Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Page 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Page 10
eftir Pétur Beinteinsson (Kvœði). Um þetta kvæði segir Benjamín Kristjánsson í Kvöldvöku: „eilt hið sérkennilegasta ástaljóð, sem ort hefur verið á íslenzka tungu.“ En bætir svo við: „Það er, ef ég skil rétt, ort til konu, sem skáldið hefur aldrei hitt í þessu lífi, en vonar að hitta í eilífðinni . . .“ Þar eð við erum Benjamín ekki sammála um þetta og teljum hann gera tilraun til að ræna konuna, sem syrgði skáldið, því, er hennar er, fengum við leyfi útg. til að birta hið fagra kvæði svo aðrir megi dæma frá sínu sjónarmiði. Ur meyjarhöfði rændi ég rauðum lokk. Sá rauði lokkur þjakar hyggju minni. Að fornum hætti steig ég upp á stokk og strengdi heit: að auka þessi kynni, sem lögðu þennan lokk í hendur mér sem leyndardóma gæfu minnar vega. Ég las mín forlög: líf í fylgd með þér, sem lokkinn átt. Nú veldur þungum trega mín leit, sem aldrei lýkur, því er ver. Við lokkinn rauða kannast engin framar. og hjartað særða berst í brjósti mér að banastund sem rafmagnsknúinn hamar. ★ Nú friðar helzt að leika sorgarlag. Ur lokknum rauða bjó ég hörpustrengi. Þar fingur mínir dansa nótt og dag í dúr og moll, en lagið skilur engi. Ég bið: við entan ævi minnar dag, við útför mína að köldum grafarbeði, að einhver megi leika lítinn brag á lokkinn rauða um það, sem aldrei skeði. ★ Það gildir enn um okkar grafarsið, að ausa lofi þá, sem jörðu hyljast; þó mætti flestra hreysti hrylla við þeim hrópum, sem að baki þessu dyljast. Nú talið ekki hátt. Ég hagnast vart á hóli því, sem að mér dauðum stafið. Ég gerði fátt, en átti æði margt í óska minna vild, sem nú er grafið og verður aldrei vakið héðan af. En vísan mín um fagra lokkinn rauða sem stjörnuleiftur leggur geislatraf á leiðir mínar yfir gröf og dauða. Án hennar væri vegur lífs míns ei þess verður, að ég liti nú til baka. Að þakkarlaunum, lokkafagra mey, ég legg á vald þitt eftir mig að taka: þau huldumögn, sem harpan litla mín með hár þitt strengt við boga ræður yfir. Þú sendir kannski kveðjuljóðin þín í hvörfin, þar sem önd mín holdið lifir. Svo þegar bresta bönd af þinni sál og berst hún yfir stjörnuhafið dökkva, þá skal ég tendra vita við þann ál, sem vaggar síðast þínum feigðarnökkva. Þá verða sjálfsagt bundin æðri bönd en batt ég fyrr úr lokkum þínum, kæra. Þar verða leikin lög af þinni hönd við ljóðin mín á geislastrengi skæra. ★ Menn ráða sjaldnast sínum næturstað, því sumir villast glaptir ýmsum þokum. Þó verður aldrei villzt um kvöldið það, sem vegur okkar genginn er að lokum. Ég hafði fyrri villzt á vegum oft, og varð að gista þar, sem örlög kjöru. Nú styðst ég við hið stjörnubjarta loft um stefnu mína að lífsins yztu fjöru. Þar bíður dauðans far við fjöruborð með föruneytið sezt við ár í prammann. I ferjugjaldið gef ég nokkur orð, sem gilda jafnt um langan veg og skamman: Ég studdi það, sem vissi ég veikast rætt og vorkunnlausast smáð af blómum jarðar; mitt ástarheit, sem af sér hefur fætt mitt eina verk, sem nokkru máli varðar. ★ Svo stýri ég um stjörnubjarta nótt að strönd, sem birtist mínum hugarsýnum. Þú verður, góða, sjálfsagt bráðum sótt af sömu fylgd. En gættu að vita mínum. 8 N'ÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.