Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Page 5

Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Page 5
móti okkur rektor skólans, Arne Larson og yfirsystir- in, Gurlí Carren. Höfðu þau aldrei tekið á móti ís- lendingum fyrr. Rektqrinn sýndi okkur allar bygging- ar staðarins. Þarna eru venjulega um 300 sjúklingar og er þeim skipt eftir aðstæðum í ýmsar deildir. Þar er forskóli og síðan skóli með verklegt og bóklegt nám og verndarheimili (vardhemmet) þar eru þeir, sem eru lægra settir og þurfa hjúkrun og aðgæzlu. Allir, sem höfðu fótavist voru úti þennan dag og sáum við þar stóran hóp af drengjum, sem léku þar tennis úti á vellinum undir umsjón, og umsjónarfólk var úti með hópa á gönguferðum.^Við sáum líka inni hópa af fá- vitum, sem voru í gæzlu og líktust þau mikið mínum börnum hérna á Kleppjárnsreykjum. Börnin koma þangað tveggja til fjögurra ára yngst, flest frá Gauta- borg og nágrenni hennar. Það er ekki hægt að gefa mikið yfirlit yfir starfið, þegar komið er í stutta heimlsókn, en mér leizt mjög vel á allt þarna. Fyrirkomulag og stjórn virtist mér vera í bezta lagi. Heimilið hefur 31,3 hektara land, sem breytt hefur verið í ýmsa akra og hef ég hér ársskýrslu heimilisins, sem geymir margs konar fróðleik, en yrði það of langt hér upp að telja. Mig langar aðeins að setja hér stundatöflu skólans. i \ Kl. 7,30 FótaferS og snyrting. —• 8,15 Morgunverður. — 8,35—8,50 Morgunbænir. — 8,50—10,25 Bóklegir tímar. — 10,25—10,50 Lítil millimáltíð. — 10,50—13,20 Bóklegir tímar. — 13,20 Miðdegisverður. — 14,20—17 Verklegt nám, smiðar eða önnur verkleg störf. — 17,30—18 Kvöldverður. —• 19,00 * Háttatími. Við skólann stari'a 14 hjúkrunarkonur og fleiri kon- ur, hver á sínu sviði, mér taldist starfsliðið vera 94 manns. 13 nemendur hafa verið fermdir á árinu og hefur sá undirbúningur tekið 1 kl.tíma á viku alla vetrarmánuðiria. Fór fermingin fram með altarisgöngu í lýolleredeskirkju 6. maí 1950. 101 nemandi tók próf, þar af 30 konur og 71 karlmenn. 29 voru vistaðir til heimilisstarfa, þar af 9 konur og 20 karlmenn. Ég set þetta hér sem lítið sýnishorn, sem ég gat tekið með mér, og gleðilegt er að sjá, hvaða nágrannaþjóðir okk- ar gjöra fyrir þessa minnstu bræður sína og systur. En hvað gerum við hér á Islandi? Framh. . \ ___________________________________________________________! Ævin mín á fleygiferð finnst mér áfram þjóta. Átján ára í vor ég verð — vil því lifsins njóta. Iirajnh. G/tY mánahoöící Þá8 húmar um vog og hciSalönd hljóölega múninn rís. Hún jetar sig hœgt yfir fjallsins rönd hin fölleita tunglskins dís, dýrdarljóma frá dal að strönd hún dreifir á fönn og ís. Mér gafst þa'ö oft vel, er gœfan sveik og gleÖi mín virtist öll, aö tendra ei Ijós á lampakveik þá logar í mánans höll, en fylgjast me8 skugganna feluleik er feiknstöfum þekja völl. Miriningar koma, ein og ein, rneð örlaga þrungiö spil, í skjálfandi þyt frá skógargrein í skvampi frá lækjarhyl. Um þekjur og gólf' gnýr vindsins vein þann válega söng ég skil. Þá kernur þú, Bragi, og kve'ður þér hljóÖs og kyngin, sem í þér býr. £g fagna því að þú annt mér óös þú ert rnér sem geisli hlýr, viö finnum í söng hins litla Ijóös eitt Ijómandi œvintýr. A. E. I tilefni af grein, frú Ingibjargar Daníelsdóttur, á fremstu síðu: Um bréfaskóla, hringdi blaöiö upp cand. mag. Bjarna Vilhjálmsson, íslenzkukennara útvarps- ini=. Fórust honum orð á þessa leið: Árangur af útvarpskennslu er, samkvæmt minni reynslu, mjög misjafn, en þó alls ekki misjafnari og sízt lakari en gerist og gengur í skólum. Að mínum dómi væri mikið hagræði að því að sameina bréfa- skóla og útvarpskennslu. Með því kæmust kennari og nemandi betur í samband hvor við annan en unnt er með einungis annarri aðferðinni. Enn fremur vil ég benda á, að en meira ríður á því, þegjhr um útvarps- kennslu er að ræða en skólakennslu, að heimilin fylg- ist vel með ungum nemendum, búi þeim góð starfsskil- yrði og sjái svo um, að þeir stundi námið eftir beztu föngum, þar sem kennarinn hefur engin tök á að beita þar aga í nokkurri mynd. NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.