Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 2
SOFÐU RÓTT (Gunnhildur kóngamóðir). Margar konur hafa spurt Nýtt kvennahlað um handa- vinnufyrirmyndir þær, sem Ása Guðmundsdóttir teikn- aði og gaf út 1947. Blaðið hefur aflað sér þeirra upp- lýsinga, að nokkur eintök af hverri fyrirmynd eru til og getur blaðið útvegað þær. Fyrirmyndirnar eru fjórar, allar fyrir gobelinsaum í íslenzkan ullarjafa. Verðið er sem hér segir: Landslagið 70.00 kr. Vetrarferð 50,00 — Krýningin 70,00 — Sofðu rótt 70,00 — Þær konur, sem vildu eignast þessar fyrirmyndir, geta skrifað blaðinu og verða þær þá sendar í póst- kröfu. Allar upplýsingar um stærð myndarinnar og garn fylgja mynztrunum. (Mun blaðið hirta hinar fyrirm. á næstunni). APRtL (1 góða veðrlnu). Sólín skín og svellin bræðir, I»restir, erlur, svanlr syngja sumarskarti landið klæðir. um sólargeisla, cr vorið yngja Lækir streyma, lindir hjala, og lóan smá með ástar-óma ljósið vekur strá á bala. eykur vorsins dýrðarljóma. Lands vors dýrð og unun alla, er eygló skín og daggir falla, líta má í vorsins vexti. Vor er allra söngva tetxti. J. Árstíðaskiptin Þá hefur blcssað sumaiið 1955 haldið innreið sína. Og þó við fögnuðum því ekki með pálmaviðargreinum cða með því að kasta klæðum á veginn, gerðum við það á annan hátt. Klæddum börnin í fallegustu fötin sín og fengum þeim fána í hönd. Síðustu orð gamallar konu, sem andaðist á sumardaginn fyrsta voru þau, livort litla slúlkan hefði ekki farið í fallega kjólinn sinn? Sjálf liafði hún lagt hönd að því að laga hann lil, og þetta var hennar síðasta áhugamál í þessu lífi. Þegar deyjandi konur eiga áhugamál er trúlegt að við eigum þau, sem lifandi erum. Það er trúlegt að við klæðum börnin fallega og skynsamlega og eflum atorku þeirra af öllum mætti. Við vildum líka sam- eiginlega margt fyrir þau gera fiam yfir það, sem Sumargjöf kemst yfir. Það vantar skjól meiri leik- svæði, þar sem mæðurnar gætu verið með börnum sín- um og götur, sem bannaðar væru bílum, svo frjálslegt væri þar fyrir börn og barnavagna. Það vantar betra eftirlit t.d. við Tjörnina í Rvík. Mjög væri æskilegt fyrir Reykjavíkurbæ að eiga skaulahöll, eða skauta- svæði og ekki síður þarft en sundhöllin. Skólaseta unglingæ er svo átakanleg, að þeir verða að hafa tæki- færi til fjölbreyttra hreyfinga og áreynslu. Á foreldrafundi í Melaskólanum bar frú Lára Sig- urbjörnsdóttir upp eitt vandamálið viðvíkjandi skóla- æskunni, en það er hinn breytilegi matmálstími. Það er þjóðarböl að geta ekki haft máltíðir heimilisfólks- ins samtimis fyrir alla á heimilinu. Börnin og ungl- ingarnir hafa ckki alltaf lyst á að borða, þegar þau eiga að fara að borða ein. Margt harna og skólafólks býr í námunda vð skólana, svo það gæti þess ve<rna farið í mat heim til sín. Þetta fyrirkomulag, að lita allt víkja fyrir skólahaldinu, þægindi og ánægiu heim- ilanna og einnig líkamlega og þar með andlega vel- ferð unglinganna, það er nokkuð miklð í sölurnar lagt. Þá er það vinna, sem þarf að bíða eftir hverjum unglingi, er skólinn hættir á vorin. Iðjulaus unglingur er vansæll og líklega hefur það verið skárra fyrir börnin, sem fóru í vistir um fermingaraldur í gamla daga, en slæpingsháttur atvinnuleysis. Þegar sumardagurinn fvrsti var gerður að barna- dcgi, fannst mér sem eitthvað hefði verið tekið frá mér. áður átti ég daginn. Það mætti lengi deila um það. Það var dagur unga fólksins, en hann ekki helg- aður foreldrum og börnum. Nú er unga fólkið þá sett hjá. Okkur hefur áskotnast barnadagur, mæðradagur og bændadagur er í uppsiglingu. En hinn fullkomni dagur — dagur unga fólksins er enn ekki ákveðinn. Mætli hið nýbvriaða sumar helzt líkiast honum. að allur vöxtur nái sem hæstum blóma, hamingia fylli hjörtun og ávöxtur lífsbaráttunnar hundrað faldist.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.