Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Page 11
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Afdalabarn
FRAMHALDSSAGAN
— Ó, það getur nú margt breytzt á fimra árum, greip
Beta fram í fyrir honum. Líklega kærir hann sig ekki mikið
um að vera hérna hjá ykkur, þegar hann fer að sjá eitt-
hvað af því, sem gerist niðri í sveitinni, blessaður anginn.
— Ég verð alltaf i Hólakoti hjá afa og ömmu, sagði dreng-
urinn. — 0, sei, sei. Einhvern veginn gat hún ntóðir þín
fengið það af sér að yfirgefa þau. Ætli það verði ekki
líkt með þig? Enda lái ég þér það ekki. Því ómögulegt væri
mér að una hérna i þessum afdölum. Heldur vildi ég fara
til hundtyrkjans, sagði Beta afundin, þvi að hún sá nú, að hún
mátti láta í minni pokann eins og vant var, þegar þessi karl-
skröggur var annars vegar. Hún sneri því blaðinu algjörlega
við og sagði þeirn sögur af tvíbýlinu á Þverá, allt kveldið,
og langt fram á nótt. Daginn eftir var hún um kyrrt. Hún
þrábað hjónin um að Hannes litli mætti fara með sér ofan
að Hofi, eða jafnvel alla lcið út að Þverá. — Það kom
nú ekki til nokkurra mála, sagði Hannes gamli. En ofan að
Hofi, það var annað mál. Þau heyrðu að drenginn langaði til
þess. Það gerðu bækurnar, sem Beta var að segja honum
frá. Endirinn varð sá, að hann fór með Betu og mátti vera
tvær nætur i burtu. Svo ætlaði afi hans að koma eftir hon-
um, ef veðrið yrði ekki tryggilegt. Þórunn varð jafnfegin
að kveðja systur sína og hún hafði verið yfir því að heilsa
henni. Þannig var það jafnan. — Ósköp verður nú einmana-
legt í kotinu hjá okkur, þegar hann vantar, sagði gamla kon-
an raunamædd um kvöldið þegar þau voru að hátta. — Þetta
líður nú fljótt, svaraði maður hennar. Þegar þau voru setzt
inn um kvöldið daginn eftir og rökkrið var að byrja að
smáeyða dagsbirtunni, var baðstofuhurðin opnuð allt í einu
og drengurinn kom inn. — Hvað er nú þetta, vinur? spurðu
þau einum rómi. Því fórstu að koma fyrr en á morgun
eins og um var talað?
— Mig langaði ekkert til að vera lengur. Ég var búinn
að sjá bækurnar, Þær eru ósköp fallegar. En það eru margir
krakkar þar og þau stríddu mér af því að ég var ckki farinn
að læra og kunni svo illa að skrifa. Og svo var svo þröngt um
mig í nótt, að ég gat svo lítið sofið. Svo ég vildi mikið held-
ur vera heima. Frikki fylgdi mér upp í Hóla. Hann bað að
heilsa ykkur.
— Jæja, elskan mín. Það er gott að þú ert kominn heim,
sagði Þórunn, ánægjuleg á svipinn yfir því að heimurinn
hrifsaði ekki huga drengsins frá henni eins og hún hafði svo
oft kviðið fyrir. En samt var ekki laust við að nýju áhyggju-
efni skyti upp i huga hennar. Skyldi hann hvergi geta unað
sér nema hjá þeim. Hvernig færi þá með kennsluna, þegar
þar að kæmi. Hún talaði um það við mann sinn, þegar þau
voru í fjósinu um kvöldið. Hann bjóst við að það lagaðist.
— Þau geta ekki strítt honum á því að hann kunni ekkert,
þegar hann er farinn að læra. Við skulum ekki kviða því.
Beta hefur Iika alltaf verið að masa við hann, eins og hún
er vön. — Já, það er bezt að kvíða engu, sagði Þórunn.
— Þér hefur leiðst það, að krakkarnir stríddu þér á því,
að þú varst ekki farinn að læra, sagði hún við drenginn
morguninn eftir. En heldurðu að þú kynnir ekki við þig
hjá þeim, ef þú fengir að læra með þeim? — Jú, mig langar
til þess, og ég ætla að reyna að vera eins duglegur eins og
þau, kannske duglegri. Gamla konan á Hofi var vond við
þau, þegar þau kölluðu mig Maríuson, og sagðist ætla að segja
NÝTT KVENNABLAÐ
kennaranum það. Þá hættu þau. — Svo þau gerðu það þá.
Guð minn góðúr. Ósköp er að hugsa sér hvernig heimurinn
er, andvarpaði Þórunn gamla.
Það var fáferðugt þennan vetur að Hólakoti, þó ekki frekar
cn vant var. Samt fréttist það þó, að yfirvald sýslunnar, gamli
sýslumaðurinn væri dáinn. Og næst þegar gestur kom neðan
úr sveitinni, sagði hann, að nú væri búið að veita sýsluna
ungum manni vestan af landi, sem enginn kannaðist við. Hann
hefði verið settur sýslumaður áður einhvers staðar. Hann mundi
það ekki vel. — Veiztu nokkuð hvað hann heitir, Hannes
minn, þessi nýi sýslumaður? spurði Þórunn, þegar gesturinn
var farinn, hún hafði verið frammi við að hugsa um góðgerð-
irnar og þvi ekki heyrt allt sem talað var. Nei, hann hafði
ekki spurt neitt um það, hann varðaði víst lítið um slíkt.
Það eina, sem hann kynntist honum í framtíðinni yrði það,
að hann borgaði honum nokkrar krónur á manntalsþingunum.
Annað yrði það ekki. Reyndar var hann nú alveg hættur að
riða á þing. Heldur sendi hann framtalið til hreppstjórans í
tæka tíð og bað hann að borga fyrir sig þinggjaldið. En Þór-
unni fannst það ósköp fáfræðilegt að vita ekki hvað helzti
maður sýslunnar héti, og spurði því Frikka á Hofi að því, næst
þegar hann kom. — Hunnes Kristjánsson, heitir hann, svar-
aði Frikki. Gömlu hjónin litu hvort á annað. Þau höfðu ekki
gleymt þessu nafni þó langt væri um liðið, síðan þau höfðu
séð það skrifað með fallegri rithönd undir bréf, sem kom á
þeirra heimili. Skyldi það geta skeð, að það væri hann?
Eða var það bara alnafni hans? hugsuðu þau bæði. — Veiztu
hvort hann er giftur? spurði Þórunn. — Nei, það veit enginn.
Það þekkir hann enginn. En hann kvað vera ungur maður,
sagði Frikki. Þegar gesturinn var farinn, ræddu þau um það
sin á milli, hjónin, hvort þetta gæti verið sami maðurinn og
bann, sem María þeirra hefði elskað og treyst. — Það eru
litlar líkur til þess, sagði Hannes. — Hann var þó að vestan,
var sagt í vetur. — Það geta víst margir heitið þessu nafni
í Vestfirðingafjórðungi, svaraði hann. — Hann ætlaði að verða
sýslumaður. — Ójá, það stendur vist á sama hvort það er
hann eða ekki, fyrir okkur og drcnginn. Þá andvarpaði gamla
konan og klökknaði svo, að hún varð að þurrka augun. —
Elsku barnið að vera föðurlaust.
Það var þingað með seinna móti þetta vor. Nýi sýslumaður-
inn var á ferðinni um Hofshreppinn í glaða sólskini. Tveir
helztu bændur sveitarinnar, Sveinn hreppstjóri á Hofi og
Þorgrímur á Brún, höfðu riðið á móti honum til næsla þing-
staðar, honum til heiðurs. Ætluðu þeir að sýna honum sveit-
ina og kynnast honum. Þeim fannst hann heldur fátalaður,
samanborið við fyrirrennara hans. Hann spurði oft hvað bæ-
irnir hétu, ef þeim gleymdist að nefna þá, sem voru ekki
vcl býstir og lítið hafði verið gert til góða. En hinu gleymdu
þeir ekki, að benda honum á hvar miklar jarðabætuí höfðu
verið gérðar, og nefndu nafn bóndans eða jarðeigandans með
áherzlu. En hugur sýslumannsins var kominn heilum áratug
aftur i tímann, þegar hann hafði gefið ungri, fallegri og
saklausri stúlku fyrstu ást sína, þá unglingur um tvítugt.
Hún hafði sagt honum svo margt heiman úr sveitinni sinni,
sem þá var henni svo fjarlæg. Hvað hún væri falleg. Og hún
hafði lýst fyrir honum litla dalnum, þar sem bærinn hennar
stóð, „kotið mitt“, hafði hún alltaf sagt. Og hann hafði elsk-
að þetta allt með henni. Það gerir æskuástin æfinlega, hún
cr svo fórnfús og óeigingjörn. Þetta var einmitt sveitin henn-
ar, sem nú blasti við honum í blómskrúði vorsins, lauguð í
sólskini. En hvað hún var fögur. Hún hafði ekki ýkt neitt í
frásögn sinni, enda var hún of vönduð og góð til þess. — Er
ekki einhvers staðar hér bær, sem heitir Hólakót? spurði hann
allt í einu. — Jú, ójú, það er nú hér fyrir ofan byggðina,
9