Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 4
það viðhorf, sem þá skapast af leiðsögn foreldranna, haft hina mestu þýðingu fyrir afscöðu hvers og eins síðar á æfinni til borgaralegra laga almennt. Er þetta atriði því mikilsverðara, sem börnin eru greindari og og þroskaðri eftir aldri. — En aldrei er þó meiri nauðsyn en þá, að gera sér ljóst, að þarna er um að ræða hjálp, sem þjóðfélagið veitir heimilunum í brýnni nauðsyn, og að skólinn er hin útréfta hönd til hjálpar foreldrum um menntun og upeldi barn- anna — en ekki einhvers konar óviðkomandi höfuð- skepna, sem verði að beygja sig fyrir, hvort sem ljúft þyki eða leitt. Mikill fjöldi barna er lítt þroskaður til skilnings á bókstöfum og orðum fyrr en um 6—7 ára aldur, og álít ég ekki þörf að gera sér áhyggjur af því. En löngu áður en þeim Jjroska er náð, þarfnast barnið leiðsagnar og kennslu, ekki aðeins um J)að §em ber fyrir augu og eyru, heldur og fjölmargt í hugs- un þess og ímyndun — aulc þess sem barnið þarf af .sögnum og sögum að kynnast öðru fólki — lífs og liðnu -7— eftir því sem aldur og þroski leyfir. Þessa leiðsögn er hin mesta nauðsyn að móðir eða fóstra veiti hinni næmu og fávísu barnssál. — Fátt er betur fallið til að skapa hollan trúnað milli móður og barns, en að tala við það um áhugamál þess, af sömu einlægni og fullorðnir vinir ræðast við. Sú æf- ing í hugsun og máli, sem barninu skapast við það, er að mínu áliti hinn nauðsynlegi grundvöllur alls bóknáms. Sumar mæður eru kjarklitlar að kenna börnum sínum að lesa, þótt þær finni að þau hafi þroska til þess, af ólta við að þær kunni ekki til þess hinar snjöllustu og hraðvirkustu aðferðir. í flestum tilfell- um er ótti þessi ástæðulaus, én af honum getur þó stafað nokkurt tjón. — Hafi börnin þroska til að byrja á bóknámi fyrir skólaskyldualdur og um það ræður áhugi þeirra mestu — er vafalaust heppilegast að þau geri það heima á heimili sínu. — Flestar mæður munu, ef þær reyna, geta lagt góðan grund- völl að lestrarnámi barna sinna moð stafa- og orða- leikjum úr kubbum, spýtum. krít, blýanti og panpír — og síðan myndum og bókum þegar þroski leyfir. Það er hollt fyrir börnin að finna að móðirin kann nokkuð fvrir s«r á þessu sviði sem öðrum, og fvlgist frá upphafi með bóknámi þeirra. — Sé móðirin tómlát um bóknám barnanna, er nokkur hætta á að barnið verði tómlátt, annaðhvort um bóknámið eða móður sína, og hygg ég hvortveggia jafn skaðlegt. Það er að vísu satt, að sérmenntaðir kennarar sem þurfa að taka til kennslu stóran hóp vandalausra barna, gera sér allt far um að finna sem heppileg- 2 astar og hraðvirkastar aðferðir við kennsluna — og hefur þó ekki enn fundist sú aðferð sem algild sé fyrir öll börn. —- En grundvöllur allra aðferða er einn: Að vekja áhugann — efla kappið —- styrkja viljaþrekið. í einu orði sagt, að vekja starfsgleðina hjá barninu. Og til þess má jafnvel segja, áð hver kennari og uppalandi hafi sína eigin aðferð. En eigi ])að að lánast vel, má ekki byrja of snemma á reglu- bundnu skyldunámi. Þá er það mjög í tízku nú, að halda því fram, að ilest mistök um jiámsárangur barna — og iafnvel einnig um heilsufar og siðgæði— stafi af of löngum skólatíma og of mörgum kennslustundum eftir að skyldunámið hefst. Er þá einkum átt við börn í bæj- um og þorpum og vitnað til þess, að áður hafi börn haft og hafi jafnvel enn í sveitum stórum færri kennslustundir, en sýni þó oft betri námsárangur. Við þetta er það að athuga, að J)ótt skólatíminn sé skemmri, þá er ekki |>ar með sagl, að námstíminn sé styttri. — Reynsla mína sem sveitabarns, farkennara í sveit og nú um 20 ára skeið kennara við einn fii>l- sóttasta barnaskóla Revkjavíkur, er sú, að allur fiöldi barna þurfi bæði mikinn tíma og gott næði ti' þess að nióta námsins fyllilega og gildi bað jafnt í borg og sveit. — Á kvrrlátum sveilaheimilum var hinn daglegi námstími sannarlega oft hýsna langur. En á þeim heimilum, sem einhverra hluta vegna gátu ekki varið miklum tíma til námsins, varð árangur hinnar stuttu skólagöngu lítill, sem vonlegt var, og svo mun vera enn. — í horgirmi e)u skilvrðin til heimanáms víða svo örðug, ,að mikill hluti barnanna lærir bað eitt. sem hægt er að kenna í skólanum. Þá verður hinn stutti tími stundaskrárinnar oft bagalega stuttur. Biallan hringir vægðarlaust, og hópurinn verður að rýma fyr- ir þeim )iæsta því að enn búum við ekki svo vel, Revkvíkingar, að við eigum skólahús nema fvrir helming hinna skólaskvldu barna. Hlvtur skólastarf- ið bví. að verða um of einhliða og fábrotið og ófull- nægi’andi til að veita börnunnm bað uppeldi sem þau Jiarfnast og heimilunum þá aðsloð sem bau ætlast lil og eiga rélt á. — Það er hiárórna, að setia sífellt fram kröfur um þetta og hitt sem kenna burfi í skól- unum, en heimta svo hinsvegar að námstíminn sé stvttur. Mín skoðun er sú, að æskilegt væri, að í bæiunum — og bá einkum Revkiavík — gæti skólinn kotnið meir til móts við heimilin um kennslu þarnanna. bæði bóklega og verkleva, einkum fvrstu árin. En til bess þarf tíma og til þess þarf húsnæði — fvrst og fremst. Það er ekki bentugt fyrir 9—10 ára börn, að þurfa NtTT KVENNABLAÐ- á

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.