Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Qupperneq 6
Játning læknis
Ejtir A. J. Cronin, höjund Borgarvirkis og jleiri merkra
skáldsagna.
Ungir læknar eru venjulega ekki sérlega trúræknir. Og þeg-
ar ég stundaði læknisfræðinám við húskólann í Glasgow, var
ég ekki að neinu leyti frábrugðinn skólabræðrum mínuin og
félögum í þessu tilliti. Þegar við fláðum og skárum eftir öllunt
kúnstarinnar reglum í líkskurðarstofunum, eins og lög mæltu
fyrir, þá leit ég á líkama mannsins eins og afar merkilega vél.
Ég fann ekkert við krufningarnar, sem gæti sannfa'rt mig
um að maðurinn hefði ódauðlega sál. Og þegar mér varð hugs-
að til guðs, þá fékk ég aldrei varizt því að brosa borginmann-
lega. Það átti að sýna djúpa fyrirlitningu mína fyrir hinni æva-
fornu og gauðslitnu helgisögn. Seinna meir lenti ég sem lækn-
ir í fátæku námuhéraði í Suður-Wales. Hér komst ég í nánari
kynni við mannlífið sjálft. Ég fékk að sjá, hvernig fólkið, ná-
nngar mínir tóku andstreymi lífsins með ódrepandi hugrekki
og þrautseigju, hverju sem að höndum bar. í fyrsta skipti stóð
ég augliti til auglitis við eitthvað, sem ég gat ekki vísað á
htig með iþóttafullu brosi og lífeðlisfræðilegri skýringu.
Þegar ég var viðstaddur fæðingar, sjálft undrið, leyndardóni
lífsins, og þegar ég sat við sóttarsæng deyjandi manns og beið
eftir síðasta andvarpi hans, þegar ég heyrði lágan hvininn
frá sigð dauðans, þennan miskunnarlausa þyt nálgast, þá var
ég ekki öruggur lengur. Það rann upp fyrir mér, að lífið bjó
yfir stærri og torveldari gátum en þeim, er námsbækur mínar
höfðu fjallað um og reynt að ráða. í stuttu máli sagt: Ég
missti sjálfsöryggið — en það er fyrsta sporið á veginum til
Drottins. En það skildi ég ekki þá.
íbúar héraðs þessa voru almennt trúrækið fólk, og trúin
lýsti sér í flestum verkum þeirra. Það leið sjaldan sú vika, að
eitthvað bæri ekki við, er sýndi mér fram á hið innilega guðs-
traust margra þessara óbreyttu manna. Ég gleymi því aldrei,
þegar stórkostleg sprenging varð í kolanámunni og gróf fjórtán
menn niður í jörðinni. I fimm daga voru iþeir innikróaðir
þarna niðri, og allt fólk i þorpinu bað fyrir þeim. En er björg-
unarsveitin með járnkörlum sínum, hökum og skóflum ruddi
sér braut í gegnum jarðlögin, heyrðu þeir, er í sveitinni voru
djúpt inni í samanhrundu námugöngunum óma af sálminum:
„Ó, guð mín hjálp og stoðin styrka." Þannig höfðu hinir inni-
byrgðu námumenn haldið hugrekkinu uppi. Og er að lokum
tókst að frelsa þá og þeir komust upp á yfirborð móður jarð-
ar, örmagna, en óskaddaðir, þá byrjaði allur mannfjöldinn að
syngja hinn forna sálm. Ómur þúsund radda, og sálmurinn
barst eins og fagnaðaróður gegnum þröngan dalinn. Þegar ég
kom upp úr námubrunninum ásamt þeim, er hafði verið bjarg-
að, hreif hið volduga tónahaf mig eins og flóðbylgja — eins
og lifandi sönnun trúarinnar, sem verður eigi túlkuð með
orðum.
Ári síðar fékk ég annað hérað í Mommouthshire. Það var
litilfjörleg staða og afleit skilyrði. Ég vann mjög mikið með
hjúkrunarkonu héraðsins, systur Olwen eins og hún var nefnd
Hún var ákaflega blátt áfram og venjuleg kona að ytra útliti,
sterklega byggð og farin að verða talsvert hrukkótt I andliti.
En í skærum, gráum og grcindarlegum augum hennar var ró
og gleði, sem varpaði ljóma á ófriða og hversdagslega andlits-
drætti.
I nærri því tuttugu ár hafði hún verið ein um að hjálpa
þeim sjúku í þessu byggðarlagi. Það var erfitt starf. Vinnu-
dagur, sem svo að segja tók engan enda. Það var ekki venju-
legur stofugangur í sjúkrahúsi, heldur tuttugu kílómetra leið
á degi hverjum. Ég dáðist að hugprýði hennar og þolinmæði
og ódrepandi glaðlyndi. En grunntónninn í persónuleika henn-
ar og allri framkomu var frábær fórnfýsi og óeigingirni. Hún
átti aldrei svo annríkt að hún gæfi sér ekki tíma til að segja
hluttekningar og uppörfunarorð. Hún veigraði sér aldrei við
að fara á fætur um miðjar nætur, ef einhver þurfti á hjálp
hennar að halda.
Laun þau, er systir Olwen bar úr býtum, voru hlægilega lág
i samanburði við hið mikla starf og erfiði, og kvöld nokkurt
síðla, þegar við höfðum átt óvenjulega erfiðan og annasaman
dag, tók ég rögg á mig og hóf máls á þessu, meðan við fengum
okkur tesopa.
— Hvers vegna farið þér ekki fram á meiri laun fyrir starf
yðar, systir Olwen — sagði ég. — Þér ættuð að fá miklu
hærri laun. Guð veit, að þér eruð þess verð og eigið það skilið.
Það varð augnahliksþögn. Systir Olwen brosti, en í augum
hennar logaði kraftur, sem gerði mig forviða.
— Ef guð veit, að ég er þess verðug — þá er það nóg —
madti hún.
Ég skildi samstundis, að allt líf hennar, öll hjálpsemi hennar
og fórnfýsi var eins og lrfandi vitnisburður um trú hennar á
guð. Og eins og leiftri brigði fyrir skildi ég, hve auðugt líf
hennar var, og hve tómt og tilgangslaust mitt í samjöfnuði við
hennar. Námuslys og tilsvar frá venjulegri líknarsystur í sveita-
liéraði opnaði augu mín og dró mig upp úr kviksyndi efasemd-
anna upp á hinn fasta grundvöll sannrar trúar.
Ég er hér að tala um trúna á guð, ósköp einfalt og blátt
áfram. Og það er meiri ástæða til þess að vekja máls á henni
nú heldur en nokkru sinni áður frá því saga mannkynsins
hófst. Helmingur allra jarðarbúa er blindaður af guðsafneit-
unarkenningum og fjandskap gegn allri guðstrú og guðsdýrk-
un, jafnvel gegn þeirri hugmynd, að guð sé til. Og við, hinn
helmingurinn, erum svo sljó og sinnulítil gagnvart guðdóminum
og lífsins dýpstu meining, að við veitum enga athygli þeirn
hræðilegu hættum, er steðja að öllu okkar andlega lifi.
Það er ekki hægt að sanna tilveru guðs á sama hátt og
reikningsformúlu. En ef við athugum veröldina með öllum
hennar undrum og stórmerkjum, ef við gefum gaum að reglu-
hundnu lögmáli náttúrunnar og óskiljanlegum flækjum og
gegndarlausri bruðlunarsemi hennar, sem hlýtur að vekja lotn-
ingu, þá munum við eiga örðugt með að losa okkur við þá
hugmynd, að til sé guð og skapari alls þessa. — Ilver getur á
kyrru haustkvöldi horft upp í himinhvolfið með hinum ótelj-
andi stjörnuskara, án þess að beygja kné sín í lotningu og auð-
mýkt og sannfærast um, að þessi takmarkalausa fjölbreytni
hlýtur að eiga sér eitthvert annað upphaf en blinda tilviljun.
Og okkar eigin jörð, sem svífur gegnum geiminn eftir sinni
föstu og ákveðnu braut, þar sem vor fylgir jafnan vetri, svo
að aldrei skeikar. Ætti hún að vera aðeins vígahnöttur, sem
einhverntíma hefur losnað frá sólinni af einskærri tilviljun?
Látum okkur viðurkenna, að frásögn biblíunnar um sköpun
heimsins, þegar guð skapaði heiminn á sex dögum, sé helber
heilaspuni og vitleysa. Látum svo vera, að við viðurkennum
framþróunarkenninguna með öllum sínum kennisetningum Eft-
ir verður samt ávallt hin óleysanlega gáta. Þvi að hvernig get-
ur nokkuð orðið til af engu.
4
NÝTT KVENNABLAÐ