Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 11
FALLEGT i stól- setu. Má sauma hvort heldur sem er í einum lit eða rósirnar meS mislit- um skuggum eins og sézt óljóst á myndinni. Eins má liafa mynztrið í dúka. SVAR TIL HULDUKARLS. í 2. tbl. 1951. Hugur flýgur hratt af stað huldusvein að finna. Lengi hef ég leitað að Ijósi augna minna. Ertu að harma örlög þin inn í berghöllinni? Ef til vill er ævin mín eitthvao svi'puð þinni. Vonin hjarta vængi fær við þinn ástarfuna. Huldusveinninn hjartakær hlýt ég þig að rnuna. FríSa. TIL HULDUKARLS. Heyr iþú! góði huldukarl, sem hefur sjóðinn lista. Unaðsbjóður ertu snjall í ástarljóði tyrsta. Ef er þér hnoss að yrða á mig upp er blossinn runninn, ástar fossinn falli á þig og færi þér koss á munninn. Upp nú sálar yndið mitt, þó æsku bál sé farið. í ljóðamáli láttu þitt ljúfa og þjála svarið. Gríma. TIL HULDUKARLS. Huldukarl minn komdu á kreik, láttu sjá þig sjálfan. Ei er mér um ástarleik, að eiga við þig hálfan. Þar sem ég ei þekki þig, landsins sonur kæri. Ástarljóð eiga ekki við — á almanna færi. Ef „huldukarl" ég fangað fa-, fýsir mig að vita: Vill hann reisa bú og bæ báls við hverahita? Míranda. NtTT KVENNABLAÐ Spilararnir, litil veggmynd. 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.