Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 16. árgangur. 4.—5. tbl. april-maí 1955. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, kennari: Þættir frá IVorcgi Þá er þar til að taka sem fyrr var fráhorfið, að ég er aftur stödd á gamla ættaróðalinu, Hotvet, þar sem ég dvaldi nokkrar heitar og bjartar sumarvikur fyrir meir en 20 árum, en til Hotvet, er um hálftíma gangur frá Mysen. Nú var elzti bróðir skólasystur minnar þar bóndi og bjó í gömlu aðalbyggingunni, sem orð- in var mrir en aldargömul en þó reisuleg, enda trausl by.ggð í uphafi, þar sem útveggir voru byggðir úr sverum bjálkum. Sjálf bjó skólasystir mín í öðru húsi skammt frá, byggffu fyrir 20—30 árum. Ilafði þá jafnframt verið girlur af allstór blettur í kring um 'það, og var þar nú kominn fagur og fjölbreyttur trjá- garður. Uxu þar margs konar tré og runnar. Nú var garffurinn í vetrarástandi, og fjölyrði ég því ekki frekar um hann að sinni. Meðan ég dvaldi þarna á Hotvet, fór ég ýmsar smá- ferðir um nágrennið. Meffal annars heimsótti ég barna- skóla héraðsins — Folkenborgarskóla. Hann stóð áður á Folkenborg, — þéttbýlum stað úti í sveitinni. En eftir stríðið var hann byggður upp og fluttur í útjaðar Mysensbæjar. Nýi skólinn er timburhús ,stórt og fall- egt, vandað og smekklegt aff sjá jafnt hið innra sem ytra. Fékk ég ágætar móttökur þar bæöi hjá kennur- um og nemendum, og virtisl það ekki spilla fyrir mér, að ég var íslendingur. Þá var ég líka eitt sinn boðin á samkomu hjá trú- boðsfclagi kvenna. Og bar sem slíkur félagsskapur og samkomur munu lítt þekktar hér á landi. vil ég geta þess litlu nánar. í Noregi starfar þessi félagsskapur í hverri sveit, og mun rekinn víðast hvar með svipuðu sniði. Hefur hvert félag samkomur einhvern hentug- an dag t.d. einu sinni á hálfsmánaðar fresti. Koma konurnar þá saman til skiptis hvor hjá annarri og hafa með sér handavinnu. í þetta sinn var samkoman á gömlu stórbýli. Mvnd- uðu stórar, mosagrónar og forneskjulegar eikur trjá- NÝTT KVENNABLAÐ Ingibjör^ I»orgjeirsdóttir. göng heim að bænum. Þarna var húsakostur mikill að sjá og nú nýlcga endurbættur. Stofur voru þarna margar og rúmgóðar og málning og veggfóður nýtt og í ljósum litum. Gólfin voru Ijósbleik trégólf, nýlökk- uð og spegilgljáandi, lögð ljósum gólfdreglum. Sá ég yfirleitt óvíða dúklögð gólf svo sem við þekkjum, ekki heldur gólfteppi. í þess stað voru hafðir ofnir dregl- ar, oft heimagerðir, og þurfti marga á stórar stofur. En augljós kostur við dreglana er, að þeir eru með- færilegri í hreinsun en heil teppi. Þarna var allt snyrtilegt og hreinlegt, húsbúnaður góður, en þó íburðarlaus, og þar — sem víffa annars staðar í Nor- egi — gat að líta gamla, haglega gerða muni, — erfða- gripi — svo sem útskorna skápa eða forna silfurmuni. Húsfreyja tók á móti gestum í fordyri. Var hún kona á bezta aldri og hin rösklegasta. Síðan settist kvennahópurinn (milli 20 og 30 konur) að í tveim samliggjandi stofum. Tóku þær bráðlega til við handa- vinnu sína — prjón eða ísaum — jafnframt )rví sem þær röbbuðu hver við aðra, líkt og í venjulegum saumaklúbbum. Síðan voru sálmabækur teknar fram og sungið í sameiningu, en spilað undir á orgel. — Einnig voru þarna lesnir upp snrákaflar andlegs efn- is. En hápunktur samkomunnar var, þegar ungi jrrest- urinn þar í nágrenninu kom inn og flutti ræðustúf, sem auðvitað hófst og endaði með nýjum sálmasöng. Allt fór þetta hið bezta fram, og þrátt fyrir alla andaktina, felldu konurnar ekki svo mjög niður vinnu 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.