Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Qupperneq 3
NYTT
KVENNABLAD
12. árgangur.
3. tbl. marz 1951.
UM BRÉFASKÓLA
í marzblaðið í fyrra rilaði dr. Áskell Löve grein,
er hann nefndi: Skólar strjálbýlisins, og átti hann þar
viS bréfaskóla, eins og lesendum blaSsins mun kunn-
ugt. Ég hef svo mikinn áhuga fyrir þessu máli, aS
ég get ekki orSa bundizt um þaS, enda þótt ég viti
fyrirfram, að greinarstúfur minn verði næsta fátæk-
legur.
Ég hef þá skoðun, að stofnun öflugs bréfaskóla
hérlendis eigi að vera mál málanna í skólamálum
í dag. Með því eina móti er hægt á tiltölulega skömm-
um tíma að tryggja æskumönnum öllum og raunar
fleirum ekki aðeins almenna heldur einnig hagnýta
þekkingu í ýmsum greinum. Kostnaðarhliðina þarf
naumast að nefna. Það liggur í augum uppi, hvílík-
ur reginmunur það er fjárhagslega séð að lesa heima
í frístundum sínum, eða verða að sleppa allri vinnu
og sækja venjulega skóla.
Ég er sveitakona og hugsa því fyrst og fremst um
sveitirnar, enda er aðstaða sveitafólks til að afla sér
menntunar mun erfiðari en bæjarbúa. MeS stofnun
góðs bréfaskóla mundi þeim erfiðleikum verða rutt
úr vegi. Hvernig væri að útvarpið okkar ræki bréfa-
skóla? Ég fyrir mitt leyti væri því mjög fylgjandi.
Ég tel, að byrja ætti með kennslu undir gagnfræða-
próf og hagnýta búnaöarfræðslu. SíSan kæmu aðr-
ar greinar eftir því, sem skólanum yxi ásmegin.
Hvað búnað’arfræðsluna snertir, þá gerum við okk-
ur sennilega alls ekki ljóst, hve mikils virði það væri
sveitamönnum, bæði bændum og verðandi bændum,
að geta tiltölulega fyrirhafnarlítið veitt sér góða hag-
nýta þekkingu í búnaðarfræðum og geta jafnóðum
notfært sér hana í starfinu. Búnaðarhættir okkar eru
áreiðanlega ekki þeir réttu. Þá mundi búskapurinn
bera sig betur. Svo er framleiðsla t. d. mjólkurafurða
og garðavaxta hvergi nærri nóg til að fylla innanlands-
markaðinn, hvað þá meir. Og er slíkt alls ekki vansa-
laust. Haldgóð þekking framleiðenda mundi vafalaust
bæta hér mikið úr.
Um kennslu undir gagnfræðapróf er það að segja.
að unglingar á gagnfræðanámsaldri (þ. e. 13—16
ára) eiga mjög erfitt með að nema bréflega án að-
halds kennara. I þorpum og þétt'býlum sveitum er
auðvelt að koma slíku við, þar geta nemendur óhindr-
að mætt hjá kennara sínum. En í meira strjálbýli
kemur slíkt ekki til greina. En væri ekki leiS, að
kennari kallaði börn þeirra sveita til náms í gegnum
Otvarpið? Mundi ekki tslíkur samlestrar — og útskýr-
ingartími nægja öllum venjulegum unglingum til að
halda áhuga þeirra fyrir náminu vakandi? Mér fynd-
ist rétt að reyna þessa leið. í sambandi við þetta vildi
ég minnast á, að gaman væri að fá hér í blaðið um-
sögn tungumálakennara Útvarpsins um námsárangur
ungra nemenda þeirra út um land miðað við árangur
nemenda á sama aldri í venjulegum skólum.
Gagnfræðamenntun virðist mér afar æskileg öllum
almenningi, en það má ekki eyða í hana alltof mikl-
um fjármunum. Og svo það, sem e. t. v. er mest um
vert, það má ekki ræna heimilin öllum unglingum
á gagnfræðanámsaldri. Hvorki vegna heimilanna
sjálfra, né heldur unglinganna.
Okkur vantar miklu, miklu fleira fólk í sveitirnar.
Og bezta ráðið til að tryggja þá fólksaukningu tel ég
það, að þroska æskuna í ást og virðingu á sveitinni,
störfum hennar, og umfram alll, hún verður að skilja
þýðingu sveitanna og framleiðslunnar fyrir þjóðar-
heildina. Hún verður að eignast ríka ábyrgðarlilfinn-
ingu.
Heilbrigt skemmtanalíf og góð menntunarskilyrði
heima í eigin sveit er e. t. v. bezta ráðið til að trvggja
dreifbýlinu sína eigin æsku. Og sú æska á að vera víð-
sýn, djörf og sterk í trú á sjálfa sig og landið. Okk-
ur vantar slíka æsku. Landið okkar bíður slíkrar
æsku. Og ég er sannfærð um, að slíka æsku getum
við auöveldlega eignazt, aðeins, ef þeir fullorðnu
þekkja sinn vitjunartíma og skilja hvað þeim ber
að gera.
Hæfur bréfaskóli gæti áreiðanlega orðiö ríkur þátt-
ur í viðreisn sveitanna og því ættu ungmenna- og
kvenfélög og raunar þjóðin öll að bera það mál fram
.igui... Jngibjörg Damelsdóttir, Bergsstööum.
NÝTT KVENNABLAÐ
1