Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 14
að gera, sem geta það.“ ,Þau eru nú svo sem ekki rík hjónin hérna á Stóru-Grund og þau munar um að kosta soninn tvo vetur í skóla. Það söfnuðust á þau skuldir, er þau byggðu húsið. En sigursæll er góður vilji. Kannske ætla þau að gera þau öll að fínum, skólagcngnum manneskjum. Það giftist vanalega vel þetta skólagengna fólk og þarf ekki að kvíða því að lifa einstæðings lífi, eða hefurðu nokkurn tíma heyrt getið um skólagengna piparmey?" sagði Gunnvör. „Það getur víst alveg eins piprað eins og þeir, sem ekkert hafa lært,“ sagði Sigga. „Svo er nú ekki allt fengið með því að giftast. Mér hafa sýnst þær lukkast misjafnlega giftingarnar. Að minnsta kosti hef ég liugsað mér að verða piparkerling, ef ég fæ ekki þann eina, sem mér þykir vænt um.“ „Er það einhver sér- stakur?“ spurð'i Gunnvör forvitin. „Ekki er það ó- mögulegt,“ sagði S.gga. „Segðu mér eittlivað um hann,“ sagði Gunnvör. „Ekki núna. Kannske einhveintíma seinna,“ sagði Sig'ga. Hún hafði kafroðnað við það eitt að hugsa til Bensa. Nú voru liðin tvö ár síðan þau höfðu sézv Hann var í Noregi, þegar hún hafði fengið síðasta bréfspjaldið frá honum. Hann hafði sagt vanalega, þcgar hann kvaddi hana og var að leggja upp í langt ferðalag.“ Þú verður* vonandi ógift og bíður eftir mér, þegar við sjáumst næst! Hún vissi aldrei hvort þetta var nokkur alvara, því hann liafði sagt þetta sama, meðan hún var ófermdur krakki og hann skrifaði það oftast nær á bréfspjöldin. Þetta var svo líkl honum, að tala svona hispurslaust. En hvort sem því fylgdi nokkur alvara eða engin ætlaði hún að bíða hans allt lífið. Henni gæti aldrei þótt vænt um nokkurn karl- mann, nema hann einan. „En það er nú bara þetta, Sigga mín, að maður veií alltaf hverju maður sleppir en ekki hvað maður hrepp- ir. Ég er nú alltaf að hugsa um Steina skinnið. Ég sé að hann er aldeilis vitlaus af ást til þín og hann er góður piltur og óvíst að þú gripir upp hans líka.“ „Það er ekki ólíklegt, að liann sé veikur af ást til mín eftir nokkra vikna samveru,“ hnusaði í Siggu. „Ég segi einsog er, þó hann sé frændi minn, finnst mér hann ekkert fyrir neðan þig, nema þetta, að þú ert „snotrari“ en hann. Þú hefðir að minnsta kosti getað verið ögn hlýlegri við hann en þú hefur verið nú í seinni tíð.“ „Það er þá ekki hægt að segja, að ég liafi gefið honum undir fótinn,“ sagði Sigga. „Mér finnst hann ekkert viðkunnanlegur, þótt hann sé frændi þinn og kann því ekki við að vera að flírast við hann, því síður að þiggja af honum gjafir, þótt þér finnist það gikksháttur af mér að taka ekki við sjalinu.“ „Ég sá líka, að hann tárfelldi út af því, veslings drengurinn,“ I»essar stíílkur eru í nýrri gerð aí íslenzkum búningi, sem unninn er á Vefnaðarstofu Karólínu Guðmundsdóttur, Ásvalla- götu 10A, úr alísl. efni (mjög fínt kambgarn). Kjóiarnir eru hvítir, hárauðir og stcrkbláir og bekkirnir með mismunandi skærum litum. I»etta er tilvalinn hátíðabúningur og siðar skólaföt. Út um land verða þeir afgreiddir gegn póstkröfu, ef sent er mál af sídd frá öxi og mittisvídd, til Vcfnaðarstofunnar Ásvallagötu 10A, Reykjavík. sagði Gunnvör. „Hvernig heldurðu, að hægt sé að láta sér þykja vænt um karlmann, sem skælir eins og stelpa,“ sagð' Sigga og færði sig til á spildunni, því hún óttaðist að þetta yrði óánægjuefni milli hennar og Gunnvarar, en hún var þannig gerð, að hún vildi lifa í friði við alla menn. Gunnvör rakaði rösklega nokkra stund, ekki langt frá því að hún væri reið við Siggu. Svo leiddist henni þöngin og færð' sig til hennar og byrjaði á bví að lýsa nágrönmmum á Litlu-Grund. Hún hafði oft gert það áður, en aldrei eins greinilega og nú. Litlu-Grundar fólk ð var líka skammt fyrir ut- an merkin. en bær rétt við þau að sunnanverðu. Engj- arnar samfelld g-asbreiða, en þó langt milli bæjanna. Þetta var óttalega gamalsdags heimili, allt sparað og nurlrð. Ekki svo mik:ð, að það tímdi að taka nokkra vinnuhræðu, þó strák grevið hann Hrólfur vildi endi- lega fá kaupakonu, því að hann var alveg vitlaus í að 'giftast. Ein gömul kona var þar, sem enginn vissi hve lengi var búin að vera bar. Hún var álitin ekki með fullu viti, vcgna þess, að hún kom aldrei til kirkiu og aldrei sást hún, þá sjaldan gesti bar að garði. Framh. NtTT KVENNABLAÐ 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.