Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Side 14
Þessi púði er til með
litaskýringum á Vefnað-
arstofu Karólínu Guð-
mundsdóttur, Ásvallagötu
lOa. Verð á öllu efni er
kr. 71.50. Saumist hvort
sem vill í dökkbrúnan
eða hvítan jafa.
Karfa sú, sem birt var
mynztur af í Nýju
kvennablaði, 8. árg. 4.
tölublaði, fæst nú stækkuð með lilaskýringum á sama stað. Jafi
dökkbrúnn eða hvítur (fínn). Verð á öllu efni er kr. 91.25,
miðað við annað borð. Ef pöntuð eru bæði borð, verða leið-
beiningar látnar fylgja, hvernig hægt er að setja húllsaum
utanuip púðann og draga svo úr og gera kögur.
SUNNUDAGSFÖTIN.
M a t ua r
SELLERÍSÚPA: 1 sellerí — 11. vatn — 2 tesk. salt —
1 súpuna: 1 matsk. smjör, 1)4 matsk. mjöl, 1)4 L sellerí og
kartöflu eða grænm.kraft, 1—2 súputengina, 1 egg, )4 dl. rjómi.
Hreinsa sellerí og skera nokkra ferkantaða smábita, sjóða
[>á sér. Sjóða afganginn af selleríinu þar til það er alveg
meirt og kremja það gegnum sigti, blanda (það með kartöflu-
eða grænmetissoði svo það verði 1)4 1. Bræða smjörið, hræra
mjölinu í og þynna út, hægt og hægt, með soðinu. Þeyta eggið
og rjómann i súpuskálinni og hell súpunni varlega út í og
selleríteningana í. — Á þennan hátt er blómkálsúpa búin til.
„EPLARIS": 1 bolli hrísgrjón, sjóðandi vatn, 3—4 epli
eða ber, 2—3 matsk. sykur.
Þvo hrísgrjónin, setja þau út í sjóðandi vatn og láta þau
sjóða skarpt í 15 mín. Hella þeim þá í sigti og sprauta yfir
þau köldu vatni og láta það renna vel af. Hreinsa eplin og
skafa þau saman við og setja sykur eftir smekk. Borið með
mjólk eða rjóma.
KAFFIBRAUÐ: Smyrjið þunnar franskbrauðsneiðar með
smjöri og mjólkurosti og skerið þær í tvennt, setjið þær á
plötu í allheitan ofn. Bakist þar til sneiðarnar eru ljósbrúnar
og harðar. Er þetta prýðilegt kaffibrauð og fyrirhafnarlítið
KOMDU NO MEÐ VORLJÓÐ.
Komdu nú með vorljóð,
sagði' hún vina mín kær.
Vorljóð! Upp á himninum,
þar var hlettur skær.
Komdu nú með vorljóð!
ég kallaði hátt.
Komdu! sagði loftið
skært og himinblátt
og sólina ég leit
í loga gylltum hjúpi.
Er „ljóðið“ myndin hennar
á skyggðu hafsins djúpi?
Nei, vorljóðið er unun,
sem um þig sjálfa fer.
Eftirvænting nokkurs,
fyrr en bankað er.
Nokkuð út í haganum,
háloftinu og blænum,
sem heillar þyrsta brjóstið
og vefur möttli grænum.
— Og rúmið vex hið innra
hve voldugt þá að vera. .. .
Við veröldina alla
ferðu að „kókítera“.
G. St.
Seiidirt svör við Þessarl spurnlngu:
f hvaða stétt eru beztu eiglnmenntrnir?
12
NÝTT KVENNABLAÐ