Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 7
Frú Magnhildur L. Blörnsdóttir Fyrir nokkrum árum mæltist Nýtt kvenna- blað til þess að mega birta myndir af út- sölukonum þess, víðs- vegar að, en of fáar sendu mynd af sér. Nú hefur blaðið þá ánægju að flytja mynd af einni úr hópi þeirra. —- I tilefni af fimm- tugsafmæli hennar átti myndin að koma, þó við vissum ekki um það fyrr en eftir á. Frú Magnhildur dr fædd 14. maí árið 1900 í Álfta- vík í Borgarfjarðarhreppi (eystra). Er sá bær nú fyr- *r löngu kominn í eyði. Foreldrar hennar voru hjón- ln, Björn Sveinsson og Ólöf Jóhannsdóttir, er bjuggu nær aUa búskaparlíð sína á eignarjörð sinni, Dal- landsporti i Húsavík, N-Múl., og þar ólst Magnhild- u*' upj). Björn var sonur hins kunna kraftainanns og hagyrðings, Sveins Pálssonar, er síðast þjó á Dal- ':*ndi, af austfirzkum ættum. En Ólöf móðir hennar 'ar úr Borgarfirði vestra, mikil fjör og dugnaðar- ^ona og trölltrygg. Snemma þótti bera á því, að Magnhildur hafði erft Ijör og dugnað móður sinnar í ríkum mæli. Var hún 1 æsku óvenju fjörug og tápmikil. Og þótt hún væri a*in uj)j). í afskekktri vík, tók hún brátt virkan þáll 1 fclags- og skemmtanalífi sveitar sinnar. Vílaði hún eigi fyrir sér langar og erfiðar fjallferðir til þess að GILDANDI LÖG Frá og með 1. jan. 1953 skal auk fjölskyldubóta sanikv. 30. gr. laganna greiða árlegar fjölskyldubæt- Ur með öðru og þriðja barni sem hér segir: Á 1. verðlagssvæði með 2. barni kr. 400.00, með 3. barni. kr. 600.00 á ári. (Bæir nieð kaupstaðar- réttindi). Á 2. verðlagssvæði með 2. barni kr. 300.00. með 3. barni kr. 450.00 á ári. Bætur þessar greiðast með sömu vísitöluuppbót og aðrar bætur. Ekkjur, ógiftar mæður og fráskildar konur, sem hafa fleiri en eitt barn undir 16 ára aldri á fram- f*ri, skulu eiga rétt til mæðralauna. Mæðralaunin nema sömu upphæð og fjölskyldubætur. NÝTT KVENNABLAÐ sækja samkdmur og fuBnægja athafna- og skemmt- anaþrá sinni. Þótti hún hvarvelna aufúsugestur, því ávallt fylgdi henni fjör og glaðværð, sem fólk mat mikils, eklci sízt á þeim árum í tilbreytingarleysinu. Um fulltíðaaldur fluttist Magnhildur til Seyðis- fjarðar og giftist þar nokkrum árum síðar, Eiríki Ingimundarsyni, trésmíðameistara frá Sörlastöðum. Byrjuðu þau búskaj) á IJánefsstaðareyrum, reistu þar vandað íbúðarhús og bjuggu þar aBmörg ár, eða þar til þau flutlu til Innri-Njarðvíkur í Gullbringusýslu, og hafa búið jiar síðan. Hefur heimili Jieirra jafnan haft orð á sér fyrir myndarskap og góða umgengni og gestir átt þar góðu að mæta, enda húsfreyjan ekki * legið á liði sínu að gera heimilið sem vistlegast. En jafnhliða heimilisstörfunum hefur hún ávalll haft nægan tíma til að vinna út á við og sinna félagsmál- um byggðarlagsins, svo um hefur munað. í kvenfé- lögum, sem hún liefur starfað í, er hún allra kvenna duglegust að efna til skemmtana, safna inn fé fyrir ýms framkvænula- og líknarmál og rétta bágstöddum heimilum hjálparhönd. Frú Magnhildur er söngvin, 1 jóðelsk og minnug í bezta lagi á Ijóð og gamanvísur, svo öllum verður létt í geði að blýða á hana. Þótt húri sé orðin fimm- tug heldur hún dugnaði sínum og fjöri og er enn ung og glæsileg. I'rú Magnhildur á 6 uppkomin börn. Eru tvær dæt- ur hennar giftar vestanhafs. Frú Magnhildur hefur löngum borið mikla tryggð til fórnra æskustöðva og sóknarkirkjunni í fæðing- arsveit sinni hefur hún gefið fjárupphæð, er hún nefnir áheit. Nýtt kvennablað þakkar frú Magnhildi dugmikið starf á liðnum árum og árnar henni allra heilla. Bætur greiðast ársfjórðungslega eftir á. Sama rétt og ekkjur og fráskildar konur eiga til lífeyrisgreiðslu með börnum sínum þær íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, ef þeir hafa fallið frá, yfirgefið j>ær eða skilið við þær, dvelji þær á íslandi ásamt börnum þeim, er jrær taka lífeyri fyrir. — Lífeyrinn skal greiða frá þeim tíma, er barn hætti að njóta framfærslu föður síns eða meðlags- greiðslu frá hans hendi, þó eigi lengra aftur í tím- ann en til 1. janúar 1951. — Ríkissjóður endurgreið- ir Tryggingastofnuninni barnalífeyri þennan. Barnalífeyrir á 1. verðlagssvæði er kr. 200.00 í grunn. á mán. eða með núverandi vísitölu 314.00 kr. á mánuði. Barnalífeyrir á öðru verðlagssvæði er kr. 150.00 á mán. með núverandi vísitölu kr. 235.50.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.