Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 5
strax, ef ég vildi komast þann dag. Er þá lítiS eitt far-
ið að draga úr mesta ferðamannastraumnum, sem
mestur er í byrjun páskaleyfisins. Þótt tugir auka-
lesta gangi þá daga frá Osló, lnekkur það tæplega
til fyrir fólkið, sem þá streymir tugþúsundum saman
út úr bænum. En borgin situr eftir með helgisvip
páskanna yfir sér, hljóð og hátíðleg með nær mann-
lausar, einmanalegar götur, — eins og liálf yfirgef-
inn bær.
Daginn fyrir skírdag kvaddi ég svo Hotvet og
lagði upp til Oslóar. Veður var grátt og hráslaga-
legt og gjöiöi bleytu fannkomu, þegar fram á dag-
inn leið. Kom ég lil Oslóar á áliðnum degi og lét þá
verða mitt fyrsta að ná mér í herbergi á einhverju
hóteli. Fékk ég gott herbergi á Ansgarhóteli fyrir kr.
9,00 norskar yfir nóttina. Eftir að hafa fengið mér að
borða, kom ég mér sem fljótast í rúmið og bað að
vekja mig tímanlega næsta morgun, því ekki vildi ég
verða strandaglópur og missa af lestinni, sem mér
var sagt að færi um kk 9 f.h. En raunar var feiða-
hugurinn svo mikill, að ég vaknaði sjálfkrafa fyrir
allar aldir og labbaði svo alla leið niður að járnbraut-
arstöð, sem var meir en hálftíma gangur. Er þangað
kom, komst ég að raun um að lestin ,sem ég ætlaði
með, færi ekki fyrr en 10, svo að ég mátti þá bíðai þar
í fullan klukkutíma. Var' rnikill mannfjöldi á stöðinni,
og þóttist ég góð að geta troðið mér í gegnum hópinn
inn í veitingasalinn og krækt þar í sæti. Pantaði því
næst kaffibolla og stytti mér stundir við að horfa á
„ferðamannaflokkana,“ sem streymdu út og inn, sátu,
átu og drukku, komu og fóru, fjölbreyttir að útliti og
aldri, þó meira af ungu fólki en öldruðu og stálpuð
börn oft í fylgd með foreldrum sínunr. Yfirleitt var
fólkið vetrarklætt og vel útbúið svo sem í hlýlegum
ullarpeysum með þykka, fallega útprjónsvettlinga á
höndunum.
Loks var svo biðin á enda, og ég fór að klifra upp í
lestina og leita að klefanum, sem mér var ætlaður.
Þar voru sæti fyrir 8, en mest alla leiðina sátu þar
sjaldnast inni meira en 3—4. farþegar auk mín, svo
'að allvel gat farið um mann.
Veður var hið fegursta, blár himinn og sól en
nokkuð svalt. Niðri í byggðinni sáust vormerki nokk-
ur á ökrum og skógum, en er upp í háfjöllin kom.
ríkti veturinn einvaldur yfir drifhvítum hjarnbreið-
um og snæviþöktum, sólroðnum tindum. Enginn skort-
ur á skíðafæri þar. Háfjallabrautin milli Óslóar og
Björgvinjar, er sem kunnugt er, hæsti og frægasti fjall-
vegur Noregs. Fer lestin gegnum ótal jarðgöng (hátt
á annað hundrað) og tekur stundum annað við svo að
segja jafnharðan og einu sleppir. Er myrkt í lestinni
NtTT KVENNABLAÐ
á meðan hún fer gegnum jarðgöngin. Vill til að
fæst af þeim eru löng. Hið lengsta þó 5 km. Voru
skemmtileg viðbrigði að koma úr dimmum jarðgöng-
unum aflur út í skínandi daginn.
Þarna uppi er langt á milli stöðva og óbyggt, enda
Iiggur brautin hátt, eða um 1300 metia yfir sjó, þar
sem hún er hæst, en efsta brautarstöð er Finse
(1222 m).
Það er vissulega töluvert þreytandi að hristast heil-
an dag í járnbrautarklefa, enda verða margir miður
sín á slíku ferðalagi, þótt fólk veiði ekki beinlínis
sjúkt eins og í bílum. Svo reynir mannskapurinn að
stytta stundirnar á ýmsan hátt: lesa blöð eða bækur
eða dútla við handavinnu, þ.e.a.s. kvenfólkið, og svo
auðvilað að rabba við sessunauba sína. Mér varð litið
í smá bækling, sem lá á klefaborðinu. Var hann til
leiðbeiningar þeim, sem hugðu á skíðaferðir og úti-
legur. Þar voru holl ráð um klæðnaðinn og allan
útbúnað og hvernig verjast skyldi snjóbirtu, sólbruna,
ofkælingu, ofþreytu o. s. frv. Mjög þarflegur bækl-
ingur í sinni grein og bar vott um liina rótgrónu
sport og Ekíðamenningu Norðmanna.
Meðal klefafélaga minna var kona ein miðaldra,
þéttvaxin og hnellin, björt í augum og ásýnd og opin
á svip. Tókum við fljótlega tal saman, eins og við vær-
um gamlir kunningjar, og gæddi hún mér með sér á
nesti sínu. Hafði ég hina mestu skemmtun af að rabba
við hana, því að hún var létt í tali og hin greina-
bezta. Er fátt meira happ á löngum ferðum en að
eignast góða ferðafélaga, þótt alltaf sé raunar gott
góðan og greindan að hitta.
Gert var ráð fyrir að lestin kæmi eitthvað um níu
leytið til Björgvinjar. En ég fór af lestinni í Nestun,
þorpi stutt frá borginni, því að þaðan var styttra að
taka áætlunarbílinn til Os. Auðvitað varð ég samt
að snöltra þar 'um og bíða vel í hálftíma eftir ferð,
því vagninn var víst nýfarinn, þegar ég kom og enn
tók um klukkutíma að fara með honum. Loks sat ég
samt inni í stofu í Os við hlaðið borð hjá Katrínu
Kronstad kennslukonu. Og vissulega naut ég þess að
koma svo í gott rúm eftir allan hristinginn yfir há-
fjöll Noregs. Framhald.
Eftir s^ð liafa lesið grein Iluffránar,
Vandamálið mikla.
Við mepfum ei ffleyma hvað Kristur oss kenndi,
Ofi; kærleikann sýna verkum í,
veita þeim fallna vinarhendi,
vilja og trú hans plæða á ný.
I*ví g:reitt var þó líka Rjaldið lians
með göfug:u blóði frclsarans. — Særún.
3