og bezt styðja þig og styrkja síðasta áfangann. Gjarnan vil ég vera ein af þeim, sem óska þér lieilla og þakka hið liðna á þessum tuga- mótum ævi þinnar, en óvíst hvenær fundum okkar ber saman. Langar mig því að biðja Nýtt kvennablað fyrir kveðju til þín. Þökk fyrir gam- alt og gott. Guð blessi ævikvöld þitt. Ingveldur Einarsdóttir. vinnusöm kona farin að til fyrirmyndar hefði mátt telja, og fáar konur munu hafa spunnið fallegri þráð og fínna band. Að því skapi var hún þrifin og nýtin svo af bar. Foreldrar hennar voru hin mestu dugnaðar hjón sem ákveðin voru í að inna af hendi lífsstarfið án þess að kalla til hjálpar annarra, þótt skórinn kreppti að, því hörð hefur baráttan verið fyrir tólf börnum, er flest náðu þroska aldri. Enda sagði Guðrún, að oft hefði verið þröngt í búi, er á vetur leið. Var þá gripið til fjallagrasanna í enn ríflegra mæli en áður, og oft var ekki annað til en þau og dropinn úr kúnni. Svo bætti hún við, hress 1 bragði, ,,það sá ekki á okkur samt.“ Og það voru orð að sönnu, því öll voru þessi systkini heilsuhraustar og dugmiklar manneskjur. Guðr- ún réðist í vinnumennsku vorið, sein hún var fermd, og með henni fór í vistina bróðir hennar tíu ára, og skyldi hún vera hans stoð, svo að bæði hefðu lífsviðurværi af. Heimili það, sem þau réðust til var ágætt, hvað allan viðurgern- ing snerti, og átti afkomu sína að sækja bæði til lands og sjávar. En ærið mikil voru störf á heimiíi þessu og réri nú Guðrún til sjávar jafn- framt því að vinna önnur störf, sem að heimilis- verkum lutu. Þarna voru svo systkinin þar til Guðrún var tuttugu og eins árs. En áður en við þennan kafla úr æfi Guðrúnar er skilið, er skylt að minnast þess, að eftir að bróðir hennar hafði náð þeim aldri að vinna fyrir sér sjálfur, lét Guðrún sitt kaup, þótt lítið væri, ganga til foreldra sinna að fötum einum undanskildum. Þessa heimilis minntist hún ætíð með hlýhug sem og allrar æsku sinnar og unglingsára, þótt ekki væru þau árin rósum stráð. Mig langar að skjóta hér inn í einu, sem Guðrún sagði oft frá, um bernsku þeirra systkina á meðan þau dvöldu í foreldrahúsum, að úr þvi komin voru sumar- mál og til vetur nátta komu þau aldrei í sokk eða skó, voru þó í ýmsum snúningum bæði til fjalls og fjöru, sem að líkum lætur á þessum slóðum. Ekki taldi hún þetta neitt sérstakt um þau systkinin, því hún sagði ávallt, er á það var minnzt, — „þetta máttu fleiri gera en við, og það var heldur ekkert slæmt nema fyrst á vorin. Fæturnir vöndust þessu furðu fljótt og á haustin voru þeir orðnir harðir sem skór.“ í næstu vist, sem Guðrún ræðst í, kynnist hún 5 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.