Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 6
Mur-IÉiiMp Nýlega kom fram í ræðu um Vestur-íslendinga sú skoðun, að ekki hefði alltaf verið vel að |)eim búið, sem fóru héðan heimanað, hvorki af landi eða þjóð. Jafnvel hefði þeim frekar verið ýtt af stað af bæjar- og sveitafélögum, og óáran hefði verið í landi svo sjálft landið hefði þannig óbeinlínis hvatt þá til að taka sig upp. Allslausir liefðu þeir svo kvatt kóng og prest og án þakklætisskuldar lil nokkurs aðilja. Þetta verður víst jildrei ofsögum sagt. Orræði voru þá þau ein að fara „á sveitina“ fyrir fátækar barnafjölskyld- ur, ef aflabrestur varð og harðæri, mörgum ættgöf- ugum manni þótti þá eins og hann væri þar með brennimerktur litilmennskunni og bjó sig vonarkufli til Ameríku með allt sitt. Þeir, sem eftir urðu, höfðu víst ekkert aflögu, svo þeim þarf ekki um að kenna, fyrst útsjón og fyrirhyggja var svona raunalega smá. Ekki var t.d. reynt að afla sér tekna eða viðurværis með jarðhitanum, sem vissulega var þá eins mikill og nú, er tugir manna lifa á hilasvæðunum af gróður- húsarækt. Og skipakostur var svo lítill og lélegur þá, að það fer hrollur um mann allan, að hugsa til þess. Hákarlaskipin, sem gerð voru út seinnipart vetrar, voru háskalegar fleytur. Ætíð síðan má undrast, hve margir kjósa sjósókn fram yfir landbúnað, sem getur jafnvel, þótt í smáum stíl sé brauðfætt barnahóp, ef hófsemi og reglusemi eru fyrir hendi. Barnafjölskylda, er ég man eftir að fór til Amer- íku, hefði aldrei þurft að fara, ef heimilisfaðirinn hefði ekki verið vínhneigður um of. Hann var liarð- duglegur sjómaður og hvergi smeykur hjörs í þrá. — En börn þeirra hjóna hlutu betri lífskjör í Ameríku, en þau hefðu hlotið hér. Tvær dætur þeirra urðu kennslukonur og sonur verzlunareigandi, annar menntamaður. En svo er það þetta: Island bauð hjónunum ekki lífsþægindi fyrir sig og sína, en þá sagði ræðumaður sá, sem stefnt var að í upphafi þessa má)=, að Vestur- íslendingar, sem héðan „hurfu yfir hafið“ og engum og engu áttu hjálp eða neitt gott upp að unna. hefðu aldrei gleymt /egwrð landsins, hún hefði staðið bak við hina sterku, djúpu ættjarðarást, sem þeir báru og bera í brjósti alla æfi. Duttu mér í hug orð konunnar af Suðurnesjum, Vatnsleysuströndinni: „Fljótshlíðin er mikið rómuð fyrir, hve þar sé fallegt, en ekki veit ég til að Fljóts- hlíðingar, sem flutt hafa þaðan, sýni sveitinni sinni Alvarleg spurmng Þó heiðni sú ríki í heiminum enn me3 hernaði öðrum að granda. Er trúlegt, að hér séu til slíkir menn svo trylltir af brjálceðis anda? Ef líðfrjálsa œskumenn leika skal grátt og lama með heraga ströngum. Hvar ertu þá kona, með menntun og mátt og móðurást, rómáða löngum? íslenzkar mœður! Það veit ég svo vel, að vizkunnar máli þið talið, og látið ei byrla hið blóðuga hel þeim börnum, sem þið hafið alið. Hver móðir á verðinum vakandi er, þau vopnin sín andleg að herða. Einhuga segjum við: Islenzkur her aldrei skal stofnaður verða. Lilja Bjömsdóttir. meiri ást eða ræktarsemi heldur en Vatnsleysustrend- ingar.“ Fegurðin er mikil eign, en hún á, þótt ótrúlegt virðist í fljólii bragði, lítið skylt við ættjarðarást. Ætljarðaráslin er blóðbönd. Ættmæður okkar og feður hurfu ekki sporlaust, þau hafa sameinast land- inu. Umhyggjan og vonin sem aldrei var upjrfyllt, býr í þúfnakollunum og á sléttlendinu, og landið allt, verður það eiginlega eg —. Þetta er kennd útlendings- ins, Íílendingsins í Vesturheimi, og hvar sem hann er búsettur utanlands. Jóhann, skáld, Sigurjónsson varaði okkur eitt ainn, á íslendingafundi í Kaupmannahöfn, við að setjast að erlendis. Hann sagði: „Þær gætu orðið ykkur naprar raddirnar úr Nijlungaheim.“ Þetta er ekki bara hugarvíl, eins og talað er nú um að börn J)jáist af. IJold forfeðranna hefur rotn- að og er íslenzk mold. Andinn álti þolgæði, sem af- komendurnir vilja tilcinka sér, hvar sem þeir fara og flækjast, en hann leitar til upphafs síns. 4 I, 'NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.