Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Qupperneq 6

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Qupperneq 6
Olöf á raunum Húsfreyjurnar á mannmörgu heimilunum gleymast ekki, þó að fljótt fenni annars í spor göngumannsins. Sarfssvið húsmóðurinnar var svo margþætt, og verk- sviðið svo vítt samanborið við „húsmennskuna,“ að það skóp stærri sálir. Þrekmeiri konur. Heimili þeirra voru oft eins konar griðas?taður. Þangað Jeituðu lang- ferðamenn náttstaðar. Þar var venjulega húsrúm og nógur matur, og gott höfðingja heim að sækja, sem buðu ferðafólk velkomið og veittu því af risnu, endur- gjaldslaust. Eitt þessara stóru heimila var Hraun í Fljótum. Frú Ölöf fæddist á Hraunum 12. apríl 1866, næst elzt 8 alsystkina, dóttir Einars B. Guðmundssonar, bónda og dannebrogsmanns, sem var bróðursonur Baldvins Einarssonar, hins þjóðkunna áhuga- og um- bótafrömuðar, og Kristínar Pálsdóttur, Jónssonar prófasts og sálmaskálds á Völlum í Svarfaðardal, síð- . ar í Viðvík. Þrettán ára gömul missti hún móður sína, 1879. Dvaldist bún eftir það jöfnum höndum á Hraunum hjá föður sínum og í Siglufirði hjá Snorra Pálssyni, móðurbróður sínum, og ekkju hans eftir að hann dó, þar til hún fór að búa. Vorið 1892 giftist hún Guðmundi Davíðssyni, Guð- mundssonar prófasts á Ilofi í Hörgárdal. Bjuggu ungu hjónin að Hofi fyrstu 4 árin, en fluttu ])á að Ilraunum og hefur frú Ólöf síðan, manna á milli.alltaf borið nafnið, Ólöf á Hraunum.Hraunaheimilið var þekkt um land allt fyrir höfðingsskap. Þar voru margir vinnu- menn og vinnukonur eins og á öllum stærri heimilum, en bústjórnin mikil og vandasöm, þegar svo í ofan á lag var fullt hús af gestum. En húsmóðurstaðan fór Ólöfu sérstaklega vel. Á Hraunum var gestkvæmara en víðast annars staðar. Hjónin löðuðu að sér vini og vandamenn, sem fóru hópferðir heim að Ilraunum sér til skemmtunar, auk þeirra er erindi áttu við hrepp- stjórann og húsmóðurina, og langferðamannanna, sem strekktu til að ná gistingu á Hraunum. Fagnaði hús- freyjan hverjum, sem að garði bar. Ólöf og Guðmundur eignuðust tvo syni, Einar Bald- vin og Davíð. En Davíð, yngri sonurinn dó úr barna- veiki á öðru ári. Hún tók sér það mjög nærri. Það má geta sér þess til. En slíka raun skilur líklega sá einn er reynir. Eftir það tóku þau hjónin fjögur blörn Ólöf Elnarsdóttir. til fósturs, tvö stúlkubörn höfðu þau tekið til fósturs áður. Ólu þau upp 4 stúlkur og 2 drengi og þess utan tóku þau fjölda barna ti! sumardvalar, ár eftir ár. Sýn- ir það betur en allt annað hvílíkum mannkostum Hraunahjónin voru búin. Ólöf dró sig ekki í hlé þótt móti blési, heldur reiddi öðrum mjúkan beð, saddi ann- arra manna börn og hughreysti þá, sem þreyttir voru. Þetta gat hún allt. Hvort hún ávann sér sjálf þessa mannlund, eða henni var hún gefin í vöggugjöf, því verður ekki svarað hér, en líklega hefur hvort tveggja verið. Ættleggurinn var styrkur. Þó frú Ólöf væri sí- starfandi og stjórnaði þessu margmenna gestaheimili, sá aldrei á henni þreytu. Hún var alltaf eins og spáný, upplitsdjörf og höfðingleg, þó hún væri smá vexti, gáfuleg og kvik á fæti. 1 margmenni, utan heimilis, allra kvenna glaðværust og vingjarnlegust. Afburða ferðamaður var Ólöf á Hraunum, ekki að- eins á yngri árum, heldur langt fram eftir æfi. Muna margir enn, er hún einu sinni sem oftar um hávetur fór gangandi til Akureyrar ásamt vönum skíðagörp- um. Þau fóru Klaufabrekkur og lentu í einhverri mestu stórhríð, sem gengið hefur yfir Norðurland á þessari öld. Veðurhæðin var svo mikil að ekki var hægt að nota skíðin eftir að stórhríðin skall á. En Ólöf komst leiðar sinnar og varð ekkert um þessa ferð. Stóð sig ekki síður en hinir. Þá minnast þess vinir hennar, er hún eitt sinn á út- mánuðum fór þrisvar sinnum gangaridi yfir Siglu- fjarðarskarð, sama sólarhringinn. Voru Hraunahjónin komin í brúðkaupsveizlu til Siglufjarðar, en kona af næsta bæ við Hraun, sem boðin var kom ekki, bóndi hennar einn síns liðs. Þetta þótti Ólöfu svo mikil fjar- stæða, að hún fór strax á stað og sótti hana. Varð hún NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.