Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Blaðsíða 14
. TÍZKAN Einliti kjóllinn: Djúj), tvö- föld lokufelling að framan. Sú efri leggst alveg utan- yf'ir. Þrír saumar í hvern boðung undir hálslíninguna. Blússa og pils: Hringskorið pils, vítt. Lagt með þremur stímum að neðan, í stíl við vasana, ögn lengra á milli þeirra og lengra frá pils- brúninni. Blússan í iiðrum lit. t.d. ljósgræn. TIL HULDUKARLS (Fyrir lokasvar). Huldukarlinn hljóð'ur stóð. heyktist ljóð við glíma. Hagleiksóðinn föjiur fljóð l'úsar bjóða’ að ríma. Huldukarl! ef þorir þú þreyta braginn snjalla, skaltu láta, lagsi nú lipra stöku falla. Nanna. kallaði Bensi. „Við erum að vinna eins og hverjir aðrir heiðarlegir menn.“ „En sá rembíngur í þessum sveitalubba,“ kölluðu þeir á móti. Svo komu þeir þjótandi ofan á reitina. Nú máttu þeir eiga vona á góðu. Þeir hentu stein- um í stampinn hjá Bensa. Vatnið gusaðist upp um þau. Þá kom enn annar. Hann lenti í öxlinni á kon- unni, sem næst var. Bensi hljóp á móti þeim með fisk í hendinni. Hann gat slegið einn utan undir með hon- um. Stampastrákarnir hrópuðu „Húrra fyrir Bensa.“ Hallfríður kallaði á eftir honum og bað hann að koma og hætta þe?su, en það var nú kannski ekki eftir Bensa að gefast uj>p. Hann rak flólann heim undir kaupmannshúsið. Drenirnir gripu upp steina öðru hvoru og hentu aftur fyrir sig en hittu ekki, því þeir voru á svo hraðri ferð og vildu helzt ekki kom- ast í náin kynni við fiskinn, sem Bensi var með í hendinni, en fötin sumra þeirra báru það með =ér, að hann hefði komið nálægt þeim. Bensi kom með fisk- inn sundurbarinn til baka. „Hvað helduðu nú eigin- lega að kaupmaðurinn geri við þig, ef þú ferð svona með fiskinn, drengur,“ sagði Þura gamla í Bót. „Ég er ósköp hrædd um það að þú verðir ekki vinsæl, Hallfríður mín, ef hann ætlar að bjóða fyrirfólkinu svona byrginn, hann sönur þinn,“ sagði hún við Hall- fríði, svo snéri hún máli sínu aftur til Bensa: „Þú verður nú að gæta að þér, drengur minn. Það gilda hér aðrir siðir en í sveitinni. Okkur fátæklingunum er það lífsspursmál að hafa liylli kaupmannsins.“ „Langar þig að fá stein ofan í þinn stamj) eða í öxlina, eins og hún þarna. Kannski þeir komi aftur, og þá komi röðin að þér,“ sagði Bensi. „Ekki skal ég taka á móti þeim, ef þeir láta mig í friði.“ „Þeir koma varla aftur, gæti ég hugsað,“ sagði • Þorbjörg í Nausti, ekki laus við hreykni. Strákarnir sáust ekki aftur þann daginn, en kon- urnar voru sífellt að líta inn eftir, hvort enginn mannaferð. sæist. Næsta morgun kom Þura gamla í Bót til Hallfríðar í kaffihléinu og tók liana tali. Hún var kunnug í kaupmannshúsinu, því Lilla, dóttir hennar var þar í eldhúsinu. Þeir höfðu svo sem kom- ið Iieim klagandi, kaupmannssynirnir, yngri strákur- inn heldur illa útlítandi: „Það var von, hann var seinastur og fékk flest höggin,“ gall í Bensa. Honum hafði nú samt ekki verið ætlað að heyra þetta. Kon- urnar litu hvert lil annarar með vandlætingarsvip, sem túlkaði eiginlegar hugsanir þeirra. ..Það verður til happa að fá hann þennán snáða. Þvílíkt blvaðun- arleysi og þvílík vogun, að lemja kaupmannssvnina.“ Framh. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.