Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Qupperneq 12
GuSrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL NÝ FRAMHALDSSAGA Höfðavík var ekki annað en lítið sjávarþorp, um og eftir síðustu aldamót. Saml var hún alltaf kölluð kaupstaður. Fólkið framan úr sveitinni sagðist þurfa að fara út í kaupstað, en það, sem bjó ular með sjón- um sagðist þurfa inn í kaupstað. Allt leit það upp til kaupstaðarbúanna, sem bjuggu innst í víkinni í timburhúsunum. Það var ríka fólkið — höfðingjarnir, kaupmaðurinn og gamli prófasturinn. Fátæklingarnir bjuggu í torfbæjum og skúrum út undir Tanganum, sem var fyrir norðan þorpið. Þeir áttu lífsafkomu sína undir hylli kaupmannsins og J)ví, hvað karlmennirn- ir drógu marga fiska úr sjónum vor, haust og sumar og hvað konurnar og krakkarnir gátu „vaskað“ og Jjurrkað mörg skippund af honum á vorin fram á tanganum, sem vanalega var kallað út á „reitum“. Bjarriabær hét einn bærinn. Hann stóð rétt fyrir ofan veginn, sem hestar ferðamanna voru búnir að troða í margar áraraðir. Hjónin þar liétu Signý og Jónas. Þau höfðu komist sæmilega af efnalega, J>ar til fjórða barn þeirra fæddist, með því komu erfið- leikar og mæða. Hann var flogaveikur aumingi fyrsta árið, sem liann lifði. Það ár gat Signý ekkert unnið í fiskinum. En eftir J>að var Sigga litla, sem var elzt systkinanna látin hafa fyrir honum, sem var þó alltof erfitt fyrir hana, því að hann var ósjálfbjarga aum- ingi og yrði það alltaf. Hún var sárfegin, þegar sól- skinslaust var, þá var ekki til neins.að breiða fisk- inn og þá gat mamma hennar hvílt hana við barn- fóstrið. En þegar sólskin var og kyrrt veður bar hún Jóa lilla vanalega ofan í fjöruna. Þar lék hún sér með jafnöldru sinni, sem átti heima í næsta bæ fyrir ofan og hét Bína í Móum. Bína átti líka lítinn bróð- ur, sem hún varð að passa meðan mamma hennar var á reitunum. En hann var heilbrigt barn og hennar starf því mikið léttara og ánægjulegra. Sigga stundi oft mæðulega yfir því að Jói litli skyldi ekki geta borið fyrir sig fæturna, eins og hinn drengurinn Þeg- ar útfall var létu þær drengina sitja í glóðvolgum sandinum, bjuggu til myndir af húsum og skipum í sandinn og skrifuðu nöfnin sín og fjölskyldna þeirra með stórum, klunnalegum stöfum. Litlu drengirnir höfðu gaman af að leika sér í sandinum. Jói gat set- ið, en ekki gengið. Eftir nokkra klukkutíma yrði sjórinn búinn að afmá allar byggingarnar og stafina, en um það þýddi ekki að k\ arta. Næsta dag yrði 10 kominn sami slélli, fíni sandurinn, glóðvolgur fyrir bera fæturnar að ganga í honum og litlu höndurnar að krafla í honum. Stundum tíndu þær skeljar til að leika sér að inni, þegar ekki var veður til þess að vera úti með lillu drengina. Það bar ekki ósjaldan við að nokkrir illa liðnir strákar komu stökkvandi ofan í fjöruna og léku sér að því að stappa niður í ])ví, sem þær voru búnar að útbúa, bara til að stríða þeim. Það voru synir kaup- mannsíns og gamla prófastsins. Þeir drottnuðu yfir fátæku krökkunum og lítilsvirtu þau alveg eins og foreldrar þeirra þótlust langt hafnir yfir vinnulýð- inn. Ollum var illa við þá, ])ó enginn yrði til þess að setja sig upp á rnóli yfirgangi þeirra af ótta við að styggja kaupmanninn. Oft fóru litlu barnfóstrurn- ar skælandi af gremju heim eftir heimsókn þessara harðvítugu félaga. Þeir kölluðu líka á eftir þeim stríð og keskni, sögðu þær væru væluskjóður og Jói væri hálfvilagrey, sem réttast væri að henda í sjóinn. „Ég skyldi fljúgast á við þá, ef ég væri strákur,“ sagði Bína, sem var geðmeiri. Bakkabúð stóð á víkurbakkanum rétt þar sem þær fóru upp úr fjörunni. Þar bjó einsetukarl, sem alltaf var kallaður Bjössi gamli. Eitt vorið veiktist Jjessi gamli maðurinn og lá í rúminu dögum og vikum sam- an. Stundum sáu ])ær stöllur hann standa við glugg- ann og urðu svo hræddar við útlit hans að þær tóku á sig langan krók til þess að fara ekki nálægt bænum. Hann hafði aldrei verið álitlegur ásýndum, nú var hann ekkert annað en augun og skeggið. Enda litu víst fáir inn til hans, nema Þorbjörg í Nausti. Bær- inn hennar var rétt hjá Bakkabúð. Hún fór til hans oft á dag. Sigga dáðist að hugrekki hennar, að geta farið ein inn lil lians, þegar hann var orðinn svona hræðilegur. Iíeyndar dáðist hún að öllu, sem Þorbjörg gerði, J)ví hún var svo góð við hana og hafði alltaf verið }>að, frá því hún mundi fyrst eftir. Hún var svo hissa hvað flestum nágrannakonunum var kalt til Þor- bjargar. Sjálfsagt var það vegna þess að hún hafði jafnan köld og hvöss 'svör á takteinum. Svo hafði hún líka margt fram yfir þær. Hún var alltaf hreinlegri til fara en þær og litli bærinn hennar var alltaf hreinn og svo gat hún keypt sér svo margt, sem þær urðu að vera án, því hún bjó ein og var dugleg að vinna. Þegar ekki var þurrkur fór hún inn í víkina og þvoði þvott fyrir ríku konurnar, eða hún prjónaði á prjónavél. Engri konunni var þó 'eins illa við hana og Grétu í Móunum, mömmu Bínu. Þær höfðu einu sinni verið mágkonur. Máltækið segir að það séu oft kaldar mágaástirnar. Þorbjörg hafði ekki alltaf verið ein í litla bænum sínum. Hún hafði átt mann og dóttur. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.